Dæmigert drama í íslenskri kvikmynd og allt á einum degi. Eins og hefur verið sagt marg oft í blöðunum þá er þessi kvikmynd sérstök á þann hátt að hún er mikill spuni, jafnvel meira en Börn/Foreldrar. Mikið af sömu leikurum (Vesturport) og sami bragur yfir þessu. Mér fannst ekkert allir leikararnir neitt hrikalega spennandi, sérstaklega aðalleikararnir. Það var þá aðalega Ingvar, Kristbjörg Kjeld, Rúnar Freyr og Ólafur Darri sem voru alveg frábær. Mér leið eins og myndin væri styttri en hún var, það gerðist ekkert það mikið. Maður var næstum búinn að sjá alla myndina við að horfa á trailerinn. Og svo var þetta ekkert nema drama á milli hina og þessa sem var orðið svo langsótt að ég hætti að fylgjast með því. Ég sá aldrei Blóðbönd, en ég hef á tilfinningunni að þeir sem hafi fílað hana eigi eftir að fíla þessa líka, þetta er bara ekki fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei