Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Flags of Our Fathers 2006

(Fáni feðranna)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 2006

A Single Shot Can End The War

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Myndin fjallar um mánaðarlangt umsátur bandarískra hermanna um japönsku eyjuna Iwo Jima, en umsátrið var eitt það blóðugasta í Kyrrahafsstríði Japana og Bandaríkjamanna. Fylgst er með sex bandarískum hermönnum sem áttu eftir að reisa þjóðfána sinn á hæsta tindi eyjunnar í janúar árið 1945. Þann atburð gerði hinn nýlátni ljósmyndari Joe Rosenthal... Lesa meira

Myndin fjallar um mánaðarlangt umsátur bandarískra hermanna um japönsku eyjuna Iwo Jima, en umsátrið var eitt það blóðugasta í Kyrrahafsstríði Japana og Bandaríkjamanna. Fylgst er með sex bandarískum hermönnum sem áttu eftir að reisa þjóðfána sinn á hæsta tindi eyjunnar í janúar árið 1945. Þann atburð gerði hinn nýlátni ljósmyndari Joe Rosenthal ódauðlegan með frægri ljósmynd sinni.... minna

Aðalleikarar

Bragðlaus fánadýrkun
Ég virði Clint Eastwood alveg ódauðlega mikið, og hægt er að segja að þessi maður hafi fært bíóáhugamanninum sumt af því sterkasta sem hægt er að sjá í kvikmyndaformi (ath. ég tel EKKI með myndina Bridges of Madison County!), en auðvitað hefur maðurinn farið einnig slakari leiðir.

Flags of Our Fathers hlakkaði ég til að sjá, þrátt fyrir lítt heillandi og yfirdrifið amerískt umfjöllunarefni.

En málið er að ég vonaðist svo innilega til þess að myndin yrði sterk, áhrifarík og minnisstæð, rétt eins og Eastwood sannaði með t.d. Million Dollar Baby síðast eða Mystic River þar síðast. Í raun og veru fær myndin ekki eina af þessum lýsingum, eins leiðinlegt og mér þykir að segja það.

Flags of Our Fathers er voða þurr, litlaus og snertir voða lítið við manni. Myndin missir allt niður um sig vegna þess að áherslur hennar eru út um allar trissur. Persónurnar eru algjörlega úr fókus mest allan tímann. Stundum vissi maður ekkert hver væri hver, og einungis þekktu andlitin hjálpuðu til með að vísa manni til þar - sem er sjaldan merki um góða persónusköpun.

Bardagasenurnar eru flottar jú, og ég fíla hvernig uppbygging myndarinnar náði að dreifa slíkum atriðum, en maður fann ekki fyrir neinum á þessu svæði, og mér persónulega var hálf sama um átök þeirra þar sem að mér fannst ég ekki ná tengslum við neinn. Auk þess á myndin til með að endurtaka sig nokkuð oft.

Plottið með það hverjir reistu fánann í raun, og öll þau líf sem að flæktust í þá sögu er voða óspennandi og virkar illa fyrir rúma tveggja tíma lengd. Myndin er líka langdregin, þá sérstaklega í endann. Reynt er að láta smá ljós skína á persónurnar í endann, en vegna þess að myndin gerði það ekki í fyrri hlutanum, þá kemur þetta frekar asnalega út.

Kvikmyndataka og önnur tæknileg vinnsla í myndinni er samt sem áður ótrúlega góð. Það segir ýmislegt um styrkleikann í dramanu í mynd þegar að maður fer að hugsa sífellt um tæknilegu hliðarnar. En jú, myndin lítur svakalega vel út. Það vantar ekki. Tónlistin er fín, en ekkert rosaleg. Leikarar standa sig ágætlega, en stundum berjast þeir allir um skjátímann.

Flags of Our Fathers er sérstök mynd á allan hátt, en hvergi nógu eftirminnileg eða kröftug til þess að senda mann burt með hana í góðu áliti.
Hlakka samt til að sjá hvernig Letters from Iwo-Jima kemur út.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd í gær (einhver frumsýning) og ég horfði á þessa mynd og mér fannst hún vera snilld. Hún er ógeðslega vel tölvugerð, ógeðslega vel leikin og allt er bara geðveikt cool við hana. Góðir leikarar, góð leikstjórn ALLT!. Ég mæli með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef heyrt ýmsa tala um vonbrigði sín með Flag of our fathers. Mín tilfinning fyrir vonbrigðum manna er sú að fólk hafi búist við hard core stríðsmynd. Það er hún ekki að mínu mati. Myndin er um þá menn sem voru notaðir af bandarískum yfirvöldum til að afla stuðnings við stríðsreksturinn. Myndin er um tilfinningar og afleiðingar þess að lenda í þeim viðbjóði sem stríð er. Sumir ná að höndla það og aðrir ekki. Ég held að Eastwood hafi viljað einbeita sér að mönnunum á bakvið byssurnar en ekki byssunum sjálfum. Það sem okkur íslendingum finnst væmið, t.d. tal um fallna félaga o.s.frv., það finnst þjóðum með langa hernaðarsögu ekki. Við íslendingar skiljum ekki þennan hugsanahátt vegna þess að okkar hernaðarsaga er nánast enginn. Síðustu átökin hjá okkur fóru fram fyrir u.þ.b. 800 árum síðan þegar við vorum að berja hvorn annan með bitlausum sverðum. Ég var mjög ánægðum með Flag of our fathers. Mér fannst hún koma vel til skila hvers vegna of af hverju menn börðust. Ekki fyrir þjóð sina og fána. Ekki fyrir heiðurinn. Heldur einfaldlega til að halda lífi og fyrir félagann við hliðinna á sér. Hann skipti mestu máli. Þar kemur ástæðan fyrir öllu vælinu, eins og sumir kalla það, um fallna félaga. Menn átu saman, sváfu saman í drullupollum og menn dóu saman. Þú varst að tala við félagann, og búmm mínútu seinna var hann ólöguleg hrúga af beinum, holdi og blóði.

Það eru svona hlutir sem enginn skilur nema hafa lent í þessu sjálfur. Það er þetta sem ég held að Eastwood hafi viljað koma til skila og mér fannst hann gera það mjög vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef heyrt ýmsa tala um vonbrigði sín með Flag of our fathers. Mín tilfinning fyrir vonbrigðum manna er sú að fólk hafi búist við hard core stríðsmynd. Það er hún ekki að mínu mati. Myndin er um þá menn sem voru notaðir af bandarískum yfirvöldum til að afla stuðnings við stríðsreksturinn. Myndin er um tilfinningar og afleiðingar þess að lenda í þeim viðbjóði sem stríð er. Sumir ná að höndla það og aðrir ekki. Ég held að Eastwood hafi viljað einbeita sér að mönnunum á bakvið byssurnar en ekki byssunum sjálfum. Það sem okkur íslendingum finnst væmið, t.d. tal um fallna félaga o.s.frv., það finnst þjóðum með langa hernaðarsögu ekki. Við íslendingar skiljum ekki þennan hugsanahátt vegna þess að okkar hernaðarsaga er nánast enginn. Síðustu átökin hjá okkur fóru fram fyrir u.þ.b. 800 árum síðan þegar við vorum að berja hvorn annan með bitlausum sverðum. Ég var mjög ánægðum með Flag of our fathers. Mér fannst hún koma vel til skila hvers vegna of af hverju menn börðust. Ekki fyrir þjóð sina og fána. Ekki fyrir heiðurinn. Heldur einfaldlega til að halda lífi og fyrir félagann við hliðinna á sér. Hann skipti mestu máli. Þar kemur ástæðan fyrir öllu vælinu, eins og sumir kalla það, um fallna félaga. Menn átu saman, sváfu saman í drullupollum og menn dóu saman. Þú varst að tala við félagann, og búmm mínútu seinna var hann ólöguleg hrúga af beinum, holdi og blóði.

Það eru svona hlutir sem enginn skilur nema hafa lent í þessu sjálfur. Það er þetta sem ég held að Eastwood hafi viljað koma til skila og mér fannst hann gera það mjög vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mín skoðun, enn einn sigurinn hjá honum Clint kallinum. Ýmsir hafa verið að kvarta undan frásagnaraðferð þeirri sem hann velur, en út í gegnum alla myndina eru aðalsöguhetjurnar að fá 'flashbökk' þar sem þeir rifja upp eitthvað sem gerðist í orustunni um Ivo Jima. Þetta gerir myndina nokkuð krefjandi fyrir áhorfendur, en það þarf raunverulega að fylgjast með allan tímann. Sagan sem hún segir er mjög áhugaverð, en hún segir sögu þriggja hermanna sem voru eftirlifendur þeirra sem settu upp bandaríska fánann á eynni. Þeir gerðu það með hálfum huga, enda var þetta fáni númer 2 sem settur var þarna upp. En ljósmynd var tekinn af atburðinum sem varð frægasta stríðsfréttaljósmynd allra tíma. Mennirnir sem settu upp þennan fána voru síðan hafðir upp til skýjanna heima fyrir. Stjórnmálamenn sáu sér leik á borði og 'hetjurnar' voru kallaðar heim og notaðar til að selja ríkisskuldabréf til að hjálpa til við að fjármagna stríðsreksturinn. Allt saman hæfilega kaldhæðnislegt. En hvað um það, þjóðin þurfti smá móralskt búst og fékk það frá þessari mynd. Skuldabréfin seldust sem aldrei fyrr, og Bandaríkin gátu því haldið áfram að framleiða öll þau vopn sem til þurfti til að klára stríðið. Réttlætanlegt eða ekki réttlætanlegt, tja...myndin svarar ekki beinlínis þeirri spurningu, hún einungis segir söguna umbúðalaust; og það er nokkurs virði. Við getum svo haft okkar eigin skoðun svona alveg út af fyrir okkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn