Náðu í appið
4
Öllum leyfð

Star Trek: The Motion Picture 1979

(Star Trek 1)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The human adventure is just beginning

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 50
/100
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna: besta listræna stjórnun, besta tónlist og bestu tæknibrellur.

Geimfyrirbæri af áður óþekktri stærð og kröftum, nálgast Jörðina, og eyðir öllu sem á vegi þess verður. Eina geimskipið sem er í nánd við fyrirbærið er USS Enterprise, sem er þó enn í þurrkví eftir meiriháttar viðgerð. Decker skipstjóri býr skipið og áhöfnina undir að mæta óvininum, en þá mætir hinn goðsagnakenndi skipstjóri James T. Kirk... Lesa meira

Geimfyrirbæri af áður óþekktri stærð og kröftum, nálgast Jörðina, og eyðir öllu sem á vegi þess verður. Eina geimskipið sem er í nánd við fyrirbærið er USS Enterprise, sem er þó enn í þurrkví eftir meiriháttar viðgerð. Decker skipstjóri býr skipið og áhöfnina undir að mæta óvininum, en þá mætir hinn goðsagnakenndi skipstjóri James T. Kirk á svæðið, með skipanir í farteskinu um að hann eigi að taka við stjórn á skipinu og stöðva innrásarfyrirbærið. En það eru komin þrjú ár síðan Kirk sat síðast við stjórnina á Enterprise, þegar það var í sögulegri fimm ára ferð sinni...er hann tilbúinn í að bjarga Jörðinni? ... minna

Aðalleikarar


Ágætis Star Trek mynd. Hún er góð byrjun en gallanir eru margir. Hún er þess virði, og hún er ekki langdregin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar Star Trek byrjaði árið 1966 var það ekkert ótrúlega vinsælt, fyrsta þáttaröðin endist bara 3 seríur. En núna er Star Trek einhverstaðar í heiminum um hverja helgi, það er sagt að á einhverri stöð er alltaf verið að sýna Star Trek þátt, 10 kvikmyndir hafa verið gerðar og 5 spin-off þáttaraðir.


Star Wars: The Motion Picture gerist einhverjum árum eftir að Kirk, Spock, Bones og þau öll hættu að fljúga um geiminn í hinu merka USS Enterprise NCC-1701(ég þurfti að athuga á netinu eftir fullu nafni skipsins) skipi en núna hafa þau verið saman kölluð því einhvað risastórt ský er á leiðinni að jörðinni. Það kemur í ljós að skýið er risastórt geimskip í eigu V'ger. V'ger er einhverskonar framtíðar ofurtölva sem er að leita af skapara sínum. Á endanum kemur fram hvað V'ger í raun og veru er, hver skapaði hann og afhverju hann er á leið til jarðar.


Star Trek kvikmyndin er nokkuð góð, hún er byggð eins og allir þættirnir eru byggðir. Kirk, Spock og þau lendaá móti einhverju óþekktu, þau kanna það og bjarga svo málunum á mannlegum(hálfmannlegum varðandi suma) nótum. Hún er stútfull af mjög flottum tækni- og sjónbrellum. Sagt er að eftir að framleiðandi myndarinnar, Gene Roddenberry hafi séð fyrstu útgáfuna af tækni- og sjónbrellunum hafi hann rekið alla tæknideildina og fengið nýa í staðinn, útaf því frestaðist útgáfu dagur myndarinnar um rúmt ár. Það er oft reynt of mikið að sýna okkur allar rosalegu brellurnar, það eru nokkur löng atriði sem myndavélin vafrar um Enterprise skipið á meðan það er að fljúga um geiminn með Star Trek þemulagið á fullu.


Leikurinn er nokkuð góður hjá flestum, William Shatner hefur aldrei verið þekktur sem frábær leikari en hann leikur Kirk eins vel og nokkur annar gæti gert það. Leonard Nimoy er nátturulega klássískur sem Spock og flestir eru eins og þeir eiga að vera. Eitt það besta við myndina er samt tónlistin eftir Jerry Goldsmith í mörgum af löngu atriðunum er það tónlistin sem lætur mann horfa á þá af huga, sérstaklega þau löngu sem að gætu annars látið mann sofna. En þó að Star Trek sé ekki fullkomin mynd þá er vel hægt að horfa á hana, þó að maður sé ekki Star Trek aðdáandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fyrsta Star Trek kvikmyndin sem var gerð. Það er margt gott í henni, en samt held ég að öðrum en hörðustu Trekkurum finnist hún frekar leiðinleg og langdregin. Það er eiginlega lögð of mikil áhersla á tæknibrellurnar og of lítil áhersla á söguþráð. Auk þess er handritið ekkert sérstakt. En tæknibrellurnar eru samt flottar, því er ekki að neita. Og ég verð að viðurkenna að hugmyndin um V-ger var góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn