Ég skellti mér á spes forsýningu hjá topp5.is á myndina Hot Fuzz, og verð ég að segja að þetta er með betri myndum sem ég hef séð í ár. Sagan: Nicholas Angel er einn sá besti í sínu starfi. Hann er svo góð lögga, að hann lætur alla aðra í lögreglusveitinni líta út eins og aumingja. Þannig að yfirlögreglustjórinn ákveður, ásamt starfsfélögum hans, að senda hann í burtu í lítinn smábæ sem kallast Sandford. Sandford er eins rólegur og lítill smábær getur orðið. Allir þekkja hvorn annan, og allt sem kallast morð og brot á lögum er ekki að sjá á þessum stað. Eða hvað? Fyrir þá sem ekki vita, þá er þessi mynd eftir þá félaga Simon Pegg og Edgar Wright, sem gerðu hina óborganlega góðu Shaun of the Dead. Hot Fuzz er alveg mögnuð mynd. Það sem gerir myndina svo magnaða er fjölbreytnin í sögunni. Myndin byrjar sem hálfgerð gamanmynd en með tímanum fer hún frá því að vera gamanmynd að hálfgerðri mysteríu, og frá mysteríu í algjöra action bombu. Simon Pegg er alveg magnaður í hlutverki Angels, og er svo svalur að hálfa væri nóg. Svo er Nick Frost ofboðslega fyndinn sem hinn lati lögreglumaður Danny Butterman, sem dreymir um að lenda í skotbardögum og bílaeltingjaleikjum í smábænum Sandford. Svo eru frábærir leikarar í hverju aukahlutverki. Allt frá Jim Broadbendt sem faðir Dannys, Bill Nighy sem yfirlögreglustjórinn og Timothy Dalton sem kemur verulega á óvart. Klippingin í myndinni er líka vert að minnast á, og þjónar hún sínum tilgangi mjög vel. Verulega flottar svona Quick Cuts, eins og ég kalla það. Húmorinn í myndinni er alveg óborganlegar, og alveg ótrúlegt hvað maður gat hlegið mikið yfir sumum atriðum. Og handrit þeirra Wright og Pegg er alveg sjúklega flott. Svo eru sum atriðin verulega gróf hvað varðar ofbeldið. Svo fannst mér plottið í sögunni einnig koma verulega á óvart. Þetta er kannski ekki einhvert meistaraverk eins og Pan's Labyrinth. En ástæðan af hverju ég gef henni fullt hús er að hún náði að uppfylla allt sem ég bað um: verulegan hraða, mikið ofbeldi, kick-ass skotbardaga, fyndinn húmor og alveg frábæra sögu. Ef þetta er það sem þú fílar að sjá í bíómynd, þá ætti Hot Fuzz að höfða mjög vel til þín. Þannig ég segi bara í lokin: Kick back, relax and enjoy the ride!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei