Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Transformers 2007

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 8. ágúst 2007

Their War. Our World.

144 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
Rotten tomatoes einkunn 85% Audience
The Movies database einkunn 61
/100
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna; fyrir hjóðklippingu, hljóðblöndun og tæknibrellur.

Fyrir löngu síðan, á fjarlægri plánetu, Cybertron, var háð stríð á milli hinna göfugu Autobots ( leiðtogi þeirra var hinn vitri Optimus Prime ) og hinna illu Decepticons ( leiðtogi þeirra var hinn ógnvænlegi Megatron ) um yfirráð yfir Allspark, dularfullum verndargrip sem veitti ótakmarkaða orku til þess sem hafði yfirráð yfir honum. The Autobots tókst... Lesa meira

Fyrir löngu síðan, á fjarlægri plánetu, Cybertron, var háð stríð á milli hinna göfugu Autobots ( leiðtogi þeirra var hinn vitri Optimus Prime ) og hinna illu Decepticons ( leiðtogi þeirra var hinn ógnvænlegi Megatron ) um yfirráð yfir Allspark, dularfullum verndargrip sem veitti ótakmarkaða orku til þess sem hafði yfirráð yfir honum. The Autobots tókst að smygla Allspark af plánetunni, en Megatron fór umsvifalaust í leiðangur til að leita að Allspark. Að lokum þá leiðir leit hans hann til Jarðar ( árið 1850 u.þ.b. ), en hann lendir í köldum sjónum við Suður-pólinn, og kuldinn þar lamar hann og hann getur ekkert gert. Skipstjórinn Archibald Witwycki finnur síðan "líkama" Megatrons, en rétt áður en Megatron dettur í dauðadá, þá notar hann síðustu orkuna sem hann á eftir í að grafa fjársjóðskort í gleraugu skipstjórans, sem sýnir staðsetningu Allspark, auk þess sem honum tekst að senda skilaboð til Cybertron. Megatron er núna fluttur yfir í skip skipstjórans... Víkur nú sögunni að menntaskólanemanum Sam Witwicky í nútímanum, þegar hann kaupir fyrsta bílinn sinn, sem í raun og veru er Autobottinn Bumblebee, sem verndar Sam og kærustu hans, Mikaela Banes, frá götuvígi Decepticona, áður en Autobottarnir koma til jarðar í leit að Allspark. Lætin eru um það bil að byrja, og þegar Decepticonarnir ráðast á herstöð Bandaríkjahers í Quatar hefst stríðið um yfirráðin á Jörðunni. ... minna

Aðalleikarar

Snilldar vélmennamynd
Ein skemmtilegasta mynd ársins 2007 og ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum með hana. Það kom mér á óvart hversu góð myndin var miðað við um hvað hún fjallar enda erfitt að gera bíómynd um vélmenni en það hefur tekist nokkuð vel í þessu tilviki, þrátt fyrir snubbótt handrit. Leikaranir voru góðir á tímabili enginn sérstakur stóð uppúr. Tónlistin var hinsvegar mjög góð í alla staði.

Loka einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Transformers er byggð á þekktri teiknimyndaseríu og eftirminnilegri það og því er það heldur súrt að þessi mynd skuli ekki standast undir væntingum. Það sem er svo hrikalega slæmt við þessa mynd er leikstjórnin hjá Michael Bay plús handritið en þetta tvennt gerir 80% af myndinni að þreytandi klisju. Bay er bara ekki rétti maðurinn til að kvikmynda Transformers. Margt í sögunni verkar hálfgert ripoff og manni stendur nákvæmlega á sama um persónurnar því þær eru svo grunnt skrifaðar og leiðinlegar. Ef ég á að finna eitthvað jákvætt við þessa mynd þá er það aðallega flottar tæknibrellur, nokkrir góðir brandarar og reyndar tekst myndinni að vera pínulítið skemmtileg öðru hvoru en samt nær hún í heild ekki að vera sæmileg. Ein og hálf stjarna eða 5/10 í einkunn segi ég.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Transformers er byggð á teiknimyndum frá níunda áratugnum og er einfaldlega um endilangar ádeilur vélmennana Autbots og Decepticons frá plánetuni Cybertron sem geta breytt sér í bíla og önnur jarðnesk faratæki. Þessi mynd var hreint útsagt geðveik, róbotarnir, tæknibrellurnar, bardagaatriðin allt þettað hefði enginn geta gert betur en sjálfur Steven Spielberg sem var executive producer og það sást greinilega í þessari mynd. Micel Bay hinsvegar gerði myndina légegri en aðrir leikstjórar hefðu geta gert hana og þar af leiðandi tók hann hálfa stjörnuna. Myndavélin sífelt á hreyfingu, leiðinleg Fm tónlist í flottum bardagaatriðum , þessir hlutir ásamt öðrum voru einstaklega pirrandi og ég er ekki í vafa um að Micel Bay stæði á bakvið þá. Söguþráðurinn var hinsvegar ekkert séstakur svosem mættti vera betri og jafnvel vanntaði sum aðalvélmenn eins og Soundwave, Whelljack og fleiri. Maður myndi frekar sjá þessa útaf hasarnum og tæknibtrellunum(maður fékk alveg overdose af kúli) heldur enn söguþræðinum. Ég elska góða ævintýra/vísindaskáldskaps blockbustera og er þessi mynd gott dæmi um einn svoleiðis þannig að allt í allt er þessi mynd frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Væntingar mínar á Transformers voru ekkert rosalega miklar, ég vissi alveg hvað ég var að fara á þegar ég steig inn í bíósalin. Eða svona næstum því, var að vonast til að hún myndi koma mér á óvart, sem hún gerði nú samt ekkert rosalega mikið. Þetta er náturlega mynd eftir patriotinn Michael Bay sem færði okkur Bad Boys, The Rock , Armageddon og pearl harbor meina þarf ég að segja eitthvað meira. Svo ég vissi algjörlega að þetta átti eftir að vera amrísk klisja sem var algjörlega um þá, við getum við við við. En með það hugfast þá reyndi ég að láta allt svoleiðis frammhjá mér fara og hafa gaman að. Sem tókst, skemmtanargildið í myndinni er mjög fínt, fyrri helmingur myndarinnar er stórgóður, svo svo fer myndin að tala helvíti mikið niður í seinni tíð.

Tæknibrellurnar í myndinni eru nátturlega alveg fáránlegar, held ég hef aldrei séð jafn vel gerða mynd á æfi minni, þó kannski að spiderman 3 hafði komist nálægt því.

En þó svo að maður reyndi sitt besta í að láta kjánahrollin ekki koma upp eftir hvert einasta slowmotion atriði og væluatriði í myndinni þá var það samt á tímabili svolítið erfitt. Til dæmis allar þessi slowmotion atriði eða hægu atriði sem mér fannst alveg töff í byrjun myndar en svo þegar hann vinur okkar Michael Bay sem er virkilega frægur fyrir þessi helvítis hægu byssuatriði sem jú geta verið töff ef þau eru ekki notuð í hverju einasta spennu atriði var búinn að nota þetta yfir 30 sinnum var maður orðin meira en pirraður á því.

En fyrir utan allt svona þá var myndin samt ekki al slæm, og jafnvel bara skemmtileg, og fynnst mér þeim hafa jú bara tekist ágætlega að koma með þessa fínu fáránlega dýru hasamynd sem var alveg ótrúlega falleg fyrir augað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er fannta góð og alveg í anda teiknimyndana sem maður sá þegar maður var lítill strákur vaknandi kl.9 á laugardagsmorgnum til að horfa á Transformers enn myndin stóðst langt fram úr mínum væntingum rosalega vel gerð og brandararnir mjög fyndnir Micahal Bay tókst ekki alveg nógu vel með Miami Vice enn með þessa mynd tókst honum alveg og án efa með bestu myndum sem hann hefur gert.Hasarsenurnar er alveg hreint frábærar og maður er spenntur alla myndina að maður vill ekki einu sinni fara á WC
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn