Í fyrsta sinn á ævi minni horfi ég á Star Trek, eða réttara sagt í fyrsta sinn sem ég horfi viljug á Star Trek og verð ég að viðurkenna að útkoman var ekki sú sem ég bjóst við. Þótt ég hafi aldrei horft á Star Trek (viljug) er ekki þar með sagt að ég viti ekkert um Star Trek. Nú þetta gerist í geimnun, William Shatner lék í upprunalegu þáttunum og það er eitthvað V tákn sem maður gerir með fingrunum sem tengist Star Trek (sem eftir margar misheppnaðar tilraunir ég get ekki gert). Þannig ég skrifa þessa gagnrýni hlutlaus gagnvart þáttunum einblíni algjörlega að kvikmyndinni.
Ég ákvað að gefa Star Trek sjéns því, jú ég hef gaman að Sci-Fi myndum og ég veit að J.J. Abrams hefur ýmislegt að fela upp í ermum sínum. Leikara hópurinn er alveg fáránlega góður og er vel hægt að segja að Star Trek sé risa stór pottur af gæða leikurum sem berjast um að fá að sína hvað í þeim býr. Það skemmtilega við þennan hóp leikara er að þetta eru flest leikarar á fljótri uppleið en eru ekki alveg komin þangað, maður þekkir andlitin en kannski ekki nafnið. Þá aðalega Zachary Quinto (Heroes), Simon Pegg (Hot Fuzz), Anton Yelchin (Charlie Bartlett), Karl Urban (Lord of the rings), Crish Pine (Just my luck) bara svona til að nefna nokkur nöfn. Það er alveg gífurlega góð karakter uppbygging í myndinni miðað við magn og þá má aðalega nefna Kirk (Chris Pine) og Spock (Zachary Quinto). Chris Pine sem James Kirk er skemmtileg blanda af karlrembu og hetju. Chris Pine ER James Kirk (ímyndið ykkur að ég hafi sagt þetta með mikla áheyrslu á Er-ið). Einnig er skemmtilegt að minnast á Anton Yelchin bara fyrir að hafa einn besta og skemmtilegasta rússneska hreim sem ég hef heyrt. Zachary Quinto og Leonard Nimoy mætast í þessari mynd sem ein og sama persóna, nema bara einn er aðeins yngri en hinn... og stærri, líka með allt annan augnsvip og nefið er ekki alveg jafn stórt og á þeim eldri. En það er sosem hægt að líta framhjá því, í þágu þess að Leonard Nimoy er jú, hinn upprunalegi Spock. Karl Urban (Leonard McCoy), Chris Hemworth (pabbi Kirk), Anton Yelchin (Chekov), Simon Pegg (Scotty) standa upp úr af aukaleikurunum.
Karakter uppbygging er það sterkasta við myndina. Star Trek er hröð og notar tveggja klukkutíma lengd sína mjög vel . Myndin fylgir rosalega hefbundari formúlu, sem er í raun ekki slæmt, en það er alltaf gaman að breyta til. Hún á samt nokkur “over the top” móment, og toppar endirinn það algjörlega. Byrjunar atriðið stendur upp úr að mínu mati, það virkar sem hálfgerð “forsaga”, (veit ekki alveg hvort þetta sé rétta orðið en ég nota það samt) og virkar alveg rosalega vel, bæði kemur það manni beint af efninu og gefur myndinni ákveðna tilfinningu.
Útlit myndarinnar er rosalega flott, sérstaklega má nefna “framtíðar” San Fransisco, Vulcan og að sjálfsögðu geimskipið Enterprise. Tæknibrellurnar voru mjög góðar, nema á nokkrum stöðum, voða minniháttar,svosem ekki eitthvað til að kvarta yfir. Það sem gefur það að þetta sé J.J. Abrams mynd er myndartakan, sem er flott og það skemmtilegur stíll í henni. Eeeeen...og stórt En... ég er ekki mikið fyrir shaky cameru og mér fannst hún stundum vera notuð aðeins of mikið á köflum þar sem stöðug camera hefði virkað svo mikið betur, sérstaklega í kvikmynd eins og Star Trek, en shaky er eitthvað sem J.J. Abrams virðist notast mikið við.
Ég vonast innileg að sjá framhald af þessari mynd, og ekki er ég mikið fyrir að framhalds myndir séu gerðar en Star Trek bíður upp á marga möguleika, sérstaklega eftir góða og mikla karakter uppbyggingu og kynningu í þessari Star Trek mynd.
PG-13
8. maí 2009
29. október 2009