Demolition Man
1993
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
The future isn't big enough for the both of them.
115 MÍNEnska
62% Critics
66% Audience
34
/100 Simon Phoenix var gríðarlega ofbeldisfullur glæpaforingi sem var frystur árið 1996, en er nú affrystur til að koma fyrir skilorðsnefnd á 21. öldinni. Nú eru nýir tímar, og veröldin er laus við glæpi. Phoenix tekur upp fyrri iðju og myrðir hvern þann sem kemur nálægt honum, og enginn getur stöðvað hann. John Spartan, lögreglumaðurinn sem handsamaði Phoenix... Lesa meira
Simon Phoenix var gríðarlega ofbeldisfullur glæpaforingi sem var frystur árið 1996, en er nú affrystur til að koma fyrir skilorðsnefnd á 21. öldinni. Nú eru nýir tímar, og veröldin er laus við glæpi. Phoenix tekur upp fyrri iðju og myrðir hvern þann sem kemur nálægt honum, og enginn getur stöðvað hann. John Spartan, lögreglumaðurinn sem handsamaði Phoenix á sínum tíma, var einnig frystur, en fyrir glæp sem hann framdi ekki. Árið 2032 eru borgirnar Los Angeles, San Diego og Santa Barbara nú orðnar að einni friðsælli borg, sem heitir San Angeles. Lögreglan á engin ráð núna til að stöðva hinn klikkaða Phoenix, og því ákveður hún að affrysta Spartan, til að aðstoða við að ná Phoenix. Núna, eftir 36 ár, þá þarf Spartan að laga sig að framtíðarveröld sem hann þekkir ekkert til í.... minna