Því miður varð ég fyrir stórvonbryggðum þegar ég fór með félögum mínum til að sjá "Stóra Planið", frá því sem ég hafði lesið fyrir einvherjum mánuðum, og séð í bíóbrotum(sem sögðu lítið) þá átti þetta að vera einhverns konar íslensk "Kung Fu" mynd sem væri einnig hálfgerð gamanmynd. Í staðinn hafði ég borgað 1200 Kr fyrir að sjá eina verstu þvælu sem íslensk kvikmyndagerð hefur spýtt úr sér í gegnum árin.
Ég ætla að tala um myndina í þremur hlutum hennar(engir spyllir):
1 Hluti: Við fáum hér að kynnast því hvað heillaði Davíð í æsku án þess hvað gerðit sem hafði svo mikil áhrif á líf hans, við fáum að kynnast því hvað myndin ætlar að bjóða upp á.Við fáum þennann fýling að myndin gæti ekki verið jafn fyndin og hún lætur okkur halda, við sjáum að næstum allt sem við höfum séð í íslenskri kvikmynd enn og aftur.
2. Hluti:
Við kynnumst fleiri persónum en þær virðast ekki þjóna miklum tilgangi heldur eru þær aðeins þarna til að auka við persónur í myndinni. Klisjur fara hér að sjást mun betur fyrir áhorfendanum og við sjáum að við höfum verið blekt í að sjá myndin á fölsum forsendum. Reynt er að koma inn óþægilegu drama án þess að láta það þjóna einvherjum sér tilgagni.
3. Hluti:
Hér höfum við algjörlega kynnst því hvernig mynd þetta er: alls ekki fyndin, klsijukend, ónauðsynleg, gagnslauslegt handrit og stenfir ekki neitt þegar við höldum að hún stefni á eithvað almennilegt í söguþræðinum. Persónur fara að breytast óþægilega hratt í fáránlegri persónur sem greinilega hefur ekkert verið hugsað út í almennilega. Hægt og hægt byrjar hatur gagnvarts myndinni þegar seinustu tíu mínúturnar hefjast og við endann er okkur skítsama um þessa mynd og langar til að heimta peninginn til baka.
Þegar allt kemur til alls myndi ég ekki mæla með þessari ræmu fyrir neinn nema sú manneskja horfir á hvaða íslensku þvælu sem til er. Ég skil það vel að sumir gæti séð eithvað gott við myndina en hún er bara of uppspunin rétt fyrir gerð að hún lætur allt út um hvar í myndinni þeir voru að spuna. Ekki lát ég mig sjálfann horfa á þessa nema mér verði borgað fyrir það... Háa upphæð. Mæli ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei