Náðu í appið
9
Bönnuð innan 12 ára

Transformers: Revenge of the Fallen 2009

(Transformers 2, Transformers 2: Revenge of the Fallen)

Frumsýnd: 24. júní 2009

They have returned... to finish what they started.

150 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Eftir hrikalega atburði fyrstu myndarinnar vill Sam ekkert frekar en að lifa eðlilegu lífi í háskólanum með kærustu sinni, Mikaelu. Optimus Prime, leiðtogi Autobots-vélanna, flytur honum þær fréttir að friðurinn muni ekki endast lengi og ef til vill sé stríðið milli þeirra og Decepticon-vélanna rétt að byrja. Sam kemst að því að hann geymir upplýsingar... Lesa meira

Eftir hrikalega atburði fyrstu myndarinnar vill Sam ekkert frekar en að lifa eðlilegu lífi í háskólanum með kærustu sinni, Mikaelu. Optimus Prime, leiðtogi Autobots-vélanna, flytur honum þær fréttir að friðurinn muni ekki endast lengi og ef til vill sé stríðið milli þeirra og Decepticon-vélanna rétt að byrja. Sam kemst að því að hann geymir upplýsingar sem óvinurinn svífst einskis til að fá frá honum og fyrr en varir breytist jörðin í einn gríðarstóran vígvöll þar sem enn stærri hópur vélmanna en áður, þar á meðal Megatron upprisinn, ætlar sér að vinna lotuna og ganga frá Autobots-hópnum í eitt skipti fyrir öll.... minna

Aðalleikarar

Verulega slæm mynd
Ég var ekkert hrifinn af fyrri Transformers myndinni en þessi er ennþá verri. Jújú, tæknibrellurnar eru alveg í lagi og hasarinn ágætur en myndin er bara svo leiðinleg með klígjulegum dialog, misheppnuðum bröndurum og skelfilegum frammistöðum og vélmennin haga sér eins og fávitar. Transformers Revenge of the Fallen vill vera sniðug en samt einföld sem hefði alveg gengið upp en handritið og leikurinn í henni fór bara alveg í köku. Þetta er bara hörmung sem er ekki mönnum sæmandi. Fær hálfa stjörnu fyrir áðurnefndan hasar og tæknibrellur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Að slökkva á heila!
Transformers 2 er bara æðisleg ! Þá er ég að meina "slökku á heilanum þínum og vertu með-æðisleg". Fólk í dag vill hafa vísindaskáldskapi og hasar-myndir djúpar. Voru þessar myndir gerðar til þess að vera djúpar? Ég meina, maður þarf stundum að hugsa við þessa mynd en common. Þú hefur drullu mikið af hasaratriði, mikið af húmor og er lengri. Myndin er leikstýrð af Michael Bay (Armageddon, Bad Boys, Pearl Harbor) og skrifað af Roberto Orci & Alex Kurtzman (Star Trek, The Island, Transformers, Misson Impossible 3). Myndin hefur samt galla þótt að hún sé böðuð af osomness.

Söguþráðurinn er frekar óraunverulegur, skítmeðþað, og handritið holótt, skíttmeðþaðlíka, en það er líka gaman að sjá hvernig þau taka þettta alvarlega. Vélmenni með tilfinningar, fæða önnur vélmenni, ung vélmenni og gömul vélmenni...grúví! Handritið hefur líka vel skrifuð hasaratriði. Þótt myndin sjálf sé óraunveruleg eins og ég veit ekki hvað, þá hefur hún hasaratriðin á hreinu. Vélmenninn blandast saman við egyptaland, sem er vírd en samt (skíttmeðþað) hvað er málið með Mike Bay og eyðimörk?.........skíttmeðþað.

Ég held að allir séu akkúrat sama um persónulýsingarnar. Ég hef samt eitt að segja : vélmenninn eru kjánaleg, en kunna að berjast!

Myndin er rosalega skemmtileg, hún er svo skemmtileg og fyndin og mergjuð að ég gef henni heilar 4 og hálfa stjörnu! Hún er kjánaleg, en slökkvið á heilanum ! Hafið það gaman, og lærið að hafa gaman!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mjög Þreitandi og pirrandi
Ég bjóst ekki við miklu frá Transformers, en þegar ég leit í morgunblaðið þá lángaði mér til að sjá hasarmynd í bíó og eina myndin sem kom til greina var Transformers 2 því að ég var búinn að sjá T4.
Ég er ekki aðdáandi Transformers og ég hafði ekki séð fyrstu myndinna,en ég vonaðist eftir góðum hasar, húmor og söguþræði.
Myndin hún byrjaði ágætlega með fínum húmori og hasari svo kom meiri húmor og svo kom fyrsta og stærsta vandamálið...Söguþráðurinn,Eins og ég sagði "ekki aðdáandi Transformers" Þannig að ekki fara á þessa mynd ef þú veist líið um Transformers því að myndinn tekur söguna SVO ALVARLEGA að maður dettur bara í popp,snake í símanum eða bara sofnar í salnum.
En húmorin er ágætur og teknibrellurnar góðar en það er tvennt í viðbót sem mig langar að skrifa um,persónurnar og hasarinn.
Persónurnar eru flestar leiðinlegar og þær sem pirruðu mig mest voru Shia LeBeouf,Tvíburarnir,allir trashformerarnir og Octimus prime.
Shia LeBeouf karektirinn er ekkert nema New York italiano smart mouth og maður vill troða Decepticon upp í rassgatið á honum svo að han þeigi einusinni! Tvíburarnir eru ekkert meira en tveir Chris Tuckerar á helíum.Trashformerarnir hinir segja aldrei neitt og Octimus Prime...er ekki sem verstur eiginlega eini karekterin sem ég fílaði hjá góða liðinu EN verti gallin er...)Smá Spoiler(...Að hann er aðeins í 15% í myndii sem suckar því að dialogið hans er dáldið gott.

Hasarinn er ekkert taugatrekjand og spenandi því að þetta er basic amerísk klisja sem sést á dramanum í myndinni í lokahasarnum. Hasarin er basicly bara.....Vá.....Tölvubrellur(óspennandi)ekki...Shit Djöfull er þetta spennandi! Shit passaðu Þig Shia LeBeouf!Þannig að hasarin er ekkert spennandi og ég fór út úr salnum þegar loka hasar atriðið var svona hálfnað held ég.

Ég mæli alls ekki með þessar mynd farðu á ísöld 3,T4 eða bara Year One því að Michael bay veit ekki muninn á tæknibrellum og hugmyndum. 1 stjarna af 5. Hálf fyrri Húmor og hin fyrir brellur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
hvað..
Hvað viljum við fá úr þessari mynd ? ég hef verið að skoða dóma hjá erlendum gagnrýnendum og ég held að þeir séu gjörsamlega að misskilja ''conceptið'' af svona myndum.

Ég held að þeir séu allir ''brainwashed'' af þessum svokölluðu meistaraverkum t.d Slumdog millionaire,benjamin button og pianist og bara you name it..

ég fór á þessa mynd með frekar háar væntingar því ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi fá útúr þessari mynd, og ég gekk út sáttur úr laugarásbíói á þessu fína föstudagskvöldi.

ég bara skil því miður ekki hvað sumt fólk er að reyna að fiska úr þessari mynd því hún hefur allt sem hún þarf. sagt var að húmorinn hafi verið vægast sagt hundlélegur en ég veit ekki betur en að allir í troðfulla salnum sem ég var í hlógu dátt að hverju einasta atriði sem átti að vera fyndið.

Léleg saga ?. Nei það held ég ekki, myndin er tæpur 2 og hálfur tími og hún hélt mér alveg við efnið allan tímann.

sömu leikarar og í fyrri myndinni og þeir halda sig alveg á strikinu í þessari, svosem engir meistaralegir taktar en það er ekkert að þeim.

ég geri langa sögu stutta og spyr, Að hverju er fólk að leita þegar það fer að sjá þessa mynd ?

fínasta saga,fínustu leikarar, mjög góðar tæknibrellur

skil bara ekkert í þessu væli hja gagnrynendum

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stillið væntingarnar rétt - og hafið gaman!
Transformers hefur aldrei hentað hverjum sem er. Mörgum finnst þetta fyrirbæri hallærislegt og yfirdrifið. Ég er reyndar alls ekki ósammála því. Rennum aðeins yfir þetta; Stórir róbotar sem skiptast mjög áberandi í lið góðs og ills og gera fátt við tíma sinn annað en að finna leið til að útrýma hinu liðinu. Og já, þeir geta breytt sér í alls kyns vélar og faratæki! Að kalla þetta eitt það fáránlegasta í afþreyingarheiminum væri djöfulli viðeigandi. En það þýðir samt ekki að það megi ekki hafa gaman af því þrátt fyrir það...

Sá sem hefur horft á gömlu '80s teiknimyndirnar ætti að gera sér grein fyrir því hversu kjánalegar þær eru. Fyrri Transformers-myndin, sem greip athygli manns með einhverri svakalegustu tæknibrelluorgíu allra tíma, féll misvel í kramið meðal aðdáenda, sem ég á erfitt með að skilja. Ef eitthvað þá tókst Michael Bay og co. að gera efnið sjálft mun jarðbundnara og svalara, og hvergi var hikað við að gefa myndinni léttan tón sem kommentaði oft á það hversu yfirdrifið þetta allt saman var.

Fólk sem horfir á myndirnar og ætlast til að sjá eitthvað annað en hávært, heiladautt og ofbeldisfullt ævintýri er að drekkja sér í óskhyggju, þannig að þegar uppi er staðið skiptir það öllu máli hvernig þú fílaðir fyrstu myndina. Ef hún var ekki fyrir þig, þá mun pottþétt það sama gilda um þessa. Aftur á móti, ef þú náðir að skemmta þér yfir henni þá eru miklar líkur á að þú fílir þessa jafn mikið, ef ekki aðeins betur.

Transformers: Revenge of the Fallen fékk mig til að líða eins og ég væri 10 ára krakki gargandi af gleði yfir hverri einustu hasarsenu, sama hversu hávær, kaótísk eða heiladauð hún var. Þetta er góð tilfinning sem er akkúrat við hæfi þegar maður horfir á sumarmynd og mann hálfpartinn langar ekki að eyðileggja það með því að kryfja heildina með gagnrýni. Ekki samt halda að ég hafi ekki tekið eftir göllum, því ég gerði það. Oft! Hins vegar þá er aðaláherslan hérna einungis skemmtanagildið, og ef það kom ekki nógu vel fram þá get ég klárlega sagt að ég skemmti mér alveg mátulega yfir öllu brjálæðinu, og var ekki lengi að sötra kókið mitt og háma í mig poppið með fulla lúku - eins og góðar poppkornsafþreyingar fá mann gjarnan til að gera. Það eða ákaflega mikil svengd.

Þessi mynd hefur líka þann kost fram yfir þá fyrri að það er mun meira að gerast í henni. Hún fyllir betur upp í lengdina þótt hún sé örlítið lengri en hún þurfti að vera. Hasarinn er líka fjölbreyttari, og annað en áður þá á maður auðvelt með að þekkja vélmennin í sundur þegar þau slást og rífa hvort annað niður í búta. Myndin er líka algjört "overkill" hvað tækni- og tölvubrellur varða, en þegar þær eru eins frábærlega unnar og hérna er engan veginn hægt að kvarta undan því. Þær eru a.m.k. flottari núna. Ég hefði hér áður ekki trúað að það væri mögulegt, en meiri vinna er lögð í hin minnstu smáatriði til að láta vélmennin smella betur við alvöru umhverfin. Brellurnar eru líka í það miklu magni að það mætti jafnvel ganga svo langt með að kalla fyrri myndina aðeins "upphitun." Bay notaði tækifærið þar til að sjá hvar hægt væri að draga línuna. Takmörkin eru óendanleg hérna og kallinn leikur sér með pixlanna að vild.

Bay er oftast vanur að einblína á aðeins einn hlut í einu, og frammistöður leikara eru sjaldan talin með. Þessi mynd sleppur þó fyrir horn þar sem maður ætlast ekki mikið til þess að pæla í mannfólkinu. Helstu stjörnur myndarinnar bera nöfnin Optimus Prime, Bumblebee, Megatron og Starscream. Shia LeBeouf er áfram traustur sem orkuboltinn Sam Witwicky og er þaulreyndur í að hlaupa á milli staða og þeyta frá sér bröndurum. Megan Fox heldur áfram að vera mesta augnayndið á skjánum og hefur jafnvel bætt sig aðeins í leikhæfileikum, en bara aðeins. John Turturro og Ramon Rodriguez eiga einnig skondið samspil og Kevin Dunn og Julie White fara hressilega á kostum sem Witwicky-foreldrarnir. Þeim tekst óvenjulega vel að gera þvingaða brandara ágæta.

Húmorinn í myndinni er samt almennt mistækur, eins og gildir reyndar um langflestar myndir leikstjórans, og það er nokkuð merkilegt hvernig hann skiptist á milli þess að vera lúmskt grófur og skemmtilegur eða barnalegur og óþolandi. Bay hefur sjálfsagt lagt meira á sig til að höfða til breiðari hópa. Ég er samt mjög feginn að hann skuli hafa náð að hemla á svokallaða Bayhem-stílnum sínum, því þótt myndin sé troðin hasarsenum þá er klippingarbrjálæðið og flogaveiki upptökustíllinn miklu takmarkaðri en áður fyrr. Það er aldrei að vita nema Bay hafi hlustað á neikvæðu ummælin og loks tekið mark á þeim. Kannski það tengist því eitthvað líka að stór hluti af hasarnum - og kameruhreyfingunum - er unninn í tölvum. Hvort sem það er, þá fann ég fyrir miklum mun og fékk sem betur fer ekki létt mígreni eftir þessa mynd eins og gerðist næstum áður.

Það hefði samt verið þægilegra hefði myndin aðeins - ef ekki bara örlítið - skorið niður úr vélmennunum því þau eru hreinlega alltof mörg og getur stundum verið erfitt að muna öll nöfnin á þeim. Svo eru furðu margir sem eru þarna bara sem uppfylling. Til dæmis sá ég engan tilgang með persónunni Arcee. Handritshöfundarnir hefðu annað hvort átt að sleppa henni alfarið eða gefa henni meira að gera. Þetta er eina "kvenkyns" vélmennið og hún fær varla eina setningu. Frekar hefði ég skipt henni út fyrir tvíburana Mudflap og Skids (ímyndið ykkur orðljótan Jar Jar Binks... sinnum tveir!). Stórefa að nokkur maður hefði saknað þeirra.

Hvort að þetta sé góð mynd eða ekki skiptir litlu máli. Hún hefur "bílhlass" af göllum og ég bjóst svosem við því frá upphafi, enda hafði ég löngu munað að slökkva á heilasellunum fyrirfram. Ég ráðlegg ykkur að gera hið sama. Annars, ef einhver myndi spyrja mig í dag hver væri besta mynd leikstjórans myndi ég hiklaust segja The Rock. Ef ég yrði spurður hver væri sú skemmtilegasta, þá þyrfti ég að svara Transformers: Revenge of the Fallen. En hún er líka sú heimskasta, athugið það.

Hvort fólk er mér sammála eða ekki um það er algjört smekksatriði (einnig var það lengi vitað að helstu gagnrýnendur ættu eftir að rífa myndina í sig). Aðalatriðið er það, að Bay var búinn að segja að þessa mynd ætti enginn að taka alvarlega enda ætti hún bara að skemmta fólki og þá helst dyggustu aðdáendum og þeim sem vita hvað þeir eru að fara að horfa á. Þeir sem stilla væntingar sínar rétt (halló! Þetta er byggt á leikföngum!!) fá akkúrat það sem þeir vilja fyrir peninginn sinn. Hinir sem vilja halda sig frá þessu ættu frekar að kíkja á Star Trek aftur, því sú mynd ásamt þessari er klárlega með því ánægjulegasta sem þetta sumar hefur að bjóða upp á (og kaldhæðnislega eru þær skrifaðar af sömu mönnunum). Það sést þó langar leiðir hvaða mynd hefur yfirhöndina í brelludeildinni.

7/10

Það þreytist samt ansi fljótt hvað Michael Bay elskar mikið að vitna í eigin myndir. Vona að hann láti það eiga sig næst. Einnig vona ég að Shia láti það eiga sig að keyra fullur á meðan hann er í tökum. Meiðslin hans voru hörmulega "skrifuð" inn í söguna hér en það var alls ekki handritshöfundunum að kenna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.09.2013

Ríkustu leikstjórarnir

Kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn George Lucas er auðugastur allra leikstjóra samkvæmt greiningu tímaritsins Next Movie. Eignir Lucas eru metnar á fjóra milljarða Bandaríkjadala. Á eftir honum kemur félagi hans Steven...

03.09.2013

Transformers 4 fær nafn og plakat

Kvikmyndafyrirtækið Paramount tilkynnti nú rétt í þessu að fjórða Transformers myndin, sem er með Mark Wahlberg í fyrsta skipti í aðalhlutverkinu, í stað Shia LaBeouf sem lék aðalhlutverkið í fyrstu þremur myndunum...

18.11.2012

Twilight fær fljúgandi start

Frumsýning lokamyndarinnar í Twilight bálknum, Twilight Breaking Dawn Part 2 fékk fljúgandi start í Bandaríkjunum nú um helgina og eftir sýningar á föstudag eru áætlaðar tekjur af myndinni  71,2 milljónir Bandaríkjadala. Þetta þýðir að myndin stefnir í að ei...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn