Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Hot Fuzz 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. mars 2007

They're bad boys. They're die hards. They're lethal weapons. They are...

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 81
/100

Nick Angel (Simon Pegg) er ekta "ofurlögga." Hann er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að lítið fer fyrir honum. Nick kann engan veginn vel við sig þar sem hann er, en hann kemst brátt að því að eitthvað bogið er við þorpið og glæpatíðnina þar. Hefst þar með nær stanslaus... Lesa meira

Nick Angel (Simon Pegg) er ekta "ofurlögga." Hann er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að lítið fer fyrir honum. Nick kann engan veginn vel við sig þar sem hann er, en hann kemst brátt að því að eitthvað bogið er við þorpið og glæpatíðnina þar. Hefst þar með nær stanslaus eltingaleikur og hasar.... minna

Aðalleikarar


Það þarf varla að kynna snillingana á bakvið þessa mynd: Edgar Wright, Simon Pegg og Nick Frost. Eftir Shaun of the Dead (grínmynd um uppvakninga) ákváðu þeir að er gera grínmynd um löggur, eða í raun grímynd um löggumyndir. Þessi mynd er mjög fyndin og maður á eftir að sjá hana oft í framtíðinni. Í aukahlutverkumer allt morandi í breskum stjörnum t.d. Timothy Dalton, Bill Nighy, Martin Freeman og Paddy Considine. Endirinn er ferskur og frumlegur. Eðal mynd. Ef þið hafið ekki séð hana, bætið úr því sem fyrst!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hröð, flott og sjúklega fyndin
Það er gaman að geta hlegið að vitleysum, en það er ennþá betra þegar að aðstandendum (sem í þessu tilfelli eru snillingarnir á bakvið Spaced-þættina ásamt Shaun of the Dead) tekst að mjólka út vitleysu sem virkilega hefur gáfað handrit í þokkabót og meistaralega vel keyrða sögu sem vitnar í amerísku hasarklisjurnar afturábak og áfram.

Hot Fuzz er hin fullkomna uppskrift að góðri skemmtun, þ.e.a.s fyrir þá sem að kunna að meta húmor af þessari gerð. Myndin er ekki bara fyndin nánast mestallan tímann (frábær ''running gags'' alls staðar!), heldur óvenju vel gerð að flestu leyti.

Allt frá klippingu til myndatöku er myndin mjög faglega unnin, og græðir hún aðeins meira á því. Handritið ræður hins vegar ríkjum hér, og fasta tvennan sem að samanstendur af Simon Pegg og Nick Frost skilar sínu með pomp og prakt. Gaurarnir eru óborganlegir, og njóta sín mikið á skjánum saman.

Ef einhvern galla skal telja upp, þá myndi ég helst segja að myndin keyrir lengd sína einum of langt, enda rennur myndin hátt í tvo klukkutíma, sem að þykir heldur óvenjulegt fyrir grínmynd. Hún þreytist hins vegar aldrei nema rétt aðeins fyrir miðju, og bætir upp helstu veiku senur sínar með einhverjum glæsilegasta lokahálftíma sem sést hefur lengi á tjaldinu, hvað þá í gamanmynd!

Það má vera að Hot Fuzz sé ekki fyrir alla, en húmorinn hitti vel til mín og var ég á endanum meira en nett sáttur. Betri en Shaun of the Dead, segi ég, en kannski er ég í minnihluta þar.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skellti mér á spes forsýningu hjá topp5.is á myndina Hot Fuzz, og verð ég að segja að þetta er með betri myndum sem ég hef séð í ár. Sagan: Nicholas Angel er einn sá besti í sínu starfi. Hann er svo góð lögga, að hann lætur alla aðra í lögreglusveitinni líta út eins og aumingja. Þannig að yfirlögreglustjórinn ákveður, ásamt starfsfélögum hans, að senda hann í burtu í lítinn smábæ sem kallast Sandford. Sandford er eins rólegur og lítill smábær getur orðið. Allir þekkja hvorn annan, og allt sem kallast morð og brot á lögum er ekki að sjá á þessum stað. Eða hvað? Fyrir þá sem ekki vita, þá er þessi mynd eftir þá félaga Simon Pegg og Edgar Wright, sem gerðu hina óborganlega góðu Shaun of the Dead. Hot Fuzz er alveg mögnuð mynd. Það sem gerir myndina svo magnaða er fjölbreytnin í sögunni. Myndin byrjar sem hálfgerð gamanmynd en með tímanum fer hún frá því að vera gamanmynd að hálfgerðri mysteríu, og frá mysteríu í algjöra action bombu. Simon Pegg er alveg magnaður í hlutverki Angels, og er svo svalur að hálfa væri nóg. Svo er Nick Frost ofboðslega fyndinn sem hinn lati lögreglumaður Danny Butterman, sem dreymir um að lenda í skotbardögum og bílaeltingjaleikjum í smábænum Sandford. Svo eru frábærir leikarar í hverju aukahlutverki. Allt frá Jim Broadbendt sem faðir Dannys, Bill Nighy sem yfirlögreglustjórinn og Timothy Dalton sem kemur verulega á óvart. Klippingin í myndinni er líka vert að minnast á, og þjónar hún sínum tilgangi mjög vel. Verulega flottar svona Quick Cuts, eins og ég kalla það. Húmorinn í myndinni er alveg óborganlegar, og alveg ótrúlegt hvað maður gat hlegið mikið yfir sumum atriðum. Og handrit þeirra Wright og Pegg er alveg sjúklega flott. Svo eru sum atriðin verulega gróf hvað varðar ofbeldið. Svo fannst mér plottið í sögunni einnig koma verulega á óvart. Þetta er kannski ekki einhvert meistaraverk eins og Pan's Labyrinth. En ástæðan af hverju ég gef henni fullt hús er að hún náði að uppfylla allt sem ég bað um: verulegan hraða, mikið ofbeldi, kick-ass skotbardaga, fyndinn húmor og alveg frábæra sögu. Ef þetta er það sem þú fílar að sjá í bíómynd, þá ætti Hot Fuzz að höfða mjög vel til þín. Þannig ég segi bara í lokin: Kick back, relax and enjoy the ride!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hérna er komin ný mynd með sömu aðalleikurum og voru í Shaun of the Dead og miðað við það hvernig mér fannst sú mynd vera þá hafði ég miklar væntingar þegar ég fór að sjá þessa og varð ég svo sannarlega alls ekki fyrir vonbrigðum. Hér er á ferðinni hasar/gamanmynd og sem fjallar um hina fullkomnu löggu í London sem er færð til í starfi af öfundsjúkum vinnufélögum sínum. Er hann sendur í lítið rólegt þorp úti á landi en ekki er allt sem sýnist.

Þessi mynd byrjar reyndar svoldið rólega en lætin stigmagnast alltaf þegar á líður. Simon Pegg og Nick Frost sem leika aðalhlutverkin hér sýna snilldartakta eins og svo oft áður og er þessi mynd gott dæmi um það hversu góður breskur húmor er samanborið við t.d. amerískan.

Ég verð að segja að ég hef ekki hlegið jafn mikið í bíó annsi lengi, allavega ekki síðan ég sá Borat á sínum tíma. Mæli hiklaust með þessari mynd fyrir unnendur góðs húmors en verð þó að segja að hún er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.10.2021

Tvær nýjar í bíó fara aftur í tímann

Tvær hörkuspennandi og áhugaverðar myndir koma nýjar í bíó nú í vikunni, en svo skemmtilega vill til að titlar myndanna tveggja eru keimlíkir. Í þeim er vísað til einhvers sem er að fara að gerast í síðasta ski...

20.05.2020

Nýjustu mynd Edgar Wright slegið á frest

Edgar Wright, leikstjóri og handritshöfundur Shaun of the Dead, Hot Fuzz, Baby Driver og fleiri mynda, neyðist til að fresta nýjasta verki sínu, Last Night in Soho. Greint var fyrst frá þessu í Variety en þar segir a...

28.03.2020

100 frábærar gamanmyndir fyrir erfiðu tímana - Hversu margar hefur þú séð?

Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Edgar Wright (Shaun of the Dead, Hot Fuzz o.fl.) vonast til að geta veitt fólki einlæga aðstoð á þessum erfiðu tímum og mæla með bíómyndum sem vonandi ná að gleðja, hvort sem það...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn