=Hugsanlegur spoiler, ef þið hafið ekki séð myndina, ekki skoða=
Það er hægt að segja að þessa mynd er allt. Það er mjög góð spenna, hasar, góður húmor og mjög mikil speki. Myndin er eftir bók (sem ég er reyndar ekki búin að lesa) og ég held að hún gekk mjög vel í sölu. Ef ekki þá er fólk eitthvað vangefið. Mér actully brá því að þessa mynd var svo sjitt góð. Ég vissi ekki að Clive Owen gat verið Svona góður leikari. Ég hef ekki séð margar myndir með honum fyrir utan Shoot Em'Up, Sin City (snilld) Gosford Park, mér fannst frekar innlokaður í henni á mínu mati. Svo er það leikstjórinn Alfonso Guaró sem gerði Harry Potter á sínu tíma og var mjög góð, svo gerði hann þessa!
Leikararnir eru mjög skrautlegir og leika allir asnalega vel. Clive Owen sem persónan Theo pössuðu mjög vel saman. Báðir rónalegir, dáldið daufir en samt fyndnir. Svo er það Julianne Moore sem ég fíla ekkert það mikið, það er bara eitthvað svo böggandi við hana (kannski því hún er rauðhærð? nei djók) en hún var þolanleg í þessari en samt endist hún ekkert lengi. Svo var það Chiwetel Ejiofor, mjög lúmskur í þessu hlutverki. Hann gerir sig voðalega saklausan allan tíman og leikur það mjög vel. Michael Cain ávalt klassískur, það er svo gaman að horfa á hann að það er ekki fyndið. Hann líka gerir sig voðalega heimskan og kjánalegan en í samt er hann mjög gáfaður. Pam Ferris er mjög góð leikkona er alls ekki léleg í þessari mynd, hún lætur bara lítið befa af sér, koma svona sirka 2 stór atriði með henni, ég myndi alveg vilja sjá meira af henni en hún var samt alveg nógu lengi.
Það sem heillaði mig mjög mikið við þessa mynd var handrit, útlit og myndatökurnar. Allt sem maður sér í myndinni er skrifað í handritinu og það fer á svið og það er tekið upp (eins og við vitum). En það er bara svo mikið. Það er bara svo mikið og flott að gerast í bakgrunninum og nærum því tekið upp bara í einu skoti, sem er svo sjúklega flott. Handritið gerir rosalegan basic söguþráð af flækju. Alls enginn galli, það bara sýnir það hvað myndin er með mikið ýmindunarafl og með búnka af skemmtilegum hugmyndum.
Það sem gerir myndina mjög sérstaka er að það er mjög mikil speki í henni og margar pælingar. Til dæmis, Risastóra blöðru-svínið á coverinu á plötunni Animals með Pink Floyd var bara fljúgandi í bakgrunninum í einu atriðinu. Ég var pínu hissa að sjá það fljúgandi þarna eins og ekkert sé, og leggur mjög mikið á heilann minn til þess að skilja bara þetta eina atriði. Myndin sagði mér mjög eitt skemmtilegt við mig og það finnst mér frekar djók og það hljómar svona: Sjá hvað heimurinn gæti orðið brjálaður ef ekkert barn er búið að fæðast í 18 ár.
Myndin er rosaleg góð og finnst mér frekar gleymd. Hún var tilnefnd til þriggja óskarsverðlauna og var ekki neitt af þeim. Besta myndatakan, besta klippingin og besta handritið. Ég meina, hún gat allavegana fengið fyrir bestu myndatökurnar (klárlega) því þær voru sjúklega góðar. Geðveikt innihald, æðislegt útlit og rosalega vel leikinn.
HÆL CAINE!
10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei