Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Disturbia 2007

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. ágúst 2007

Every killer lives next door to someone

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
Rotten tomatoes einkunn 77% Audience
The Movies database einkunn 62
/100

Eftir að faðir hans deyr í bílslysi, þá fer allt úr skorðum hjá Kale Brecht, og hann þarf að sæta því að fara í stofufangelsi fyrir að lemja spænskukennara sinn. Þar sem hann hefur nú ekkert betra að gera, þá byrjar hann að njósna um nágranna sína. Kvöld eitt, þá verður hann vitni að einhverju sem lítur út eins og morð í húsi Hr. Turner. Kale... Lesa meira

Eftir að faðir hans deyr í bílslysi, þá fer allt úr skorðum hjá Kale Brecht, og hann þarf að sæta því að fara í stofufangelsi fyrir að lemja spænskukennara sinn. Þar sem hann hefur nú ekkert betra að gera, þá byrjar hann að njósna um nágranna sína. Kvöld eitt, þá verður hann vitni að einhverju sem lítur út eins og morð í húsi Hr. Turner. Kale verður heltekinn af því að komast að hinu sanna í málinu, og eftir hafa nokkrum sinnum rekst á Turner, þá verður þetta spurning um líf eða dauða. Og spurningin er nú: Hver er að fylgjast með hverjum?... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (5)


Þetta er nútíma útgáfa af meistaraverki Alfred Hitchcock, Rear Window frá 1954. Strákur lendir í vandræðum og er dæmdur í stofufangelsi. Hann fer að njósna um nágrannana og sér ýmislegt áhugavert. David Morse og Shia LaBeouf eru báðir góðir í sínum hlutverkum, Aaron Yoo var frábær sem vinur LaBeouf og sidekick. Það versta við þessa mynd er að hún er alltof fyrirsjáanleg. Áður en myndin byrjar getur maður giskað í grófum dráttum á hvað muni gerast og það reynist rétt í 90% tilvika. Myndin er vel gerð, fín afþreying og allt það en skilur ekki mikið eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Disturbia er hálfgerð endurgerð af Rear Window eftir Hitchcock sem að sjálfsögðu er algjört meistara stikki.


Þessi mynd er heldur ekki alslæm heldur, myndin er svona sett í nútíma form, um ungan strák sem er settur í stofufangelsi og hefur mikið við tíman sinn að gera, eins og t.d. að gægjast inn um glugga nágranna í hverfinu.

Myndin er bæði fyndin og spennandi og heldur sér nokkuð vegin við efnið allan tíman. Leikarar myndarinnar standa sig með stakri príði og er þetta bara mjög góð afþreigingar mynd og mæli ég bara með að fólk horfi á hana. Ekta popp og kók mynd..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hitchcock Jr.
Disturbia er nett skemmtileg klisjumynd. Það verður seint hægt að segja að þessi mynd fari einhverjar nýjar slóðir (ég ætla rétt að vona að fólk sé ekki að gleyma Rear Window), en hún vinnur samt sem áður vel með þennan efnivið og liggur helsti styrkleikur myndarinnar í góðri uppbyggingu, spennu og frammistöðum leikaranna.

Upplifun þessarar myndar ristir ekki djúpt og skilur hún ekki mikið eftir sig á endanum, en meðan að henni stendur er áhorfandinn með athyglina á réttum stað. Einnig koma fyrir alveg merkilega taugatrekkjandi atriði, þrátt fyrir afar fyrirsjáanlega atburðarás.

Ungstirnið Shia LeBouf heldur áfram að gera góða hluti og fer hann vel með það að bjarga sér í aðalhlutverkinu, rétt eins og hann gerði í Transformers. Annars er furðulega lítið meira sem ég get sagt um Disturbia. Myndin virkar sem unglingaþriller og uppfyllir helstu kröfur sínar.

Ég mæli með ræmunni, en hún mun hverfa fljótt úr minninu.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Disturbia er einstaklega skemmtileg og vel heppnaður Thriller að mínu mati því ég myndi eiginlega ekki getað kallað hana hrollvekju. Myndin fjallar um strákinn Kale sem er vel leikinn af Shia Lebouf en hann lendir í þeim hræðilegu atburðum að missa föður sinn. Eftir föðurmissirinn er hann mjög viðkvæmur og hálfónýtur og lendir í því að kýla kennarann sinn sem veldur því að hann er dæmdur í 3 mánaða stofufangelsi. Þennan tíma hundleiðist honum og fer á endanum að skoða í kringum sig með kíki og þá fara undarlegir atburðir að gerast. Mér fannst Disturbia einstaklega skemmtileg og fyndinn fyrir hlé og eftir hlé varð hún aðeins dekkri. Verð samt að setja út á frekar fyrirsjáanleg bregðuatriði en eitt þeirra náði mér þó svakalega. Svo mín skoðun, Disturbia er frekar góð mynd og einstaklega skemmtileg. P.S. forðist litlar skrækjandi smástelpur, þær skemmdu myndina fyrir mér að hluta til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er mjög góð að mínu mati. Ekkert mikið dramakjaftæði og smá hasar. Þetta er svona mynd sem maður hugsar svo út í hvað er að gerast í kring um þig þú veist ekki að því fyrr en þú ferð að gluggagæjast. En já þessi mynd er um strák sem lenti í bílsysi með pabba sínum sem dó svo, svo eftir nokkra mánuði lamdi hann kennara sinn og fékk stofufangelsi í þrjá mánuði og þegar maður er lokaður inni í sama húsi 24/7 og er slökkt á öllu sjónvarpi og leikjatölvu fer hann að gluggagæjast og sér að það er svaka gella að flytja inn hliðin hjá honum þau kynnast og sjá það er eitthvað skrítið að gerast í húsi hliðin hjá þeim sem tengist kannski morði :D svaka mynd mæli með henni ;) Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn