Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

We Own the Night 2007

Frumsýnd: 21. desember 2007

Two brothers on opposite sides of the law. Beyond their differences lies loyalty.

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Myndin gerist í Brooklyn árið 1988. Glæpaalda gengur yfir, allt er vaðandi í eiturlyfjum og ofbeldi þeim tengt er mikið. Rússneskur þrjótur er að byggja upp heróínveldi, og allir hlægja að löggunni. Bræður hafa valið sér ólíkar leiðir í lífinu. Joe fetar í fótspor föður síns, Bert, og gerist lögga, og er á hraðri uppleið. Bobby, sem tók sér eftirnafn... Lesa meira

Myndin gerist í Brooklyn árið 1988. Glæpaalda gengur yfir, allt er vaðandi í eiturlyfjum og ofbeldi þeim tengt er mikið. Rússneskur þrjótur er að byggja upp heróínveldi, og allir hlægja að löggunni. Bræður hafa valið sér ólíkar leiðir í lífinu. Joe fetar í fótspor föður síns, Bert, og gerist lögga, og er á hraðri uppleið. Bobby, sem tók sér eftirnafn móður sinnar, stjórnar skemmtistað. Bobby er líka á uppleið. Hann á nýja kærustu, og er að leiðinni að byggja skemmtistað á Manhattan. Joe og Bert biðja hann um upplýsingar, en hann neitar. Þá ræðst Joe inn á skemmtistað Bobbys, til að handtaka Rússann. Nú fer allt úr böndunum, og sá rússneski setur fé til höfuðs Joe.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Rússar og þroski
We Own the Night er allt í senn fjölskyldusaga, glæpasaga og þroskasaga, þ.e. á þann hátt að aðalsöguhetjan þroskast úr því að vera heldur uppburðalítill töffari yfir í að taka ábyrgð og sýna hörku. Myndin minnti mig pínulítið á Eastern Promises, að því leyti að þarna eru óþokkarnir rússneska mafían og mikið gert úr ótuktarskap þeirra og miskunnarleysi. Munurinn er þó sú að önnur gerist í Bretlandi en hin í Bandaríkjunum auk þess sem þær gerast á ólíkum tíma.
Myndin datt í að verða langdregin á köflum en heilt yfir fannst mér hún nokkuð góð og hreyfði við mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.12.2016

Vilja finna goðsagnakennda borg - fyrsta stikla úr Lost City of Z

Glæný stikla fyrir nýjustu mynd Sons of Anarchy og King Arthur leikarans Charlie Hunnam er komin út;  Lost City of Z. Myndin er úr ranni Amazon Studios og er söguleg spennu-ævintýramynd sem fékk hlýjar móttökur þega...

07.09.2013

Þrír heiðursmenn á RIFF - myndir og stiklur

Það verður mikið um dýrðir þegar RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, hefst þann 26. september í Reykjavík, en hátíðin fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Eitt af því sem gert verður...

01.06.2011

Cotillard og Phoenix í Low Life

Marion Cotillard og Joaquin Phoenix hafa gengið til liðs við næstu mynd leikstjórans James Gray, Low Life. Myndin fjallar um innflytjenda (Cotillard) sem leiðist út í vændi til að borga undir fárveika systur sína. Persónu...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn