A Few Good Men
1992
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
In the heart of the nation's capital, in a courthouse of the U.S. government, one man will stop at nothing to keep his honor, and one will stop at nothing to find the truth.
138 MÍNEnska
84% Critics
89% Audience
62
/100 Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta leikara í aukahlutverki (Jack Nicholson), sem besta mynd, fyrir bestu klipping og hljóð
Í þessum dramatíska réttarsals-spennutrylli, á liðþjálfinn Daniel Kaffee, lögmaður hjá hernum sem hefur aldrei komið inn í almennan réttarsal, að verja tvo þrjóska sjóliða sem hafa verið ákærðir fyrir morð á öðrum hermanni.
Kaffee er þekktur fyrir leti og kæruleysi, og hafði verið búinn að semja um lausn málsins, gegn því að sjóliðarnir fengju... Lesa meira
Í þessum dramatíska réttarsals-spennutrylli, á liðþjálfinn Daniel Kaffee, lögmaður hjá hernum sem hefur aldrei komið inn í almennan réttarsal, að verja tvo þrjóska sjóliða sem hafa verið ákærðir fyrir morð á öðrum hermanni.
Kaffee er þekktur fyrir leti og kæruleysi, og hafði verið búinn að semja um lausn málsins, gegn því að sjóliðarnir fengju minni refsingu.
Ginny fær lögmanninn Galloway til að verja annan hermanninn, Downey, og í lögfræðingateyminu er einnig liðþjálfinn Sam Weinberg. Teymið rannsakar málið og kemst að ýmsu og Kaffee uppgötvar að vinna í réttarsal á í raun mjög vel við hann.
Vörnin er upprunalega byggð upp á þeirri staðreynd að fórnarlambið, Santiago, hafi þótt misheppnaður og var búinn að fá reisupassann. Í Gitmo, þá eru einhverjir vesalingar ekki líklegir til að dvelja lengi við og liðþjálfinn Nathan Jessup, er sérstaklega lítið hrifinn af einhverjum væsklum.
Á Kúbu, þá reyna Jessup og tveir aðrir yfirmenn að hjálpa til eins og þeir geta, en Kaffee skynjar að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Í lokin á myndinni þá fer allt í háaloft þegar Jessup og Kaffee takast á.... minna