Náðu í appið
Öllum leyfð

You've Got Mail 1998

(You've Got M@il)

Frumsýnd: 5. febrúar 1999

At odds in life... in love on-line.

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 57
/100
Meg Ryan var tilnefnd til Golden Globe sem besta leikkona í gamanmynd eða söngleik. Meg og Tom voru bæði tilnefnd til American Comedy Awards.

Kathleen Kelly á litla og sæta bókabúð sem er fræg fyrir barnabókadeild sína, og lendir í ástarævintýri í gegnum tölvupóstsamskipti. Hún er nú þegar í sambandi við blaðamanninn Frank Navasky, en stendur í tölvupóstsamskiptunum á laun. Skyndilega þá er rekstur búðarinnar í hættu þegar bókaverslanakeðjan Fox Books opnar hinum megin við götuna.... Lesa meira

Kathleen Kelly á litla og sæta bókabúð sem er fræg fyrir barnabókadeild sína, og lendir í ástarævintýri í gegnum tölvupóstsamskipti. Hún er nú þegar í sambandi við blaðamanninn Frank Navasky, en stendur í tölvupóstsamskiptunum á laun. Skyndilega þá er rekstur búðarinnar í hættu þegar bókaverslanakeðjan Fox Books opnar hinum megin við götuna. Hún hittir Joe Fox, son eigandans, og verður strax frekar pirruð yfir því hvað hann er hrokafullur í viðskiptum. Þó hún fái góð ráð frá hinum nafnlausa tölvupóstsvini, þá þarf hún á endanum að loka bókabúðinni sinni vegna samkeppninnar við bókarisann. Málin taka síðan óvænta stefnu þegar Joe Fox áttar sig á því að nafnlausi netvinurinn, er enginn annar en Kathleen Kelly. ... minna

Aðalleikarar


Ég segi það hér og nú að þetta er versta dramamynd sem ég hef séð og einnig er hún alveg út í hött þar sem verstu óvinir ræða saman í gegnum tölvupóst og verða svo ástfangnir á endanum og voða væmið eitthvað. Ég mæli með því að þið eyðið tíma ykkar ekki í að horfa á hana því hún er hreint og beint hundleiðileg og frekar myndi ég vaska upp en horfa á hana. Í stað þess að gefa stjörnur gef ég henni þrjá fílukalla :( :( :(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg æðislega sæt mynd fyrst og fremst. Rómantísk ástarsaga í óvenjulegri kantinum, ekki of væmin og smá húmor hingað og þangað. Tvær manneskjur sem eru ástfangin á netinu og senda hvort öðru hugsanir sínar í gegnum E-mail en samkeppnisaðilar og þola ekki hvort annað í raunveruleikanum. Ég held að þetta sé samt aðallega paramynd, svona mynd sem maður verður eiginlega að bjóða ástvini á og haldast í hendur alla myndina. Það er líka voðalega sniðugt ef maður kannast sjálfur við þetta, hefur kynnst mjög góðum vin á netinu eða jafnvel kynnst maka sínum þar já, það getur og hefur gerst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rómantísk gamanmynd með sama teyminu og Sleepless in Seattle, þ.e. Nora Ephron, Tom Hanks og Meg Ryan. Eftir að hafa séð sýnishornin fyrir þessa mynd var ég búinn að gera mér ákveðnar hugmyndir um hana og átti ekki von á miklu en hún kom mér skemmtilega á óvart. Í myndinni leika Hanks og Ryan fólk sem hefur verið í tölvupóstsambandi í einhvern tíma án þess að vita nokkuð um hver hinn er. Í raunveruleikanum eru þau andstæðingar, fyrirtæki Hanks veldur því að litla bókabúðin sem Ryan rekur er að fara á hausinn. Myndin spilar skemmtilega með þessa hugmynd og þó að hún falli nokkrum sinnum í það að verða of væmin fyrir minn smekk fannst mér hún vera mjög góð skemmtun og mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn