Edward Norton er hér í hlutverki sjónhverfingarmannsins Eisenheim í Vínarborg á nítjándu öldinni. Varðstjórinn Uhl(Paul Giamatti) er vantrúaður og lætur vin okkar ekki í friði og ekki batnar ástandið þegar það myndast ástarþríhyrningur hjá Eisenheim, æskuástinni hans(Jessica Biel) og krónprinsins(Rufus Sewell). The Illusionist er alveg prýðileg mynd, sniðug á margan hátt og Edward Norton tekst að skapa skemmtilega stemningu enda er hann mjög góður leikari. Sjónhverfingarnar í þessari mynd eru skemmtilegar þó að fæstar séu frumlegar en það sem háir myndinni soldið er hversu hæg og róleg hún er, hún hefur söguþráð sem hefði sæmt sér vel í frábærri spennumynd en í staðinn silast hún hægfara áfram allan sýningartímann en samt verður hún aldrei beint langdregin. Því er ég á því að The Illusionist hefði getað orðið betri mynd en hún er en hún er samt skemmtileg og býður upp á ýmislegt gott. Tvær og hálf stjarna í minni bók eða 7/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei