Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Miller's Crossing 1990

"Up is down, black is white, and nothing is what it seems"

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Myndin gerist á bannárunum í Bandaríkjunum á fjórða áratug síðustu aldar. Glæpaklíkur ráða ríkjum í borginni þar sem glæpaforinginn Leo og undirmaður hans Tom Regan búa. Tom verður ósáttur við Leo þegar hann neitar undirmanni sínum Johnny Caspar um að fá að drepa hinn svikula Bernie. Þrátt fyrir mótmæli Toms, þá heldur Leo að hann hafi tekið... Lesa meira

Myndin gerist á bannárunum í Bandaríkjunum á fjórða áratug síðustu aldar. Glæpaklíkur ráða ríkjum í borginni þar sem glæpaforinginn Leo og undirmaður hans Tom Regan búa. Tom verður ósáttur við Leo þegar hann neitar undirmanni sínum Johnny Caspar um að fá að drepa hinn svikula Bernie. Þrátt fyrir mótmæli Toms, þá heldur Leo að hann hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Bernie er bróðir Verna og Verna er kærasta Leo. Til allrar óhamingju þá virðist sem völd Caspars séu að aukast og rétt í þann mund þegar Leo þarfnast hjálpar Tom mest, þá viðurkennir Tom að hann hafi verið að slá sér upp með Verna. Tom er nú rekinn úr gengi Leo og ákveður að ganga til liðs við Caspar. En Tom heldur samt sambandi við Bernie og Verna, og hinn miskunnarlausi skósveinn Caspar, Eddie Dane, fer að gruna hann um græsku. Grunur hans vex þegar Tom er skipað að drepa Bernie, en enginn veit hvort að Tom framfylgdi skipuninni. Nú þarf Caspar að leita að völdunum sem hann langar svo mikið að hafa, Dane þarf að leita að svörum, Verna þarf að leita að bróður sínum og Tom þarf að leita að kærleika í hjarta sínu .... ef að það er þá þarna ennþá á sínum stað. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Toppurinn á Coen snilldinni...
Mér sýnist að Miller's Crossing vera gleymd mynd, ég efa það að margir á mínum aldri hafi séð þessa mynd eða hvað þá heyrt um að hún sé til. Sem er auðvitað alger skömm því Miller's Crossing er að mínu mati ein af fáum myndum sem ég myndi kalla meistaraverk af hæstu gæðum. Ég lít hátt upp til Coen bræðranna og fíla nánast allar myndirnar þeirra undantekningalaust, sumar meira en aðrar en Miller's Crossing er að mínu mati gimsteinninn á kórónu þeirra. Af hverju tel ég myndina vera meistaraverk? Ég skal reyna kryfja þá spurningu eins vel og ég get og ég skal svara henni eins vel og ég get í þessari umfjöllun. Miller's Crossing gerist á banntímabili áfengis einhverntíman milli áranna 1920 og 1930 í Norð-Austur Bandaríkjunum þar sem írski mafíuleiðtoginn Leo O' Bannon (Albert Finney) ræður völdum. Völdum hans eru þó ógnað af öðrum rísandi mafíuleiðtoga, Johnny Caspar (Jon Polito) og þrátt fyrir að ráðamaður O'Bannon hann Tom Reagan (Gabriel Byrne) ræðst sterklega gegn því þá ákveður O'Bannon að fara í stríð við rísandi mafíuleiðtogann Johnny Caspar.  Þetta er grunnsöguþráðurinn, eða reyndar öll byrjunarsena myndarinnar, eftir þetta þá heldur sagan áfram að breytast nokkuð reglulega en allt byggt á þessum grunni. Handritið er ekkert nema frábært, Coen bræðurnir eru einnig meistarar í handritum, hver einasta persóna er fullkomnuð og línurnar eru sniðugar og grípandi. Þeir ná að skapa persónur sem eru ekki aðeins virkilega svalar heldur einnig djúpar og skiljanlegar án þess að láta það líta kjánalega út. Tom Reagen aðalpersónan leikin af honum Gabriel Byrne er frekar köld persóna á yfirborði og hegðar sér mjög einhliða gegnum alla myndina en þeir ná samt að gera persónu hans ekki aðeins merkilega heldur mjög "likeable". Framleiðslugæðin eru hágæða og myndatakan frá honum Barry Sonnenfield er mjög lágstemmd en samt passar ótrúlega vel við myndina. Myndin er ágætlega gömul en eldist furðulega vel þrátt fyrir gamaldags stílinn sinn, það er einnig annað við myndina, hún er verulega stílhrein að nánast öllu leiti. Myndatakan, klippingin, tónlistin og jafnvel leikurinn gerir þessa mynd að heild sinni mjög hreina og hún flýtur mjög mjúklega gegnum lengdina sína.  
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn