Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Highlander 1986

(Hálendingurinn, Highlander 1)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Don't lose your head

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Connor Macleod fæddist í hálöndum Skotlands árið 1518, og er ódauðlegur. Þegar hann særist í bardaga, en deyr ekki, er hann gerður útlægur úr þorpinu sínu. Hann hittir annan mann sem er með sömu eiginleika og hann sjálfur, þ.e. ódauðlegur. Sá heitir Ramirez og kennir honum allt um það að lifa að eilífu, og að fara með sverð, en eina leiðin fyrir... Lesa meira

Connor Macleod fæddist í hálöndum Skotlands árið 1518, og er ódauðlegur. Þegar hann særist í bardaga, en deyr ekki, er hann gerður útlægur úr þorpinu sínu. Hann hittir annan mann sem er með sömu eiginleika og hann sjálfur, þ.e. ódauðlegur. Sá heitir Ramirez og kennir honum allt um það að lifa að eilífu, og að fara með sverð, en eina leiðin fyrir menn eins og þá tvo til að deyja, er að missa höfuðið. Nú er samkoma í New York nútímans á næsta leiti, en Connor og nokkrir af sama sauðahúsi eru mættir þangað til að berjast til síðasta manns fyrir hinum æðstu verðlaunum. ... minna

Aðalleikarar

There can be only one
Fyrsta Highlander myndin er að mínu mati sú besta í seríunni. Sagan er áhugaverð, segir frá hinum ódauðlegu Hálendingum sem deyja aðeins ef höfuðið er látið fjúka og myndin sýnir okkur lokabaráttuna árið 1985 eftir mörg hundruð ára forsögu. Clancy Brown leikur virkilega ógnvekjandi Hálending og er mjög öflugur í hlutverki sínu og Sean Connery er einnig fínn í aðeins of litlu hlutverki þó. Það sama get ég ekki sagt um Christopher Lambert sem leikur aðalhlutverkið en hann er bara ekki nógu góður leikari, dregur myndina ekkert neitt mjög mikið niður samt. Myndin er svöl og endirinn er ferskur og tónlistin vel valin, öll þessi Queen lög passa fullkomlega við stílinn. Highlander er stórskemmtileg mynd og ætti skilið 8/10 í einkunn en hún feilar alveg á því að segja manni eitthvað en svona mynd þarf eiginlega að hafa einhver skilaboð, virðist vera sem að handritshöfundurinn hafi ekkert pælt í því. Highlander fær samt 7/10, hún er prýðileg skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jamm..Highlander...er...mín UPPÁHALDSMYND!!!

Ég veit að þetta er gömul mynd (tæknibrellur eru ekki eins raunverulegar og núna) og er það kannski eitt að því sem gerir hana svona skemmtilega. Og svo er auðvitað sagan í myndinni sem gerir þetta að þessari skemmtilegu mynd sem þetta er...;)

Þetta fjallar um Conner McCloud (Christopher Lambert), sem er ungur skoti á...ég held í byrjun 16.aldar, sem fer í bardaga og er drepinn...en svo kemur í ljós að hann er ódauðlegur og eru til fleiri ódauðlegir menn (líka konur, vil koma því fram) í heiminum, og fer maður í gegnum tímann með honum og sér sögu hans. Sean Connery er í þessari mynd sem Ramirez (held að þetta er rétt stafsett hjá mér). Allavega..er þetta ein af mínum allra uppáhaldsmyndum (1. Highlander..2.Robin Hood, Men in tights). Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð hinar Highlander myndirnar en ég er ánægð með sú fyrstu ;)

Þetta er ómissandi mynd að mínu mati...svona mynd sem maður getur horft á um kvöldið með vinunum(nema vinirnir eru ekki sáttir með classical myndir)...Ég mæli með henni..;) Ég gef henni 4 stjörnur fyrir klassa og þessi mynd eldist vel og er góð..;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þettar er þrusu góð spennumynd með Christopher lambert og Sean Connery.

Myndin fjallar um menn sem eru ódauðlegir nema þegar hausinn er tekinn af, og svo einn ódauðlegur eftir svo eru þeir keppast um að slátra hvor öðrum.

En þetta er fín mynd sem er hægt að leigja á næstu leigu og ég mæli eindregið með henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábærlega pottþétt mynd. út á næstu leigu með þig og taktu hana þá ert þú vel sett/ur. Meira þarf ekki að segja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Best er að líta á þessa mynd sem stórt tónlistarmyndband fyrir Queen, frábær tónlist, frábær frammistaða hjá Connery, Lambert og Clancy Brown. Lambert er ódauðlegur maður sem reynir að komast af, Connery er lærifaðir hans og Brown er annar ódauðlegur maður sem er að eltast við þá. Einhvert fyndnasta leikaraval ef miðað er við þjóðerni, Frakki leikur Skota og Skoti leikur Egypta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

26.05.2017

John Wick 3 í tökur í lok ársins

Löngu áður en spennutryllirinn John Wick: Chapter 2 kom í bíó í febrúar síðastliðinum, hafði leikstjórinn Chad Stahelski lýst því yfir að Lionsgate framleiðslufyrirtækið hefði beðið hann um að leggjast í hug...

24.11.2016

Nýr Hálendingur fær John Wick 2 leikstjóra

Chad Stahelski, sem ásamt David Leitch,  er maðurinn á bakvið Keanu Reeves spennutryllinn John Wick 1 og 2, hefur skrifað undir samning um að leikstýra endurræsingu kvikmyndarinnar Hálendingsins. Það er Lionsgate sem framleiði...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn