Náðu í appið
76
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer 2007

(Fantastic Four 2)

Frumsýnd: 15. júní 2007

Discover the secret of the Surfer

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Eftir að hafa lagt Von Doom að velli, þá geta hin Fjögur fræknu notið lífsins mun betur. Þau eru nú öll sátt við ofurmátt sinn. The Thing og Johnny Storm kemur vel saman, og Sue Storm áætlar að verða Frú Fantastic. Galactus, ill vera utan úr geimnum, hefur valið Jörðina sem nýtt skotmark, og sendir the Silver Surfer til að eyðileggja plánetuna. Reed Richards... Lesa meira

Eftir að hafa lagt Von Doom að velli, þá geta hin Fjögur fræknu notið lífsins mun betur. Þau eru nú öll sátt við ofurmátt sinn. The Thing og Johnny Storm kemur vel saman, og Sue Storm áætlar að verða Frú Fantastic. Galactus, ill vera utan úr geimnum, hefur valið Jörðina sem nýtt skotmark, og sendir the Silver Surfer til að eyðileggja plánetuna. Reed Richards og teymi hans þarf nú að handsama Silver Surfer, og jafnvel að leita hjálpar hjá einstaklingi sem þau áttu ekki von á að vildi hjálpa. ... minna

Aðalleikarar


Árið 2005 var kvikmyndin Fantastic Four frumsýnd. Sú mynd vakti ekki mikla lukku meðal gagnrýnanda og almennings. Samt var ákveðið að prófa formúluna einu sinni enn og gera framhaldsmynd. Fantastic Four:The rise of the Silver Surfer er mun betri mynd en fyrri myndin. Fjórmenningarnir þurfa nú að berjast við hinn silfraða brimbrettamann og bjarga það með heiminum. Hinn illi Victor Von Doom setur óvænt strik í reikninginn og því verður þetta erfiðara fyrir fjórmenningana en ella. Það sem er gott við þessa mynd er að hún gefur sig út fyrir að vera mynd um ofurhetjur. Hún tekur sig ekki of alvarlega. Hasarinn er vel útfærður og brellurnar eru góðar. Það er ákveðinn léttleiki yfir myndinni og brandararnir hitta vel í mark.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg ótrúleg della. Þessir svokölluðu hæfileikar ofurhetjanna eru ekkert hætishót líklegri heldur galdramáttur Harry Potters. En það skiptir í raun og veru engu máli. Ef menn eru að fara vitandi vits á svona myndir þá eru þeir hvort sem er að gefa raunveruleikanum fingurinn. Nei, er hún skemmtileg og spennandi? Vandi myndarinnar er að hún er í raun og veru hvorki sérlega skemmtileg né sérlega fyndin. Ef menn eru einskærir aðdáendur þessara tilteknu ofurhetja, þá fá þeir sjálfsagt miklu meira út úr myndinni heldur en einhver sem aldrei hefur nokkru sinni lesið teikniræmuna sem fjallar um þær. Fyrir aðdáendur hinna fjögurra fræknu. En fyrir aðra þá mæli ég með að þeir sleppi þessari mynd eða horfi á hana á videoi síðar.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var einn af þeim sem ekki fíluðu Fantastic 4 þegar hún kom út árið 2005. Mér fannst hún vonbrigði og er framhaldið sem einfaldlega heitir Rise of the Silver Surfer lítið skárri. Eiginlega ekkert skárri. Hún(Rise) er að vísu hröð og ærslafull og tæknibrellurnar eru mjög gott krydd inn í atburðarrásina en það pirraði mig soldið að sjá leikarana(sömu og í fyrri myndinni) í þessum hlutverkum. Ioan Gruffud er alltof líkur Gary Sinise til að geta skapað almennilegan Reed Richards og Chris Evans og Michael Chiklis....nei, ekki réttu mennirnir til að leika Torch og The Thing. Jessica Alba rétt sleppur fyrir horn, hún hefur þó sjarma og....tja, ekkert meir. Miðað við hvað gömlu FF myndasögurnar eru skemmtilegar þá eru þessar tvær myndir sem Tim Story hefur gert eftir þeim engan veginn það sem maður vill sjá. Ég meina, í Rise of the Silver Surfer er Galactus ekki einu sinni sýndur heldur bara einhver hvirfilbylur. Kræst. Ein og hálf stjarna samt fyrir allan þennan hasar og usla sem gera leiðindin takmörkuð. En með þessu áframhaldi þá er búið að klúðra þessari seríu. Synd og skömm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saklaus skrípómynd
Það er sjálfsagt alltaf best að taka það strax í byrjun þegar maður fjallar um framhaldsmynd að kommenta á hvað manni fannst um forverann. Ég var nefnilega ekkert svakalega hrifinn ég varð af fyrstu Fantastic Four-myndinni þótt ég hafi ekkert verið neitt á móti henni heldur. Ég sá góða möguleika í henni og ég gef henni plús fyrir að reyna að fókusa á almennilega persónusköpun en yfir heildina fannst mér eins og myndin hafi vantað allan stíl og talsvert meira innihald (ég tek það samt fram að extended-útgáfan er aðeins betri. Persónuörk hvers og eins kemst betur til skila). Annars mátti alveg líta á þá mynd sem góða upphitun fyrir framhaldið, þar sem að búið var að kynna persónurnar nokkuð vel. Bara verst að framhaldið reyndist vera styttri mynd en sú fyrri og talsvert flýttari. En pælum ekki í því... strax.

Rise of the Silver Surfer er fyrst og fremst örlítið skemmtilegri mynd að mínu mati. Myndin fer strax af stað og er keyrð á góðum hraða frá upphafi til enda. Hún styðst líka við fínan húmor, sem - rétt eins og áður - er alfarið í höndum þeirra Chris Evans (Human Torch) og Michael Chiklis (The Thing).

Söguþráðurinn er eins stórkostlega ýktur og tíðkast í myndasöguævintýrum, sem er eitt af því sem að gerir myndina svona skemmtilega. Maður er hálfpartinn kominn með ógeð af því að sjá stakar hetjur berjast fyrir æskuástinni og síðan á endanum bjarga þeir deginum frá minniháttar ógn. Frábær tilbreyting að sjá ýktar hetjur bjarga loks heiminum frá algjörri tortímingu (ATH. Hörðustu Galactus aðdáendur verða líklegast fyrir vonbrigðum, ég segi ekki meir...). Tæknibrellurnar eru einnig mjög góðar, þrátt fyrir - aftur - nokkrar klunnalegar senur með Mr. Fantastic. Silver Surfer er samt sem áður virkilega vel hannaður, þó svo að rödd Laurence Fishburne passi ekki alveg.

Myndin er samt, eins og áður sagði, hröð, og þá eiginlega kannski OF hröð. Myndin fær lítinn tíma til þess að anda, og það hefur eitthvað með það að gera hversu stutt hún er miðað við efnisinnihald, sem vel hefði mátt ''teygja'' örlítið. Handritið þjáist reyndar af frekar kjánalegum samræðum, en maður fyrirgefur það í gefnum tilfellum, enda virkar myndin alfarið eins og teiknimynd, og það er lítið að því.

Þegar uppi er staðið held ég að ég geti alveg sagt að Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer sé hin þokkalegasta skemmtun, og meira en ásættanleg afþreying um mitt sumarið. Ég tek aftur fram að hún hafi verið betri en fyrri myndin, en sömuleiðis undirstrika ég það að það segir í raun ekkert mikið...

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrri myndin einbeitti sér að persónusköpun og gaf sér mikinn tíma til þess þrátt fyrir að myndin hafi verið frekar stutt, stærsti gallin við fyrri myndina var hinsvegar að endinn var mjög fljótur og ómerkilegur. Rise of the Silver Surfer þarf varla neitt að einbeita sér á persónusköpun og getur þess vegna hoppað beint í atburðarrásina þar sem fyrri myndin endaði. Reed Richards og Susan Storm eru að fara að giftast þegar óþekkt vera kemur til Jarðar og hættir fyrir jarðarbúum, þessi vera þekkist seinna sem Silver Surfer en er hann aðeins í þjónustu hjá annari veru sem er mun öflugari og hættulegri en heldur en Silver Surfer. Rise of the Silver Surfer er eins og fyrri myndin frekar létt, mikið er af brandörum og það er ekki farið alvarlega með efnið en hún er ekki nógu heilalaus til þess að vera heilalaus. Þrátt fyrir allan fáranleikan þá nærst alltaf að haldast eitthvað sem gefur allri sögunni eitthvað vit, hvort það séu persónurnar, samskipti persónanna eða jafnvel sniðugt handrit. Myndin er aldrei leiðinleg, hún er styttri en forverinn og það er stanslaust eitthvað að gerast. Hasarinn og tölvubrellurnar eru allar góðar og Silver Surferinn er sérstaklega flottur þrátt fyrir afar einfalda hönnun. Fantastic Four var fín afþreying en Rise of the Silver Surfer er góð afþreying, hún er alls ekki gallalaus en hún er stórt skref upp eftir Spider-Man 3 sem misheppnaðist stórkostlega fyrr í sumar. Þar sem það var engin úrlausn á Fantastic Four sögunni þá tel ég það líklegt að Fantastic Four 3 sér á leiðinni eftir fáein ár og það er ágætt þar sem það er alveg nóg efni eftir sem hægt er að fjalla um.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.04.2012

Með/á móti: Iron Man 2

(Með/á móti er fastur liður á síðunni þar sem tveir stjórnendur með ólíkar skoðanir á tiltekinni bíómynd segja nákvæmlega það sem þeim finnst (helst í minna en 300 orðum) og er undir notendum komið að v...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn