Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Illusionist 2006

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. mars 2007

Nothing is what it seems

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
Rotten tomatoes einkunn 83% Audience
The Movies database einkunn 68
/100

Eisenheim er töframaður í Vín snemma á 19. öldinni, sem verður ástfanginn af konu sem er af hærri stétt og stöðu en hann er. Þegar hún trúlofast krónprinsinum þá notar Eisenham hæfileika sína til að losa hana úr örmum prinsins, og grafa undan konungshættinni í Vín.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Edward Norton er hér í hlutverki sjónhverfingarmannsins Eisenheim í Vínarborg á nítjándu öldinni. Varðstjórinn Uhl(Paul Giamatti) er vantrúaður og lætur vin okkar ekki í friði og ekki batnar ástandið þegar það myndast ástarþríhyrningur hjá Eisenheim, æskuástinni hans(Jessica Biel) og krónprinsins(Rufus Sewell). The Illusionist er alveg prýðileg mynd, sniðug á margan hátt og Edward Norton tekst að skapa skemmtilega stemningu enda er hann mjög góður leikari. Sjónhverfingarnar í þessari mynd eru skemmtilegar þó að fæstar séu frumlegar en það sem háir myndinni soldið er hversu hæg og róleg hún er, hún hefur söguþráð sem hefði sæmt sér vel í frábærri spennumynd en í staðinn silast hún hægfara áfram allan sýningartímann en samt verður hún aldrei beint langdregin. Því er ég á því að The Illusionist hefði getað orðið betri mynd en hún er en hún er samt skemmtileg og býður upp á ýmislegt gott. Tvær og hálf stjarna í minni bók eða 7/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Illusionist er þannig mynd sem gerir allt býsna vel, en er ekki nógu þung né merkileg til þess að teljast neitt uppúrskarandi, fyrir utan mögulega frammistöðu leikaranna sem reyndust mjög merkilegar, Edward Norton og Paul Giamatti sýndu frábæran leik, Rufus Sewell stóð sig vel og jafnvel Jessica Biel líka, sem kom mér töluvert á óvart. Þetta er mjög dæmigerð ástarsaga, sem þýðir mikið af erfiðum fyrir ástina til þess að virka, en hún reynir að sýna eins mikið nýtt og hægt er miðað við takmarkanir sögunnar. Það er hinsvegar vel hægt að njóta sér að fylgjast með töfrabrellunum sem ná að grípa athygli áhorfandans og fá mann til þess að vilja skilja hvernig þau eru gerð. Myndin er full af spurningum en aðeins eru gefin fá svör sem er kostur þar sem fleiri upplýsingar hefðu drepið mysteríu myndarinnar. Í heild sinni þá er The Illusionist vel þess virði að sjá, hún er fallega gerð með mjög sérstakan stíl og heldur athyglinni uppi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.08.2015

Nýtt upphaf hjá ofurhetjum - Frumsýning!

Sena frumsýnir á morgun, miðvikudag, ofurhetjumyndina The Fantastic Four, en um er að ræða "nýtt upphaf eins þekktasta ofurhetjuteymis Marvel", eins og segir í frétt frá Senu. The Fantastic Four er sýnd í Smárabíó...

09.01.2013

Frönsk veisla hefst á föstudag

Hin árlega franska kvikmyndahátíð hefst þann 11. janúar nk. og stendur til 24. janúar. Hátíðin verður haldin í Háskólabíói. Á myndinni eru ýmsar góðar kvikmyndir í boði, þar á meðal myndin Amour, eða Ást,...

07.07.2011

Uncharted fær nýjan leikstjóra

Aðdáendur tölvuleikjaseríunnar Uncharted geta nú andað léttar, en leikstjórinn David O. Russell hefur yfirgefið framleiðslu kvikmyndarinnar. Í lýsingu Russell á myndinni sem hann hugðist gera var ljóst að hann hafði engan áhuga á sögu leikjanna og s...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn