Náðu í appið
Öllum leyfð

WALL·E 2008

(Wall-E)

Frumsýnd: 30. júlí 2008

An Adventure Beyond the Ordinar-E

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 95
/100

Árið er 2700 og WALL-E hefur eytt síðustu hundruðum ára einn að gera það sem hann var hannaður til að gera - að þrífa jörðina, en mennirnir skildu eftir sig svo mikið rusl að þeir þurftu að lokum að yfirgefa jörðina og finna nýtt heimili. Eftir allan þennan tíma í einsemd er WALL-E orðinn vægast sagt sérvitur og forvitinn, en hann safnar öllum munum... Lesa meira

Árið er 2700 og WALL-E hefur eytt síðustu hundruðum ára einn að gera það sem hann var hannaður til að gera - að þrífa jörðina, en mennirnir skildu eftir sig svo mikið rusl að þeir þurftu að lokum að yfirgefa jörðina og finna nýtt heimili. Eftir allan þennan tíma í einsemd er WALL-E orðinn vægast sagt sérvitur og forvitinn, en hann safnar öllum munum sem hann kemst yfir. Einn daginn hittir hann vélmennið EVE og verður strax ástfanginn af henni. Uppúr þessu hefst ævintýraferð vélmennanna um himingeiminn og á leið sinni hitta þau ansi litríka persónuleika sem gera sitt besta í að hjálpa þeim að komast á leiðarenda.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þá er ég loksins búinn að sjá nýjasta (og dýrasta) meistaraverk Pixar, Wall-E. Myndin kostaði litlar 180 milljónir dollara en þeim hefur verið varið vel. Myndin lítur ótrúlega vel út, hver gluggi er vel pússaður og útpældur. Það sem skiptir mestu máli er þó sagan. Mér fannst sagan áhugaverð og nokkuð frumleg. Myndin gerist í framtíðinni (rúmlega 700 ár held ég) þegar mannfólkið er búið að rulsla svo mikið til að Jörðin er ekki húsum hæf og yfirgefin. Wall-E er róbot sem á að taka til en svo einn daginn kemur geimskip sem setur ákveðna atburðarrás af stað. Pixar sanna aftur að þeir eru langbestir í þessum geira, enginn annar kemst nálægt!

Myndin er með 96% á Rottentomatoes.com, hún fékk 5 stjörnur hjá Empire og er örugg um að vinna óskarsverðlaun fyrir bestu teiknimynd. Pixar er hinsvegar að reyna að fá tilnefningu fyrir bestu mynd Beaty and the Beast er eina teiknimyndin sem hefur fengið þann heiður áður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Wall -E er tölvugerð teiknimynd og kaflaskipt. Hún gat orðið algjörlega frábær með þessa grunnhugmynd en hún tekur bara svo leiðinlega stefnu. Fer mjög vel af stað og lofar það góðu þegar titilvélmennið reikar eitt um Jörðina en þegar það yfirgefur hana ásamt öðru vélmenni(Eva) þá verður myndin lítið annað en þreytandi krakkamynd. Þó ekki algjörlega því það koma nokkrir sterkir punktar þarna inni í geimskipinu en samt var ég búinn að missa nánast allan áhuga á að horfa síðasta hálftímann. Ég bjóst við góðri og óvenjulegri teiknimynd en fékk bara helminginn af því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meistaraverk
Já þegar ég fór í bíó á Wall-E þá fannst mér hún ekkert eins frábær og allir voru að tala um, en ég fékk hana á dvd fyrir stuttu og ákvað að horfa á hana aftur og ég er núna sammála því að þetta sé einfaldlega MEISTARAVERK. Þetta er svo vel gerð mynd og persónusköpunin á Wall-E er alveg frábær einnig kemestríið milli Wall-E og EVE er ótrúlega vel gert, eftir að ég horfði á þessa mynd þá leið mér einhvernveginn betur þetta er það góð mynd. Þessi er MUST fyrir alla aldurshópa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Æðisleg mynd!
Wall-E er á meðal bestu teiknimynda allra tíma held ég að sé óhætt að segja. Sagan og teiknararnir maður BRAVÓ. Það er samt frekar erfitt að kalla Wall-E barnamynd boðskapurinn er frekar í svartsýnari kanntinum t.d. um það að allir jarðarbúar hafi tekið sig til og yfir gefið jörðina, í vægast sagt ömurlegu ástandi, og látið stórfyrirtæki(buy large minnir mig að það hafi heitið) sjá um að taka til fyrir sig. Á meðan lifir mannfólkið vægast sagt einföldu lífi þar sem allt er rafrænt, sem gerir það að verkum að það er ekki í léttari kanntinum.... Aftur á móti er boðskapurinn að lokum góður og fallegur. Samband Wall-E og EVE er mjög fallegt og koma nokkrum sinnum svona aaaaaa moment. Sem sagt að hver sá sem fer á Wall-E verður EKKI fyrir vonbrigðum. 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta teiknimynd síðan Beauty and the beast
Já, hvað getur maður sagt um þessa mögnuðu mynd sem Wall-E er?

1. Handritið og sagan er mjög vel skrifuð. Vel uppbyggð og bara skemmtileg.

2. Húmorinn er frábær. Hló mjög mikið á myndinni, og það er það sem Pixar eru þekktir fyrir.

3. Virkilega flott teiknuð. Allt frá rústunum á Jörðinni, sprengingarnar og alveg til geimskipsins og umhverfinu þar í kring. Segi bara húrra fyrir teiknurunum því þeir skila mögnuðu starfi frá sér.

4. Persónurnar. Mjög mikið af verulega skemmtilegum karakterum sem hægt er að hafa gaman að.

5. Ástarsagan. Persónutengslin milli Wall-E og EVA eru svakalega sterk, og hefur undirritaður ekki verið jafn mikið hrærður yfir teiknimynd síðan Lion King og Beauty and the beast voru upp á sitt besta.

Held að maður þurfi ekki að útskýra mál mitt meira. Þessi fær 10 af 10 hjá mér, og alveg finnst mér hún eiga það skilið. Eins og Tommi minnist á: Þessi verður algjör klassík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn