Já, þá hlaut að koma að því. Eftir margra ára bið, er myndin um Simpson fjölskylduna loksins kominn. Þessi vinsælasta teiknimyndafjölskylda allra tíma er búinn að gleðja margann manninn í heil 16 ár, og því tímabært að fá þessa stórkostlega fjölskyldu upp á skjáinn. Þessi mynd stenst allar þær kröfur um alveg frábæra skemmtun. Frábærlega teiknuð, talsetningin hjá aðalleikurum þáttanna alveg mögnuð og hún er viðbjóðslega fyndin allan tímann. Allir helstu writers Simpson þáttanna eru við gerð þessarar myndar, og skila þeir mjög góðu handriti. Svo er fullt af frægum einstaklingum sem koma við sögu sem guest voices. Þ.á.m. Albert Brooks, Joe Mantegna, Marcia Wallace, Green Day(í óborganlega fyndnu atriði), Philip Rosenthal og svo síðast en ekki síst Tom Hanks, sem á geggjaða lokalínu. Þannig að ef þið eruð í leit að hinni fullkomnu skemmtun, þá er Simpsons myndin málið. Ég ábyrgist að þið hlæjið mikið, annars er eitthvað að. 4 stjörnur hér á bæ.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei