Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

You Don't Mess with the Zohan 2008

Frumsýnd: 6. júní 2008

Lather. Rinse. Save the world.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Adam Sandler leikur ísraelskan leyniþjónustumann sem lætur sig hverfa og lætur gamlan draum rætast um að fara að vinna á hárgreiðslustofu með ófyrirséðum afleiðingum! Hann blæs þig í drasl!

Aðalleikarar


Ég átti engan vegin von á því að hlægja eins mikið og ég gerði af þessari mynd. Þetta er silly grínmynd í stíl við Hot Shots um Ísraelskan leyniþjónustumann leikinn af Adam Sandler. Hann er s.s. hin fullkomna stríðsvél en dreymir um að verða hárgreiðslustílisti. Það eru fín aukahlutverk frá Rob Schneider, John Turturro og engum öðrum en Michael Buffer!! Mér fannst þessi mynd mjög fyndin, tvímælalaust ein besta mynd Sandler enda sami leikstjóri og kom honum á kortið með Happy Gilmore. Mæli með henni ef þið getið hlegið af silly húmor eins og The Naked Gun, Airplane og Top Secret.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hann er góður!!
Ó já, hann Adam nokkur Sandler slær eiginlega alveg í gegn hjá mér. Mér finnst nokkrar góðar með honum, en fannst þessi með þeim betri. Ef ég þyrfti að lýsa kvikmyndinni í einu orði, væri það sko slgerlega án hugsunar orðið FYNDIN Í kvikmyndinni leikur Adam Sandler, mann sem heitir Zohan Dvir, en hann hefur þurft að vinna við herþjónustu síðustu ár, en langar að láta drauminn rætast og fer að vinna á hárgreiðslustofu í New York.

Kvikmyndin er einstaklega fyndin og hækkaði álitið á Adam Sandler hjá mér nokkuð mikið meira. Þar sem álit mitt á honum lækkaði eftir kvikmyndir eins og 50 First Dates og Spanglish þá fannst mér hann nokkuð góður í þessari.

Ég gef myndinni 8 stjörnur af 10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Viti menn...
Ég hef aldrei verið mikið fyrir Adam Sandler-grínmyndir. Ég held að þær einu sem ég fíla almennilega eru Happy Gilmore, The Wedding Singer og núna - ótrúlegt en satt - Zohan!

Sjaldan hef ég orðið fyrir öðru eins óvæntu og þegar ég settist niður, byrjaði að horfa á þessa mynd og var farinn að hlæja reglulega innan við fyrstu 10 mínúturnar. Ég fór alvarlega að íhuga hvort að eitthvað slæmt hefði komið fyrir mig, en svo hélt myndin áfram og leið aldrei of langt á milli góðra djóka.

You Don't Mess with the Zohan er þó blessunarlega allt öðruvísi heldur en flestar Sandler-þvælurnar. Meðan að gaurinn er venjulega sérhæfður í aulalegum barnahúmor, þá er þessi mynd meira eða minna bara algjör steypa. En stórskemmtileg steypa engu að síður, og ég held að undirstaða góða húmorsins sé meðal annars sú að þeir Judd Apatow (hann er alls staðar!) og Robert Smigel (Triumph the Insult Dog) áttu þátt í handritinu ásamt Sandler.

Zohan býður upp á nánast allt; Bíómynda-spoof, menningarádeilu, kjánahúmor, homma- og kynlífsbrandara, slapstick og - undir einhverjum ástæðum - hacky sack með lifandi ketti!
Myndin er svo drekkhlaðin bröndurum að ekkert annað skiptir neinu máli. Ef að einn brandari feilar, þá er stutt í næsta. Auðvitað er heill hellingur af bröndurum sem missir marks, svo eru margir aðrir sem eru bara súrir af engri ástæðu (hummus?), en góðu punktarnir eru nægilega margir og nógu fyndnir til að hífa myndina upp þannig að eftir stendur bara asskoti góð skemmtun.

Adam Sandler ber líka bíómynd loksins uppi eins og hann á að gera. Hann er ekkert að fela sig á bakvið bjánalega rödd (The Waterboy, Little Nicky) eða missa sig í kómískum bræðisköstum (The Waterboy (!), Anger Management). Zohan-karakterinn er einhver alskrautlegasti en um leið fyndnasti og viðkunnanlegasti sem hann hefur leikið. Þrátt fyrir að vera nánast bein skopstæling á Borat/Bruno týpunum er Zohan gerður að voða lágstemmdum gaur, þrátt fyrir að vera sömuleiðis ósigrandi ofurmenni (sem er vissulega partur af gríninu). John Turturro og Rob Schneider (af öllum!) eru sömuleiðis drepfyndnir sem reiðir Palestínumenn. Turturro á tvímælalaust bestu brandara myndarinnar og tilvísun hans í Rocky er pjúra snilld.

Það er skondið hvað myndin hoppar mikið upp og niður í húmor út alla lengdina (heilar 113 mínútur?!). En þrátt fyrir að vera ójöfn og pínu langdregin verður myndin aldrei leiðinleg og skapar hún e.t.v. stórskemmtilegan fíling í vitleysunni svo ég tali nú ekki um brjálæðislega catchy tónlist (sem angar af mikilli nostalgíu - sbr. Rockwell, Ace of Base og Technotronic) í þokkabót.

Það er nett hressandi að sjá þvælumynd sem er eitthvað þess virði að mæla með. Engin perla, en ég væri klárlega til í að horfa á þessa mynd aftur í góðum vinahópi.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtilegt kjaftæði...
Ég var búinn að sjá sýnishorn úr þessarri mynd áður en ég sá hana og var bara nokkuð spenntur enda er svolítill aðdáandi "svona" kvikmynda. svo ákvað ég að skella mér á hana fyrir nokkrum dögum og ég varð ekki fyrir vonbrigðum.. en var um leið ekkert voðalega heillaður.. Adam Sandler stóð sig með prýði eins og allt leikaraliðið en samt vantaði alltaf eitthvað...... kannski skora svona myndir aldrei hátt hjá gagnrýnendum en samt sem áður hef ég alltaf lúmskt gaman að svona myndum... Niðurstaða: Nokkuð sáttur, 7,5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dæmigerður Adam Sandler
Adam Sandler leikur hér Ísraelann Zohan sem er frækinn sérsveitarmaður í heimalandi sínu en flytur til bandaríkjanna til að hefja nýtt líf. Hann gerist hársnyrtir í New York borg en ekki líður á löngu þar til að Palestínumenn þar uppgvöta hann. You Don't Mess with the Zohan er nokkuð fyndin og steikt og það ásamt alltílæ söguþræði(ekkert mjög frumlegur samt) gera ásættanlega útkomu. Adam Sandler nær hreimnum mjög vel og eiginlega kann maður bara vel við persónuna. Ókei, ekki illa að minnsta kosti. Rob Schneider er þarna líka, smellinn en fljótgleymt hlutverk. Henry Winkler er í smáhlutverki, góður leikari en jesús, hann hefur nákvæmlega ekkert að spila úr enda er hlutverkið mjög smátt eins og áður sagði. Ég veit ekki með ykkur en mér fannst það virkilega ógeðslegt að ímynda mér Adam Sandler að hafa samfarir við gamlar konur. Þetta var nú bara einum of. You Don't Mess with the Zohan er sæmileg afþreying en hún er langt frá því að vera snilld og þar sem ég er ekki viss um að ég mundi nenna að horfa á hana aftur þá verð ég að takmarka einkunnina við tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn