Náðu í appið
Öllum leyfð

The Ant Bully 2006

(Maurahrellirinn)

Frumsýnd: 1. september 2006

The battle for the lawn is on.

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Lucas Nickle er nýr í bænum, og aðal stríðsnispúkinn, Steve, notfærir sér það. Lucas fær nóg af stríðninni, og lætur það bitna á maurunum í garðinum heima hjá sér með margvíslegum hætti, t.d. með því að sprauta á þá eða trampa á búinu þeirra. Maurarnir fá að lokum nóg af þessu og Zoc, maura-töfralæknirinn, notar eitur til að minnka Lucas... Lesa meira

Lucas Nickle er nýr í bænum, og aðal stríðsnispúkinn, Steve, notfærir sér það. Lucas fær nóg af stríðninni, og lætur það bitna á maurunum í garðinum heima hjá sér með margvíslegum hætti, t.d. með því að sprauta á þá eða trampa á búinu þeirra. Maurarnir fá að lokum nóg af þessu og Zoc, maura-töfralæknirinn, notar eitur til að minnka Lucas niður í maurastærð. Lucas þarf nú að þræla með maurunum og lærir að bera virðingu fyrir þeim og verður vinur þeirra. Hann verður svo hetja þegar Stan Beals, meindýraeyðirinn, sem er enn meiri fantur, kemur til að eyða öllu maurabúinu. Nú upphefst mikið stríð við Beals, og Zoc þarf að viðurkenna að Lucas sé líklega eina von mauranna til að lifa af. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Þriðja myndin um tölvuteiknaða maura
Tími pixlanna er opinberlega kominn til að vera og má þar með kveðja pappírinn (því miður!) sem áður var notaður sem grunnur til að koma teiknimyndum á filmu.

The Ant Bully er eitt af því nýjasta í æðinu, og til að koma mér fljótt að efninu þá get ég hvorki sagt að hún sé frumleg eða eitthvað athyglisverð. Myndin styðst við ógurlega basic og fyrirsjáanlegan söguþráð sem hefur auðvitað mjög áberandi boðskap að flytja (verum góð við maura!).

Myndin gæti léttilega grætt á skemmtilegri raddsetningu, en ég sá lítið varið í nöfnin eða tilþrif þeirra. Bruce Campbell hélt þó smá lífi uppi með skemmtilegum töktum í sínu aukahlutverki, og hef ég sjaldan eitthvað neikvætt um hann að segja. Afgangur myndarinnar er gjörsamlega endurunninn, og það gæti ekki verið meira augljóst hvað myndin sækir mikið í Antz og jafnvel A Bug’s Life, sem nú á dögum eru ekki frá því að teljast sígildar.

Þessi mynd heldur krökkunum eflaust við skjáinn, enda ætti það ekki að vera svo erfitt þegar um litlar 80 mínútur eru að ræða. Við eldri hópurinn – ásamt okkar standard, sem fer augljóslega langt fram úr þeirra sem að börnin setja - eigum hins vegar eftir að ljúka við áhorfið með þá tilfinningu eins og að nákvæmlega ekkert nýtt hafi átt sér stað. Þegar uppi er staðið sé ég ekki fyrir mér að þessi mynd eigi hærri einkunn skilið. Leyfum þó krökkunum að dæma.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn