Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Stranger Than Fiction 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. janúar 2007

Harold Crick isn't ready to go. Full Stop.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Will Ferrell var tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir leik í aðalhlutverki.

Allir vita að líf manns er saga. En hvað ef saga væri líf manns? Harold Crick er ósköp venjulegur starfsmaður skattsins: hann er fremur þurr, eintóna, leiðinlegur og endurtekur sig í sífellu. En einn daginn breytist þetta allt þegar Harold byrjar að heyra rödd rithöfundar inni í höfðinu á sér sem er að segja sögu lífs hans. Sögumaðurinn er ótrúlega... Lesa meira

Allir vita að líf manns er saga. En hvað ef saga væri líf manns? Harold Crick er ósköp venjulegur starfsmaður skattsins: hann er fremur þurr, eintóna, leiðinlegur og endurtekur sig í sífellu. En einn daginn breytist þetta allt þegar Harold byrjar að heyra rödd rithöfundar inni í höfðinu á sér sem er að segja sögu lífs hans. Sögumaðurinn er ótrúlega nákvæmur, og Harold þekkir röddina sem rödd mikils metins rithöfundar sem hann sá í sjónvarpinu. En þegar sögumaðurinn segir að hann sé að fara að deyja, þá verður Harold að finna sögumanninn, og að lokum sjálfan sig, til að sannfæra hana um að breyta endinum í sögunni áður en það er um seinan.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Einstök og ómótstæðileg steypa
Ég er hissa yfir því að Charlie Kaufman skuli ekki hafa skrifað þessa mynd! Stranger than Fiction er án efa frumlegasta, best skrifaða og fallegasta gamanmyndin sem kom út á síðasta ári og í rauninni bara undanfarin ár. Myndin er sömuleiðis fyndin en hallar ekki þyngd sinni á húmorinn. Handritið er algjörlega í aðalhlutverki hérna. Það er hreint út sagt brilliant; alveg yndislega súrt, gáfað og troðið ýmsum skilaboðum en treður þeim aldrei ofan í hálsinn á þér. Sagan meikar að vísu ekkert sens en manni er einhvern veginn alveg sama því hún er einstök, útpæld á sinn hátt og missir aldrei dampinn. Leikararnir eru síðan í sterku öðru sæti og gera þessa ljúffengu steypu trúverðuga. Þeir eru allir frábærir.

Will Ferrell á hér fyrsta alvöru leiksigur ferils síns. Hann er ekki með kjánalæti og asnaskap heldur heldur leikur hann hér voða lágstemmdan einstakling sem áhorfandinn getur ekki annað en líkað vel við, og þróun hans í gegnum söguna gerir hann ennþá meira elskulegri. Maggie Gyllenhaal, Dustin Hoffman og Emma Thompson eru líka öll yndisleg. Sú eina sem fær ekkert að gera af neinu viti er Queen Latifah en þrátt fyrir það finnst manni ekkert leiðinlegt að hafa hana þarna í bakgrunninum. Hún virðist redda sér.

Það sem myndin gerir samt með slíkum prýðindum er hvernig hún nær að finna línuna á milli gríns og alvarleika, enda er það nokkurn veginn tilgangur hennar, eða a.m.k. einn þeirra. Samt sem áður, maður hlær stundum yfir öllu ruglinu, en þegar lengra líður á tekst myndinni einhvern veginn að vera meistaralega hugljúf, meira svo en ég þorði að búast við, og væmnin er heldur betur í lágmarki. Hún er líka huggulega ófyrirsjáanleg og passar að klisjur séu ekki í augsýn.

Stranger than Fiction er mynd sem þú annaðhvort átt eftir að elska eða hreinlega ekkert botna í. Fyrir mitt leyti kom hún mér ekki bara þrælskemmtilega á óvart heldur myndi ég alveg flokka hana sem eina af minnisstæðustu myndum sem ég hef séð síðustu misseri, og umhugsunarlaust það besta sem Ferrell hefur komið nálægt.

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svolítið sérkennileg saga. Aðalsöguhetjan er maður sem lifir eins leiðinlegu lífi og hægt er að hugsa sér. Vinnur hjá skattinum við að yfirfara tölur, sannreyna tölur, á aðeins einn vin á vinnustaðnum en engann fyrir utan, lifir einsamall og hefur ekkert ástarlíf, o.s.frv. Síðan fer hann að heyra rödd sem aðeins hann einn heyrir, sem lýsir hans daglega lífi. Þetta setur rót á hann og hann fer að leita þessa rödd uppi. Tja, hvernig fer maður að því að leita að uppruna raddar, sem aðeins maður sjálfur heyrir en samt veit að er ekki ímyndun? Svona 'frekar' skondin atburðarrás fer af stað. Þessi mynd forðast þó samt hina hefðbundnu klisju gamanmynda að verða of yfirgengileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er algjör gullmoli á ferðinni, þó svo að það sé alls ekki það skrítið því að á bak við myndina er enginn annar en Marc Forster sem færði okkur til dæmis Finding Neverland.

Og svo er hópur leikara sem gerir þessa mynd af þeirri sem hún er, ein af bestu myndum ársins 2006, svo einfald er það.

Justin Hoffman, Maggie Gyllenhall, Emma Thompson og Queen Latifah standa sig öll alveg frábærlega, en sá sem á sjálfsögðu mest hrós skilið er Will Farrel sem sínir að hann getur svo mikið meira en að leika bara í gamanmyndum, hann er algjörlega frábær leikari sem á svo sannarlega skilið óskarsverlaun fyrir frammistöðu sína í þessari mynd.

Þessi mynd er alveg ótrúlega frumleg, skemmtileg, fyndin, mannleg og bara alveg ótrúlega góð í alla staði. Held ég geng bara svo langt að segja að þetta sé bara ein af mínum upphalds myndum, punktur.


Myndin er í stuttumáli um mann að nafni Harold Crick sem vinnur hjá IRS, er rosalega skipulagður og hugsar allt í tölum. En það sem hann veit ekki er að hann er aðalpersóna í sögu, sögu sem rithöfndur að nafni Karen Effiel er að skrifa og það fyndna er að rithöfundurinn sjálfur veit það ekki heldur.


Ég mæli með því að allir sem hafa eitthvað vit á kvikmyndum og vilja sjá eitthvað nýtt og ferskt fari á þessa mynd. Það er algjör skilda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er Þjóðverjinn Marc Forster sem leikstýrir þessari óvenjulegu en jafnframt afbragsgóðu kvikmynd. Í stuttu máli segir myndin frá Harold Crick (Will Ferrell) en hann starfar hjá bandaríska skattinum. Crick þessi er einstæður og lifir hann mjög reglubundnu lífi og er lífstíll hans mjög staðlaður. Dag einn fer hann að heyra í kvenmannsrödd sem virðist vera að segja frá öllu sem hann gerir. Með aðstoð bókmenntafræðingsins Dr. Jules Hilbert (Dustin Hoffman) kemst hann að því að röddin sem hann heyrir er rödd rithöfundarins Kay Effel (Emma Thompson) sem þjáðst hefur af ritstíflu í 10 ár. Nú er svo komið að Kay er að reyna að klára skáldsögu sína og er saga hennar um líf Harold Crick. Allt sem Crick gerir stjórnast af framvindu skáldsögu Effel, en það er einn hængur á og það er að Harold Crick á að deyja í lok sögunnar til að sagan gangi upp. Það er skemst frá því að segja að myndin er EKKI þessi dæmigerða Will Ferrell mynd, þar sem allt snýst um húmorinn. Reyndar fékk ég algjörlega nýja sýn á Ferrell sem leikara, og sýnir það hversu fjölhæfur hann er. Myndin er á köflum mjög fyndin og á fína spretti, leikhópurinn er einnig mjög fjölbreyttur og skemmtilegur. Stranger than Fiction er ekki þessi mainstream mynd, hún er óvenjuleg en jafnframt afbrags skemmtun og kemur á óvart.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.07.2013

Frumsýning: World War Z

Sambíóin frumsýna kvikmyndina World War Z, með Brad Pitt í aðalhlutverki, á miðvikudaginn næsta þann 10. júlí í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Laugarásbíói, Ís...

07.12.2012

Skrifar handrit að endurgerð Jumanji

Zack Helm hefur verið fenginn til að skrifa handritið að endurgerð ævintýramyndarinnar Jumanji. Helm skrifaði handritið að Stranger Than Fiction og var fenginn til að endurskrifa handritið að The Secret Life of Wal...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn