Hér er á ferðinni fyrsta mynd Ricky Gervais með honum í aðalhlutverki. Eftir að hafa gert garðinn frægan með ‘The Office’ og ‘Extras’ hefur hann hægt og bítandi verið að flytja sig yfir til Hollywood með litlum hlutverkum í myndum á borð við ‘Stardust’, ‘Night at the museum og fleirum’.
Þó svo að myndin sjálf sé í raun ágætis afþreying fyrir sunnudagskvöld, þá er efni hennar hvorki nýtt af nálinni né nær hún sér almennilega á flug. Þess í stað hangir hún undir meðallagi allan tímann og gefur Gervais ekki mikið til að vinna með. Söguþráðurinn er einskonar samansull af ‘The Sixth Sense’ og ‘Ghost’ en engan veginn jafn skemmtileg. Ekki misskilja mig samt, ég hafði gaman að henni. Hló upphátt nokkrum sinnum en fékk þó oftar kjánahroll, en ef þig bráðvantar léttmeti fyrir sunnudagskvöld, horfðu þá á Ghost Town.
DreamWorks/Paramount Distribution
PG-13