Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Underworld: Rise of the Lycans 2009

(Underworld 3)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. janúar 2009

Every war has a beginning.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 30% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Underworld: Rise of the Lycans er þriðja Underworld-myndin, og gerist á undan atburðum hinna tveggja og segir frá upphafi hins langvinna stríðs sem geysað hefur á milli vampíruættanna og fyrrum þræla þeirra, Lycananna, sem eru nokkurs konar varúlfar. Segir myndin frá því þegar ungur Lycani, Lucian (Michael Sheen), verður leiðtogi varúlfanna í uppreisn gegn... Lesa meira

Underworld: Rise of the Lycans er þriðja Underworld-myndin, og gerist á undan atburðum hinna tveggja og segir frá upphafi hins langvinna stríðs sem geysað hefur á milli vampíruættanna og fyrrum þræla þeirra, Lycananna, sem eru nokkurs konar varúlfar. Segir myndin frá því þegar ungur Lycani, Lucian (Michael Sheen), verður leiðtogi varúlfanna í uppreisn gegn grimma vampírukonungnum Viktor (Bill nighy), sem hefur haldið ættbálki varúlfanna í heljargreipum. Lucian fær aðstoð úr óvæntri átt þegar Sonja (Rhona Mitra), dóttir Viktors, verður ástkona hans og hjálpar honum við uppreisn varúlfanna gegn þrælahöldurum sínum og baráttu þeirra fyrir langþráðu frelsi sínu. ... minna

Aðalleikarar

Myrk mynd
Ekki að undra að þetta sé svolítið myrk mynd enda á þetta að vera að gerast á 15 öld en minna mátti það vera. Ég kunni alveg ágætlega vel við fyrstu og aðra myndina en þessi þótti mér eiginlega bara léleg. Sé bara engan tilgang með henni annan en að reyna að pranga/gabba pening úr aðdáendum hinna myndanna tveggja. Ég veit ekki hvernig myndin hefði verið ef ég hefði ekki verið búinn að horfa á hinar tvær en hjá mér var hún alveg hræðilega leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Séð þetta áður...
[Ath. Ef þið hafið ekki séð neina Underworld-mynd, þá væri ekki ráðlagt að lesa áfram. Ég fer út í fáeina spoilera sem tengjast fyrstu myndinni. Betra safe en sorrý.]

Underworld-myndirnar eru kannski ekki þekktar fyrir frumleika eða þétt handrit, en afþreyingargildið er furðulega öflugt, sérstaklega í fyrstu myndinni. Númer tvö var talsvert lakari, en ég hafði engu að síður gaman að henni.

Þið þekkið það eflaust þegar að fólk talar um hversu tilgangslausar sumar framhaldsmyndir (eða - eins og í þessu tilfelli - prequel-myndir) eru. Það er margt til í því. Ódauðlega margar framhaldsmyndir eru tilgangslausar, en ég er ekki frá því að þessi mynd sé ein sú allra ónauðsynlegasta sem ég hef séð í langan, langan tíma. Af hverju? Vegna þess að við erum búin að sjá þessa sögu áður, og þá í gegnum flashback-senur úr fyrstu myndinni.

Þeir sem hafa séð hana (og ég vænti þess að það séu flestir, annars væri voða takmarkaður áhugi gagnvart þessari mynd) vita hvernig öll bévítans atburðarásin mun spilast út, og það er fátt sem ekkert fyllt upp í til að stækka út söguna eða koma manni á óvart.
Við vitum að stríð vampíra og varúlfa endar ekki í þessari lotu (dö...!!). Við vitum að báðir Viktor (Bill Nighy) og Lucian (Michael Sheen) lifa af. Við vitum að Sonja deyr, og m.a.s. hvernig. Er eitthvað eftir? Ekki einu sinni voru Star Wars-forsögurnar SVONA útreiknanlegar.

Underworld 3 (köllum hana bara það) græðir þó á því að líta vel út, og jú, hún er svolítið skemmtileg. Það er heldur aldrei leiðinlegt að horfa á Bill Nighy. Hann virðist fíla sig vel í hlutverki Viktors og kemur prýðilega út, þó að það mætti reyndar saka hann um ofleik. Michael Sheen hefur nýlega hækkað í áliti hjá mér, eftir að hafa séð hann í Frost/Nixon. Hann stendur sig ákaflega vel hér þrátt fyrir að hafa ósköp lítið til að vinna með, en maður heldur upp á persónuna og það skiptir miklu. Doomsday-gellan Rhona Mitra gerir gerir sitt besta til að halda sama svipnum út alla myndina, en hún virkar svosem ágætlega. Persónulega finnst mér Kate Beckinsale miklu heitari.

Myndinni er leikstýrt af Patrick Tatopoulos, sem vann við hinar tvær sem skrímslahönnuður. Tatopoulos gerir ekkert nýtt með hráefnið, og hann eiginlega kopíar bara andrúmsloftið úr fyrstu myndinni. Kameruhreyfingarnar eru svipaðar líka.

Hefði Nighy ekki verið í forgrunni hefði Underworld 3 auðveldlega ratað beint á DVD. Myndin er sú ódýrasta í seríunni (skilst mér) og ekki sú metnaðarfyllsta. Sem betur fer leiddist mér ekki yfir henni, en ég mun heldur ekki eigna mér hana í safnið þannig að niðurstaðan er svona mitt á milli.

5/10 - Alltílæ mynd, og í besta falli betri vampírumynd heldur en t.d. Twilight.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mæli með þessari
ég sá þessa um daginn og mæli með henni
þetta segir frá hverning þetta allt byrjaði stríðið á milli Vampíra og Varúlfa
þetta má eiginlega segja að þetta hefði átt að vera fyrsta myndinn

ég helt að þessar myndir séu ekki búnar miða við endir myndarinnar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn