Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Milk 2008

(Harvey Milk)

Frumsýnd: 20. febrúar 2009

His life changed history. His courage changed lives.

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
Óskarsverðlaun 2009: VANN (2): Besti aðalleikari – Sean Penn / Besta frumsamda handrit Tilnefnd (6): Besta mynd / Besti leikstjóri / Besti aukaleikari – Josh Brolin / Besta tónlist / Besta búningahönnun / Besta klipping Golden Globes 2009: Tilnefnd:

Myndin Milk er byggð á sannri sögu stjórnmálamannsins og mannréttindafrömuðsins Harvey Milk, en hann braut blað í sögu Bandaríkjanna þegar hann var fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn sem kosinn var til opinbers embættis í landinu. Var hann kosinn til setu í borgarráði San Francisco árið 1977, en kjör hans olli fljótt mikilli ólgu og deilum sem náðu... Lesa meira

Myndin Milk er byggð á sannri sögu stjórnmálamannsins og mannréttindafrömuðsins Harvey Milk, en hann braut blað í sögu Bandaríkjanna þegar hann var fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn sem kosinn var til opinbers embættis í landinu. Var hann kosinn til setu í borgarráði San Francisco árið 1977, en kjör hans olli fljótt mikilli ólgu og deilum sem náðu víða um borgina og jafnvel allt Kaliforníufylki. Sean Penn leikur Milk sjálfan, en myndin segir frá síðustu átta árunum í lífi hans og hefst í New York, þar sem Harvey hefur átt erfitt með að fóta sig vegna fjandsamlegra viðhorfa í hans garð. Hann og ástmaður hans, Scott Smith (James Franco), flytja til San Francisco, þar sem þeir stofna lítið fyrirtæki. Harvey kemst fljótt mitt í hringiðu samfélagsins í borginni og verður brátt talsmaður mannréttinda fyrir ýmsa minnihlutahópa, sér í lagi samkynhneigða, og flykkir fólk sér skyndilega að baki honum í helstu baráttumálum. Þegar hann er kjörinn til setu í borgarráði eftir mjög áberandi, umdeilda og erfiða kosningabaráttu byrjar svo baráttan fyrir alvöru hjá Milk, því ekki eru allir jafn sáttir við veru hans í áhrifaembætti…... minna

Aðalleikarar


Hér er mynd sem verður líklega í Óskarsverðlaunaslagnum, allavega skv. þessum Óskari. Milk er byggð á sannri sögu um Harvey Milk, leikinn af Sean Penn, sem var fyrsti samkynhneigði pólitíkusinn í Kaliforníu. Það er sem sagt engin mjólk í myndinni ;-) Milk barðist fyrir réttindum samkynhneigðra á tíma þegar samkynhneigð var álitið vera sjúkdómur sem hægt væri að lækna og að hommar og lesbíur væru pervertar og barnaníðingar. Myndin er sýnd í þátíð, þ.e. Sean Penn er sögumaður og talar um liðna atburði. Penn er áhrifaríkur ræðumaður og er virkilega góður í þessu hlutverki. Í aukahlutverkum er valinn maður hvert sem litið er: Josh Brolin (No Country For Old Men), Emile Hirsch (Into The Wild) og James Franco (Spider-Man). Virkilega áhrifarík mynd sem maður gleymir ekki í bráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Milk segir frá Harvey Milk(Sean Penn) sem barðist fyrir rétti samkynhneigðra í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Alveg í lagi þessi mynd en ekki alveg minn tebolli. Sagan er merkileg en myndin er hálf dauð. Hún endurtekur sig og það er eins og sama atriðið sé aftur og aftur. Sean Penn er góður og nær öllum hommatöktunum, maður trúir honum alveg en enginn leiksigur samt. James Franco og Josh Brolin eru ágætir en báðir hafa áður gert betur. Mér fannst Milk sæmileg, það má horfa á hana alls ekki léleg, sagan er verðugt kvikmyndaefni en umbúðirnar sem hún er í eru slappar. Ég segi tvær stjörnur eða 6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sterkur Penn, að venju
Það má vel vera að Sean Penn geti verið pínu brjálaður í einkalífinu, en þegar hann er upp á sitt besta í vinnunni sinni er alltaf ljómandi gaman að fylgjast með honum. Hann er stórkostlegur leikari og algört kamelljón þegar kemur að hlutverkavali. Hann slær hvergi feilnótu sem Harvey Milk. Penn gjörsamlega hverfur í augum áhorfandans og eftir stendur elskulegur, metnaðarfullur maður á fimmtugsaldri sem fær þig hiklaust á sitt band.

Myndin er annars helvíti góð. Hún er vönduð, athyglisverð en þó umfram allt mikilvæg. Það sem dregur einkunnina niður er annars vegar þessi standard keyrsla á henni. Milk fylgir strangri formúlu út í gegn og oft leið mér eins og ég hafi séð þessa sömu mynd áður, bara í öðruvísi búningi. Það virkar kannski ósanngjarnt að vera að setja út á sannsögulega mynd fyrir að vera klisjukennd í strúktúr, en ég neita samt að trúa því að saga Milks hefði ekki getað verið byggð upp öðruvísi. Milk náði alveg að skilja ýmislegt eftir sig, en á endanum var ég ekkert sérlega gripinn af dramanu.

Annars er heill haugur af efnilegum ungum mönnum í aukahlutverkum sem gera gott ennþá betra. Það vantar reyndar mikla dýpt í flest hlutverkin, en strákar eins og Emile Hirsch, Diego Luna, Lucas Grabeel (High School Musical krakkinn??) og Joseph Cross gera heilmikið við það sem þeir hafa. Josh Brolin stóð sig líka mjög vel. Takið sérstaklega eftir því hvað hann nær að gera mikið einungis með svipbrigðum, og hvað slíkt segir mikið um hans karakter. Annars var ég mikið hrifinn (samt ekki þannig) af James Franco, og fannst hann eiginlega eiga ekki síður leiksigur heldur en Penn. Hann stóð sig frábærlega í mikilvægu hlutverki og ég keypti hann fullkomlega sem elskhuga Milks.

Gus Van Sant hefur alltaf kunnað að meðhöndla leikara, það er hans stærsti kostur. Milk má vera sönn saga um mikilvægan kafla í sögu menningar, en þetta er fyrst og fremst mynd borin uppi af leikurum. Það sést líka hvernig tæknivinnslan reynir aldrei að trufla mann frá því. Kvikmyndatakan er einföld og eru senur oft látnar spilast í heilum tökum frá aðeins einu sjónarhorni. Kemur vel út.

Milk feilar aldrei á því að fanga athygli þína. Myndin er engin klassík, og mér finnst jafnvel tæpt að hún eigi heima á Óskarnum í öðrum flokkum heldur en leik og leikstjórn, en hún er merkileg engu að síður. Síðan verður spennandi að sjá hvort Bryan Singer geri myndina The Mayor of Castro Street, sem fjallar um sama efni. En báðir Singer og Van Sant litu á sögu þessa manns sem eitt draumaverkefni sitt. Gus var víst á undan.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.08.2023

Kuldi andlegt framhald af Ég man þig

Íslenski sálfræðitryllirinn Kuldi eftir Erling Óttar Thoroddsen verður frumsýndur 1. september nk. Þetta er þriðja kvikmynd Erlings í fullri lengd en hinar eru hrollvekjurnar Rökkur og Child Eater. Einnig frumsýnir Erlin...

28.09.2021

Erlingur endurgerir verðlaunamynd sína í Bandaríkjunum

Íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen mun skrifa og leikstýra bandarískri endurgerð myndar sinnar Rökkur (e. RIFT) sem kom út 2017. Kvikmyndagerðarmaðurinn lauk tökum nýverið á kvikmyndinni The Piper fy...

08.08.2020

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En h...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn