Náðu í appið
Öllum leyfð

Hercules 1997

(Herkúles)

Frumsýnd: 22. nóvember 1997

Zero to Hero!

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 74
/100
Tilnefnd til Golden Globe og Óskarsverðlauna fyrir besta lag í kvikmynd: Lag eftir Alan Menken og texti eftir David Zippel fyrir lagið "Go The Distance".

Hercules, er sonur gríska Guðsins Zeus, en hinn illi Hades, Guð undirheimanna, breytir honum í hálfan mann og hálfan guð, en Hades hyggst steypa Zeus af stalli og ná sjálfur völdum í goðheimum. Hercules er alinn upp á jörðunni, og heldur goðumlíkum kröftum sínum. En þegar hann uppgötvar að hann er hálfur Guð, þá biður Zeus hann um að snúa aftur til... Lesa meira

Hercules, er sonur gríska Guðsins Zeus, en hinn illi Hades, Guð undirheimanna, breytir honum í hálfan mann og hálfan guð, en Hades hyggst steypa Zeus af stalli og ná sjálfur völdum í goðheimum. Hercules er alinn upp á jörðunni, og heldur goðumlíkum kröftum sínum. En þegar hann uppgötvar að hann er hálfur Guð, þá biður Zeus hann um að snúa aftur til Olympus fjalls, og að nú reyni á að hann verði alvöru hetja. Hercules verður núna að hetju með hjálp vina sinna Pegasus, og einkaþjálfara síns, Satýrsins Phil. Hann berst við skrýmsli, Hades og Títana, en það eru fórnir sem hann færir til að bjrga ástinni sinni, Meg, sem gera hann að sannri hetju. ... minna

Aðalleikarar

Skemmtileg en gölluð
Hercules er ein af þessum myndum sem ég á erfitt með að tala illa um. Hún hefur galla, hefur smávegis þunnan söguþráð, hefur nokkra lélega brandara, en myndinni virðist einhvern veginn vera sama. Þetta er mynd sem reynir ekki að vera gáfuð, hafa þroskaðan, flókin, stóran eða alvarlegan söguþráð. Það eina sem hún er að segja er að maður á að skemmta sér yfir henni og ekkert annað. Ég efast um að einhver fari að kvarta yfir því að hún hefur ekki upprunlegu sögurnar um Heracles og guðina á Ólympstindi enda er það augljóslega allt of gróft fyrir börn að sjá, og myndin sýnir vel að hún sé ekki að fylgja henni vel, strax frá byrjuninni (Hades var t.d. aldrei illur)

Myndin hefur samt galla þrátt fyrir gott skemmtanagildi. Til að byrja með eru lögin og tónlistin skref niður á við, og það er svolítið leiðinlegt þegar maður uppgötvar að þetta var samið af Alan Menken, sem samdi fyrir allar myndirnar á þessu tímabili nema Tarzan, Mulan, Rescuers Down Under og Lion King. Það eru eitt eða tvö fín lög í myndinni en annars eru lögin aðeins of popp-leg eða ekkert sérstaklega minnug.

Myndin hefur slatta af karakterum og nær allir af þeim eftirminnilegir. Hercules er aðeins of týpískur fyrir mig til að finnast hann vera mjög vel saminn karakter, en hann á samt sín augnablik. Þeir bæta því samt með Megara (stelpan sem Hercules er hrifin af og aðstoðarkona Hadesar) og eins og er er hún eini ungi kvenkyns karakter í Disney-mynd sem hefur einhvern vott af kaldhæðni og smávegis kjaft, og ég þarf ekki meira til að líka vel við hana. Ég er samt vel ánægður að baksagan hennar og hugsanirnar hennar í sambandi við Hercules er mjög lítið sett út í, það hefði hvort eð er ekki passað við restina af myndinni. Philoctetes (talaður af Danny DeVito) er voða mikið upp og niður fyrir mér, sumir af bröndurunum hans virka engan veginn.

Þessi mynd hefur samt tvo karaktera sem eigna sér allar senurnar sem þeir eru í. Sá fyrri er pabbi Hercules, Zeus, en það er bæði eitthvað rosalega heillandi og skemmtilegt við hann (eitthvað sem upprunalegu sögurnar höfðu ekki: t.d. var Hercules ekki sonur Heru, sem er bæði eiginkona og systir Zeus). Svo ekki sé talað um að hann er bad-ass. Hinn karakterinn er auðvitað Hades, sem er (með Ratigan) skemmtilegasta illmennið frá Disney. Hann kemur með fullt af góðum línum, hefur smávegis gáfur og ég elska hversu fljótt skapið hans getur breyst. Flest aðrir karakterar gera sitt en ekkert mikið að tala um.

Myndin hefur samt tvö plothole sem eru eftirfarandi:
1: Í byrjun myndarinnar skipar Hades Pain og Panic að drepa Hercules út af spádómi, en þeir ná eingöngu að gera hann dauðlegan. Þar sem Hades er guð undirheimanna, ætti hann þá ekki að vita hvort Hercules sé dauður eða ekki?
2: Tíminn á milli þess að Zeus veit að Hercules sé á lífi og Hades gerir það er þónokkur tími (enda breytist Hercules slatti mikið á þeim tíma). Miðað við að þeir tveir séu bræður, hefði ekki verið líklegt að Zeus mundi segja bróður sínum frá því?


Útlit myndarinnar er skemmtilega litríkt og tölvugerðin á Hydra er frekar vel gerð fyrir sinn tíma. Húmorinn er oftast góður, þó hann einkennist rosalega af pop-culture tilvísunum. Eins og ég sagði fyrir ofan kemur Hades með frábærar línur, og allir karakterarnir koma að minnsta kosti með eina góða línu.

Ég verð því miður að vera svolítið harður á myndina vegna þess að sumir brandaranir eru rosalega latir og hún hefur tvö plot-hole (hafði upprunalega þrjú en ég gat réttlætt eitt sem gerðist í endanum).

Þannig að myndin fer STERKA 6/10, nokkrir frábærir brandarar í viðbót, eða nokkrir slappir brandarar farnir og hún hefði fengið sjöu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hercules.

Ég var í vanda um hvort ég ætti að gefa myndinni þrjár eða þrár og hálfa stjörnu en ég valdi þrár.

Hercules er mynd um hálfguðinn Hercules og er gerð eftir grísku goðafræðunum en þar átti Hercules að sigrast á hinum hræðilegu tólf þrautum eða eins og þær eru oft kallaðar þrautirnar tólf í þessari mynd er hins vegar farið eftir sögu hins unga Herculesar þar til að hann verður stór. Sagan byrjar þar sem Hercules er aðeins smápolli í vöggu og hinir nýbökuðu foreldrar hanns gætu ekki verið glaðari en brátt munu þau ekki verða jafn ánægð. Tveir aðstoðarpúkar hins illa Hadesar ræna hinum unga Herculesi og reyna að drepa með eitri en Herki nær ekki að drekka allt eitrið og verður því dauðlegur en þó með krafta álíka og guðirnir foreldrar hanns. Hercules er alin upp af bændahjónum sem finna hann og er alltaf öðruvísi en hinir krakkarnir á hanns aldri þar til loks segja foreldrar hanns honum að hann sé sonur guða. Herki fer þá að leyta uppi uppruna sinn og finna leyðina til að verða sönn hetja ...

Óskup skemmtileg mynd sem virðist í raun vera blanda af Hercules og Superman. Frábær teikning, skemmtilegar persónur og ótrúleg tónist og lög gera þessa mynd af einni bestu teiknimynd sem til er.

Þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svolítið væmin, en annars fín mynd um hetjuna herkúles. Það yndislegasta við myndina er tónlistin, en hún er hressileg og fjörug.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn