Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mamma Mia 2008

(Mamma Mia!, Mamma Mia! The Movie)

Frumsýnd: 9. júlí 2008

A mother. A daughter. Three possible fathers. Take a trip down the aisle you'll never forget

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Mamma Mia er saga sem á sér stað á grískri eyju og segir frá dóttur í leit að föður sínum til þess að leiða sig upp að altarinu. Ævintýrið er fléttað inn í 27 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar ABBA en þar má nefna lög eins og Dancing Queen, Knowing Me Knowing You, Super Trouper og Mamma Mia!

Aðalleikarar


Fór á þessa með vinnunni í gær. Þurfti að sjá út af hverju öll lætin voru, þessi mynd er að slá allskins met í miðasölu. Mér fannst hún einfaldlega mjög skemmtileg og finnst ég ekkert minni MAÐUR fyrir að segja það. Það þekkja allir ABBA lögin og það gerir þetta allt auðveldara. Maður einhvernveginn smitast smám saman af gleðinni sem á sér stað á tjaldinu og áður en maður veit er maður farinn að humma með...næstum því. Mjög skemmtilegt hvernig þeir láta texta laganna passa inn í söguna. Sögurþráðurinn er þynnri en Létt og laggott en það skiptir ekki öllu máli í svona mynd. Mér fannst hún skemmtilegri en Chicago, Dreamgirls og Hairspray. Toppar samt ekki Grease. Annars eru bestu söngvamyndir sem ég hef séð undanfarin ár Sweeney Todd og Once.

Af leikurunum þá fannst mér Meryl Streep stela senunni eins og svo oft áður, ansi fjölhæf sú kona. Amanda Seyfried var í raun með aðalhlutverkið og stóð sig bara ágætlega. Stellan Skarsgard var bestur af köllunum en Brosnan var samt góður. Besta frammistaðan var Streep með The Winner Takes It All og besta atriðið var þegar Brosnan byrjaði allt í einu að syngja SOS upp úr þurru, mjög fyndið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
ekki mín mynd
Það voru margir búnir að dásama þessa mynd og ég fór í bíó og ég var fyrir vonbrigðum, mér fannst myndin leiðinleg en tónlistin mjög skemmtileg og leikurinn var mjög góður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þú verður að fíla tónlistina.
Ef þú ert mikill aðdáandi Abba, þá máttu ekki láta þessa mynd fram hjá þér fara. Ég hef haft alveg mjög gaman af Abba, og finnst söngleikurinn Mamma Mia!, sem settur var upp í London og New York og fleiri borgum ekki síðri.

Mér fannst flott að sjá hvernig lögin pössuðu vel við hverja senu. Þegar ég fór af myndinni, þá fór ég bara beinustu leið í tölvuna, á YouTube og horfði á myndböndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tímasóun ef þú fílar ekki tónlistina...
Ókei, ég neyðist víst til þess að viðurkenna eitt. Ég hef tekið eftir því í gegnum undanfarin ár að ég er gríðarlega lúmskur Abba-aðdáandi, og það er ekkert grín að segja slíkt upphátt... Þ.e.a.s. ef þú ert karlmaður. Í kjölfarið hefur maður þurft að hlusta á uppáhalds Abba-lögin í laumi og í hvert sinn sem maður heyrir slíkt í útvarpinu virðist maður kunna textann ósjálfrátt. Mér hefur tekist að halda þessum Abba-áhuga mínum leyndum í ágætan tíma... Þar til núna! Um leið og ég sá trailerinn fyrir Mamma Mia! hugsaði ég: "Kræst!... Ég mun með öllum líkindum fíla þessa mynd í tætlur!"

Innan við fyrstu 5 mínútur myndarinnar gerði ég mér grein fyrir því að hún væri alveg ROSALEGA "over-the-top." Flestir myndu kalla þetta lélegan leik, en nei, frammistöðurnar eru bara svo ýktar og yfirdrifnar, og sennilega viljandi. Engu að síður, þá virkar þetta, einmitt vegna þess að þetta minnir mann á leikhús-tilþrif. Líkamstjáningar eru mjög líflegar og nánast allar setningar garga af ofleik, en skemmtilegum ofleik þó. Síðan fer tónlistin fljótt í gang og um leið og kreditinn hrökk af stað varð myndin alveg hreint útötuð í hressleika. Ég grínast ekki með það að þetta er líklegast hressasta og lífsglaðasta mynd sumarsins.

Það tekur tíma að venjast lögunum flutt af Meryl Streep og fleiri leikurum, en það venst. Mamma Mia er á kafi í orku... Hún er svo æðislega skemmtileg og fílingurinn er alveg meiriháttar kjánalegur að myndin var að mínu mati hátt í frábær! En því miður gildir þessi lýsing aðeins "fyrir hlé." Ég var svo svekktur þegar leið að seinni hluta myndarinnar, því um leið og myndin fer að einblína á rólegu lögin og talsvert alvarlegri senur þá datt ég samstundis úr henni. Ég komst aldrei inn í hana aftur. Hún var eiginlega bara "fín" í seinni helming, en samt var öll glimrandi orkan farin.

Leikararnir eru samt allir stórskemmtilegir, en það var samt eitthvað svo rangt við það að heyra Pierce Brosnan syngja. Hann passaði í hlutverkið, fyrir utan sönginn. Stundum var hálf kjánalegt að heyra í honum. Aðrir voru traustir og senuþjófar myndarinnar eru klárlega Christine Baranski, Stellan Skarsgaard og Julie Walters.

Í seinni hlutanum fannst mér líka eins og flest öll íkonísku Abba-lögin væru búin (fyrir utan lokalagið býst ég við), en það er auðvitað smekksatriði hvaða tónlist/lög þú fílar, og það mun einmitt skipta öllu fyrir hvernig þú munt fíla myndina yfir höfuð, og nákvæmlega hvar.

Svipað og Sex and the City, ef þú hefur ekki fyrirfram hugmynd um hvað þú ert að fara að sjá, þá áttu ekki von á góðu. Ef þú hatar Abba, þá er þessi mynd djöfullinn. Ef þú fílar Abba, þá fílaru myndina. Ef þú dýrkar Abba, þá muntu elska myndina. Ég fílaði myndina. Nánar tiltekið fannst mér fyrri hluti hennar alveg rugl góður, en svo fór myndin smám saman að hallast að ágætis afþreyingu. Þetta er hálf svekkjandi skipting en þrátt fyrir það er myndin þess virði að fá solid meðmæli frá mér.

Mamma Mia! er ekki alveg Hairspray-frábær, en samt nálægt því. Þessi mynd sannar það að upbeat-söngleikir eru yfirleitt bestir. Ef þú berð saman myndir á borð við Rocky Horror, Grease og Hairspray við ræmur eins og Evita, Phantom of the Opera og Rent, þá er það frekar gefið að "upbeat" söngleikirnir virka betur. Það er MJÖG erfitt að halda uppi dramatísku, sorglegu atriði ofan á meðan fólk er syngjandi (endirinn í Rent og Phantom... segja allt um það), en aftur á móti ef þú hefur mynd sem hefur það markmið að skemmta sjálfri sér og þér líka, þá ætti að vera auðveldara að hoppa um borð í þá flippuðu lest.

Einnig er best að svona myndir taki sig aldrei alvarlega, en aftur, smekksatriði!

Ég er sáttur við myndina, en ég tek blessunalega vel í það að margir (aðallega karlmenn) eiga eftir að bera uppi feikaða stolt sitt og útskúfa myndina og jafnvel hata hana.

En mín einkunn: 7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn