Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Abyss 1989

A place on earth more awesome than anywhere in space.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 62
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur. Tilnefnd til þriggja annarra Óskarsverðlauna; fyrir listræna stjórnun, kvikmyndatöku og hljóð.

Bandarískur kjarnorkukafbátur hittir fyrir geimverur sem valda ofboðslegum rafmagns- og vökvakerfis truflunum í kafbátnum, sem verður þess valdandi að hann klessir á klett og sekkur niður á hafsbotn. Sjóherinn biður starfsmenn nærstadds olíuborpalls að vinna með sérsveitarmönnum að því að finna kafbátinn og rannsaka ástæður slyssins. Eftir því sem... Lesa meira

Bandarískur kjarnorkukafbátur hittir fyrir geimverur sem valda ofboðslegum rafmagns- og vökvakerfis truflunum í kafbátnum, sem verður þess valdandi að hann klessir á klett og sekkur niður á hafsbotn. Sjóherinn biður starfsmenn nærstadds olíuborpalls að vinna með sérsveitarmönnum að því að finna kafbátinn og rannsaka ástæður slyssins. Eftir því sem björgunarsveitin nálgast kafbátinn lenda þeir í fjölmörgum vandræðum og uppgötva að þeir eru líklega ekki einir. Það er eitthvað annað og óþekkt á sveimi. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Frábær ævintýramynd sem eldist vel
Þetta er mynd sem ég get horft á aftur og aftur því hún er einstaklega vel heppnuð á allan hátt. Hún er í senn fyndin, heillandi, spennandi, epísk og óhugnanleg á köflum.
Í stuttu máli fjallar hún um áhöfn neðansjávar-olíuborpalls sem fengin er til að komast að því hvað kom fyrir kjarnorkukafbát hersins, sem skyndilega sökk og allt samband við hann rofnaði. Þeim til aðstoðar eru sendir sérfræðingar frá hernum sem eiga að hafa umsjón með leiðangrinum og þá sérstaklega gæta að farmi hins sokkna kafbáts. Fljótlega eftir að á staðinn er komið verður mikill stormur til þess að öll tengsl við yfirborðið rofna og áhöfnin á hafsbotni verður að spjara sig ein við erfiðar aðstæður, ekki síst þegar í ljós kemur að eitthvað mun dularfyllra á sér stað þarna niðri en nokkur hafði ímyndað sér.
Ed Harris er dúndurgóður og Mary Elizabeth Mastrantonio líka, sem fyrrum kona hans. Samspilið milli þeirra er gott og býður upp á mörg fyndin atriði sem og spennuþrungið drama. Michael Biehn er ógnandi sem taugaveiklaður hermaður og aðrar persónur fá kannski ekki mikla dýpt en eru samt áhugaverðar og skemmtilegar. Myndataka og tæknibrellur eru magnaðar enn þann dag í dag, þrátt fyrir að myndin sé gerð fyrir 23 árum síðan (auðvitað virka sum atriði nokkuð gervileg en ekkert sem truflar mann). Hljóð og tónlist eru sömuleiðis óaðfinnanleg. Boðskapurinn í lokin er ekki laus við klisjur en skemmir ekkert fyrir því myndin er bara yfir það heila svo virkilega góð. Gef henni fullt hús stiga :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er sannkallað meistaraverk eftir James Cameron, þessi mynd var veisla fyrir augað allveg frábærar tæknibrellur, framúrskarandi leikur og brilliant saga. Ég mæli tvímannalaust með þessari mynd sérstaklega special edition sem er 28 mín lengri enn upprunalega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Abyss er án efa besta neðansjávar mynd sem gerð hefur verið. Hún er algjör fullkomnun kvikmyndalega séð og inniheldur hvert frábært atriði á eftir öðru. Það skal tekið fram að ég er að tala um special edition útgáfuna af myndinni sem er um 28 mínútum lengri en "original" bíó-útgáfan, en í þá útgáfu vantaði m.a. ómikilvæga hluti eins og söguþráð og persónusköpun. Þrátt fyrir gífurlega lengd (um 170 mín) finnst manni Abyss líða hjá, en það er James Cameron að þakka, en snilldarleg leikstjórn hans gerir þessa mynd að því sem hún er í dag: Klassík. Brellurnar, sem á þessum tíma voru algjört tímamótaafrek, eru einnig yndislegar og eldast furðulega vel. Næstbesta mynd Camerons, Aliens er náttúrulega best, og mun betri en "hin" sjómyndin; Titanic.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

[Þessi umfjöllun á við um Director's Cut af myndinni, sem ég mæli sterklega með frekar en hinni.] Þegar bandarískur hernaðarkafbátur ferst í djúpum Kyrrahafsins er hópur kafara sem vinnur við olíuboranir á hafsbotni kallaður til hjálpar til þess að ganga úr skugga um að lifandi manneskjur sitji ekki fastar í honum. Leiðtogi hópsins, Bud (Ed Harris), felst á þetta þar sem hans menn eru ekkert á móti aukapeningum en hlutirnir fara versnandi þegar niður til þeirra er sendur hópur stálharðra hermanna og fyrrverandi eiginkona Buds fylgir pakkanum, en látum nægja að segja að á milli þeirra sé margt óuppgert. Í leiðangrinum rekast þau á óþekkt fyrirbæri sem allir eru ekki sammála um hvað sé. Í kjölfar þess skapast hreint ótrúlega spennuþrungnar aðstæður í þessu vægast sagt óvinsamlega umhverfi sem erfitt er að lýsa í fáum orðum. Uppbygging sögunnar er hreint frábær og það eru mikil átök og spenna á öllum stöðum (í hugum persónanna, samskiptum þeirra, nánasta umhverfi og umheimi). Það er varla stökustu klisju að finna og þegar endirinn nálgast og maður heldur að myndin geti ekki mögulega orðið betri kemur hún manni á óvart með einum innihaldsríkasta endi sem ég man eftir að hafa séð í sci-fi mynd. Sagan ber öflug skilaboð og það gengur enginn burtu verri maður eftir að hafa setið yfir þessari mynd. Að mínu mati er þetta það besta sem James Cameron hefur sent frá sér, en hann skrifaði bæði myndina og leikstýrði. Hann slær ekki feilnótu alla þá þrjá tíma sem myndin gengur. Þetta er ein af þessum myndum sem þú verður að hafa séð til að geta kalla þig kvikmyndaáhugamann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn