Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Dreamgirls 2006

Frumsýnd: 2. febrúar 2007

All you have to do is dream.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 76
/100
Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna. Jennifer Hudson vann Óskar fyrir leik í aukahlutverki, myndin fékk Óskar fyrir hljóðblöndun.

Myndin er byggð á Broadway söngleik um sönghópinn The Dreamettes sem lögðu undir sig vinsældalistana á 5 áratugnum. Myndin gerist í Detroit. Curtis Taylor, Jr., bílasölumaður, haslar sér völl í tónlistarbransanum og hefur stóra drauma. Hann ræður til sín sönghóp með þremur söngkonum, The Dreamettes, og útvegar þeim starf sem bakraddir fyrir James "Thunder"... Lesa meira

Myndin er byggð á Broadway söngleik um sönghópinn The Dreamettes sem lögðu undir sig vinsældalistana á 5 áratugnum. Myndin gerist í Detroit. Curtis Taylor, Jr., bílasölumaður, haslar sér völl í tónlistarbransanum og hefur stóra drauma. Hann ræður til sín sönghóp með þremur söngkonum, The Dreamettes, og útvegar þeim starf sem bakraddir fyrir James "Thunder" Early, stofnar eigin hljómplötuútgáfu, og byrjar að búa til samninga. Þegar ferill Early fer að dala, þá fá the Dreamettes tækifærið tli að verða aðalnúmerið, með nýrri aðalsöngkonu, Deena Jones. Stuttu síðar þá er Effie White rekin úr hópnum, og Deena og hinar fara beint á toppinn. Hve lengi nær Curtis að halda þeim á toppnum, og mun Effie ná sér á strik á ný?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Chicago-Lite
Góð tónlist, góðir leikarar, flott útlit og bara frábær umgjörð yfir höfuð. En handritið og bara almenn framvinda myndarinnar er engan veginn á sama plani.

Það er kannski gott að taka það fram strax að Dreamgirls muni alls ekki höfða til þín nema þú hafir áhuga á þessum tónlistargeira, og hafir bara almennt þol fyrir söngleikjum einnig. Ég hef ákveðinn skammt af hvoru tveggja, en góð lög og stanslaus glamúr breytir því ekki að ég geri vissar kröfur til alls þess sem að kemur á milli.

Þessi mynd er einmitt hálfgert samansafn af svo mörgum stórglæsilegum senum (söngatriðið með laginu Steppin' to the Bad Side var þ.á.m. algjör snilld) sem því miður hafa náð að tvinnast við nokkrar arfaslakar og sumar óbærilegar.

Það koma fyrir augnablik þar sem að persónurnar brjótast skyndilega út í söng út af nánast engri ástæðu. Það bara passar ekki. Leikurinn má eiga það að vera fjandi góðar. Beyoncé Knowles er þarna ein sem kom mér hvað mest á óvart og sannaði sig með alvöru útgeislun og sjarma. Jennifer Hudson fær sama hrós, ef ekki betra, og síðan eru Jamie Foxx og Eddie Murphy ansi flottir þarna við hlið þeirra. Murphy stelur oft senunni í myndinni, og í raun má segja að þetta sé einn besti leikur hans frá upphafi. Hann gerir samt sem áður lítið en að leika sjálfan sig, eða jafnvel þá týpu sem að hafa einkennt grínmyndirnar hans. Munurinn er samt sem áður sá að allt öðruvísi metnaður er á bakvið þessa mynd og af einhverjum ástæðum virka þessir stælar í honum hér miklu betur.

Eins og áður tók fram, þá er tónlistin nokkuð góð. Það koma fyrir frábær lög, en rétt eins og það koma fyrir nokkur hallærisleg og væmin jafnvel. Dreamgirls þjáist líka fyrir að vera einum of löng, og ég hefði kannski endað með því að hækka hana upp í sjöuna hefði hún verið skorin niður um svona 10-15 mínútur. Heildin er eins og hún er, og eins og ég lít á þessa mynd er hún mjög fín og klárlega þess virði að sjá, ef ekki þá bara útaf öllu hype-inu í kringum hana. Óskarsumtal er kannski einum of samt.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Dreamgirls er byggt á Broadway Söngleik, um þrjár svartar kvenkyns söngkonur Deeana Jones(Beyoncé Knowles), Eiffie White(Jennifer Hudson) og Lorrell Robinsson(Anika Noni Rose) sem eiga þann draum að meika það. Þær hitta á umboðsmann Curtis Taylor(Jamie Foxx)sem lofar þeim frægð og frama. Svo Í baráttunni við það að meika það þurfa þær að fórna ýmsu á leiðinni.

Dreamgirls er leikstýrð af Bill Condo(sem leikstýðri einnig Chicago) en að mínu mati tókst honum mnokkuð vel til. Sérstaklega hversu mikið hann náði að fá útúr leikurunum. Leikurinn í myndinni var mjög góður og ef einhver hefði sagt við mig fyrir 5 mánuðum að það væri mynd á leiðinni sem jennifer Hudson og eddie murphy léku í og að í þeirri mynd ættu þau stórleik, ég hefði ekki trúað því. En viti menn þau voru ótrúleg enda bæði tilnefnd til óskarsverðlauna. Skemmtilegt líka að fá að sjá Eddie í einhverju öðru en hann er vanur.


Hins vegar fannst mér myndin alls ekkert svo góð, hún var mjög langdregin á köflum og sum söngatriðin voru ekki bara pirrandi heldur óþolandi. Söguþráðurinn var svo sem ágætur en ekkert til að hrópa húrra fyrir og í raun held ég að verkið Dreamgirls eigi frekar heima í leikhúsi frekar en í kvikmyndahúsum.

Tónlistinn í myndinni var mjög skemmtileg og vel unnin þó að stundum gat hún verið mjög yfirþyrmandi en þá er helst eitt atriðið sem ætlaði aldrei að hætta.


Ég vil nefna að ein af mínum uppáhaldsmyndum er Moulin Rouge en það var söngleikur sem mér þótti virkilega góður þannig það er alls ekki það að mér leiðis söngleikir yfir höfuð. Það er samt eitthvað asnalegt við það að sjá tvær manneskjur standa í herbergi og spjalla saman og svo byrjar allt í einu önnur að syngja. En það böggaði mig þó nokkuð í þessari mynd, meira í RENT en ekkert í Moulin Rouge.


Í heild var þetta ágætis afþreying með góðum leikurum og fínni músik en ekkert meira en það.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn