Náðu í appið
Öllum leyfð

P.S. I Love You 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. febrúar 2008

Sometimes there's only one thing left to say.

126 MÍNEnska

Enginn þekkir Holly betur en maðurinn hennar, Gerry. Þegar Gerry greinist með ólæknandi sjúkdóm veit hann að Holly mun taka dauða hans afar illa, ekki síst vegna þess að sá eini sem getur hjálpað henni að takast á við sorgina (hann sjálfur) verður látinn. Hann skrifar þess vegna ógrynni skilaboða til hennar sem taka ekki aðeins á dauða hans heldur hjálpa... Lesa meira

Enginn þekkir Holly betur en maðurinn hennar, Gerry. Þegar Gerry greinist með ólæknandi sjúkdóm veit hann að Holly mun taka dauða hans afar illa, ekki síst vegna þess að sá eini sem getur hjálpað henni að takast á við sorgina (hann sjálfur) verður látinn. Hann skrifar þess vegna ógrynni skilaboða til hennar sem taka ekki aðeins á dauða hans heldur hjálpa henni að uppgötva sjálfa sig á ný. Móður Holly og vinkonum hennar líst ekkert á blikuna og telja að skilaboðin haldi Holly fanginni í fortíðinni, stöðugt með hugann við Gerry. Raunin er hins vegar sú að skilaboðin ýta henni í átt að nýrri og spennandi framtíð. ... minna

Aðalleikarar

Það er munur á drama og melódrama
Venjulega þarf áhorfandinn að verða ástfanginn af báðum aðilum skjáparsins til að geta mælt með myndinni sem heild, þ.e.a.s. ef um rómantíska mynd er að ræða. Það gerðist því miður ekki hér í mínu tilfelli, sem er samt frekar sárt að segja því það er ansi margt í boði í P.S. I Love You sem ég kunni að meta. Myndin hefur ýmislegt að segja og gerir það með því að forðast klisjur alveg mátulega vel. Hún er líka á köflum mjög vel skrifuð, sérstaklega í samtölum þótt aðrar senur fá á baukinn fyrir það að vera annaðhvort hallærislegar eða fulldramatískar. Það er ljóst að *sumar* myndir eru aaaaðeins of mikið að reyna að vera nýja Notebook, með smá teskeið af Ghost.

Gerard Butler er að svínvirka út myndina. Hann hefur þennan sjarma og húmor sem við karlmenn munum lengi öfunda hann fyrir að hafa. Hann selur líka rómantíkina glæsilega. En ef þið lásuð málsgreinina hér fyrir ofan þá ættuð þið að skynja það að ég var ekki nærri því jafn hrifinn af Hilary Swank, og það er eitthvað sem er mjög leiðinlegt að segja miðað við hvað hún getur. Swank er einfaldlega bara ekki nógu góð í að prófa sig í nýjungum, og eins furðulegt og það er að segja það þá held ég að hún eigi einungis heima í þungum dramamyndum þar sem hún fær jafn mörg tækifæri til að gráta og brosa. Það er bara eitthvað við hana í öðrum kvikmyndageirum sem hefur ekki alveg virkað. Kannski er ekkert að marka það hversu slöpp hún var í The Core þar sem sú mynd var fjandsamlega leiðinleg, en í P.S. I Love You er hún bara eitthvað svo hrikalega óspennandi til áhorfs. Þetta væri ekki jafn stór galli ef hér væri um venjulega rómantíska gamanmynd að ræða. Nei, hér fær hún 70% meiri skjátíma heldur en Butler, útaf því að myndin fjallar fyrst og fremst um hana. Sagan býður heldur ekki upp á mikla þróun fyrir Butler, þannig að við þurfum að sitja í gegnum margar undarlega þurrar senur þar sem Swank er skrefinu nær því að þróast sem einstaklingur. Ekki mjög spennandi, og gelgjustælarnir í Lisu Kudrow og Ginu Gershon gerðu lítið til að laga pirringinn minn.

Myndin hefur samt fleiri vandamál heldur en bara Swank. Hugmynd sögunnar er glæpsamlega langsótt og stundum var farið svo langt með hana að ég var löngu hættur að kaupa hana. Handritið hefði aðeins mátt vinna betur úr henni og gera eitthvað raunsærra því myndin er hvort eð er að gefa okkur mjög köld skilaboð um hvernig lífið er. Annars er myndin bara alltof löng og þær góðu senur sem finnast hér og þar verða að fjarlægri minningu því lengur sem myndin líður.

P.S. I Love You er ekki þess virði að fórna peningum í. Þetta er skítsæmileg mynd til að enda á ef þú finnur ekkert annað í sjónvarpinu og nennir ekki að fara að sofa strax. Butler er nógu góður til að halda athygli þinni (sem þýðir að bæði stelpur og strákar munu einungis fókusa á hann út alla myndina - en fyndið), bara verst að myndin mun líklegast fá þig til að detta inn og út úr henni.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn