Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Appaloosa 2008

Frumsýnd: 28. nóvember 2008

Feelings get you killed

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Myndin segir frá lögreglumanninum Virgil Cole (Harris) og aðstoðarmanni hans, Everett Hitch (Mortensen), sem flakka milli bæja í vesturríkjum Bandaríkjanna á tímum villta vestursins upp úr 1880 til að koma á lögum og reglu. Þeir eru auk þess góðir vinir og ná vel saman. Þeir fá það verkefni að koma á reglu í bænum Appaloosa og losa hann undan ógnarstjórn... Lesa meira

Myndin segir frá lögreglumanninum Virgil Cole (Harris) og aðstoðarmanni hans, Everett Hitch (Mortensen), sem flakka milli bæja í vesturríkjum Bandaríkjanna á tímum villta vestursins upp úr 1880 til að koma á lögum og reglu. Þeir eru auk þess góðir vinir og ná vel saman. Þeir fá það verkefni að koma á reglu í bænum Appaloosa og losa hann undan ógnarstjórn morðóðs búgarðeiganda, Randall Bragg (Jeremy Irons), sem heldur bænum og íbúum hans í heljargreipum. Verkefni þeirra er þó truflað úr óvæntri átt þegar fögur ekkja, Allie French, (Zellweger) mætir í bæinn og kynnist þeim Virgil og Everett. Fer hún brátt að fá meiri athygli frá tvíeykinu en verkefnið sem fyrir þeim liggur í bænum. Bragg er heldur ekkert lamb að leika sér við og er hann ekki lengi að nýta sér þennan nýfundna veikleika þeirra Everetts og Virgil. Auk þess reynir koma hennar og hörð andspyrna Bragg allverulega á vináttu fóstbræðranna, sem boðar ekki gott fyrir framtíð hins óreiðukennda bæjar. ... minna

Aðalleikarar

Ed Harris og Viggo Mortensen sýna góða leik
Villtra vestra myndir þurfa ákveðna hluti til þess að þær virki - í þessu tilviki þá er það leikur Ed Harris og Viggo Mortensen sem tveir kúrekar, bestu vinir og samstarfsmenn í The Appaloosa. Sambandið á milli þessara tveggja kúreka er sterkt og það sama má segja um leik Harris og Mortensens, þeir ná að sýna og ýta á hvern annan þegar á þarf. Heildarmyndin og handritið gekk ágætlega þegar á þurfti en stundum var þetta eins og þunnur þrettándi. Það eina sem stendur uppúr er leikur Harris og Mortensens, annað fellur bara inn án þess að tekið sé nógu vel eftir því, þegar á þarf.

Loka einkunn: 8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn