Judge Dredd
1995
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
One man is Judge, Jury, AND Executioner.
96 MÍNEnska
22% Critics
30% Audience Sylvester Stallone var tilnefndur sem versti leikari á Razzie Awards.
Sagan gerist árið 2139. Jörðin er búin að breytast í stað sem varla er hægt að búa á, og kallast hin fordæmda jörð, eða "Cursed Earth". Allir íbúar Jarðarinnar hafa troðið sér inn í borgirnar, sem þekktar eru undir nafninu "Mega Cities", eða Ofurborgir.
Glæpirnir í þessum borgum urðu svo alvarlegir að venjuleg lögregla hætti að ráða við ástandið,... Lesa meira
Sagan gerist árið 2139. Jörðin er búin að breytast í stað sem varla er hægt að búa á, og kallast hin fordæmda jörð, eða "Cursed Earth". Allir íbúar Jarðarinnar hafa troðið sér inn í borgirnar, sem þekktar eru undir nafninu "Mega Cities", eða Ofurborgir.
Glæpirnir í þessum borgum urðu svo alvarlegir að venjuleg lögregla hætti að ráða við ástandið, og að lokum hrundi löggæslukerfið algjörlega. Upp úr öskunni reis nýtt löggæslukerfi sem sameinaði öll þrjú stigin í eitt, þ.e. löggæsla, dómari og böðull, allt í einum löggæslumanni, og þessar löggur fengu nafnið Dómarar.
Í Mega City 1, sem áður var New York, er dómari að nafni Joseph Dredd, sem er miskunnarlausastur af dómurunum. Einn daginn er hann sjálfur ákærður fyrir morð. Réttað er yfir honum, og hann dæmdur til ævilangs fangelsis.
Dredd uppgötvar síðar að sá sem framdi morðið var manneskja sem er með sama erfðaefni og hann, fyrrum dómari að nafni Rico. Dredd þarf nú að finna út úr því hvað Rico ætlast fyrir og hver fortíð hans er. ... minna