Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Wild Child 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. september 2008

Nýjum skóla fylgja nýjar reglur

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics

Poppy (Emma Roberts) er sextán ára gömul ofdekruð stelpuskjáta sem á fataskáp sem Paris Hilton myndi öfunda, þökk sé vellauðugum föður hennar (Aidan Quinn). Þegar hún heldur leyfislaust partý þá ákveður faðir hennar, sem er búinn að missa þolinmæðina fyrir löngu síðan, að senda hana í heimavistarskóla í Englandi. Þar hittir Poppy fyrir stranga... Lesa meira

Poppy (Emma Roberts) er sextán ára gömul ofdekruð stelpuskjáta sem á fataskáp sem Paris Hilton myndi öfunda, þökk sé vellauðugum föður hennar (Aidan Quinn). Þegar hún heldur leyfislaust partý þá ákveður faðir hennar, sem er búinn að missa þolinmæðina fyrir löngu síðan, að senda hana í heimavistarskóla í Englandi. Þar hittir Poppy fyrir stranga skólastýru og hóp stúlkna sem neita að umbera sjálfselsku og eigingirni hennar. Poppy reynir allt sem hún getur til að láta reka sig en uppgötvar hins vegar að hún kann betur við skólann en hún lætur uppi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Fyrirsjáanleg klisja
Wild child fjallar um ofdekruðu malibu prinsessuna Poppy sem leggur leið sína í enskan heimavistarskóla eftir að hafa farið endanlega yfir strikið í dónaskap. Þegar hún kemur til Englands er hún með algjöra stæla yfir reglum heimavistaskólans og vill helst bara fara aftur heim. Með það hugarástand hjálpa herbergisfélagar hennar henni að brjóta reglurnar. Á einhverjum tímapunkti við að reyna að verða rekin úr skólanum finnur hún hlið í sjálfum sér sem hún mundi ekki eftir og vill ekki hætta í skólanum. Síðan kemur Poppy sér í vandræði og veit ekki hvernig verður aftur snúið.
Myndin er sæmilega leikin og mjög fyrirsjáanleg en það er gaman að horfa á hana ef að maður getur hlegið að myndum sem eru það lélegar að þær eru fyndnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn