Stranger Than Fiction
2006
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 1. janúar 2007
Harold Crick isn't ready to go. Full Stop.
113 MÍNEnska
73% Critics
85% Audience
67
/100 Will Ferrell var tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir leik í aðalhlutverki.
Allir vita að líf manns er saga. En hvað ef saga væri líf manns? Harold Crick er ósköp venjulegur starfsmaður skattsins: hann er fremur þurr, eintóna, leiðinlegur og endurtekur sig í sífellu. En einn daginn breytist þetta allt þegar Harold byrjar að heyra rödd rithöfundar inni í höfðinu á sér sem er að segja sögu lífs hans. Sögumaðurinn er ótrúlega... Lesa meira
Allir vita að líf manns er saga. En hvað ef saga væri líf manns? Harold Crick er ósköp venjulegur starfsmaður skattsins: hann er fremur þurr, eintóna, leiðinlegur og endurtekur sig í sífellu. En einn daginn breytist þetta allt þegar Harold byrjar að heyra rödd rithöfundar inni í höfðinu á sér sem er að segja sögu lífs hans. Sögumaðurinn er ótrúlega nákvæmur, og Harold þekkir röddina sem rödd mikils metins rithöfundar sem hann sá í sjónvarpinu. En þegar sögumaðurinn segir að hann sé að fara að deyja, þá verður Harold að finna sögumanninn, og að lokum sjálfan sig, til að sannfæra hana um að breyta endinum í sögunni áður en það er um seinan.... minna