Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

I Love You Phillip Morris 2009

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. mars 2010

The Conman who wouldn't go straight

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
Rotten tomatoes einkunn 61% Audience
The Movies database einkunn 65
/100

Steven Russell er hamingjusamlega giftur lögreglumaður í smábæ sem neyðist til að endurmeta allt líf sitt eftir afdrifaríkt bílslys. Hann uppgötvar skyndilega að hann er samkynhneigður og ákveður að lifa lífinu til hins ýtrasta, og skiptir þá litlu máli hvort það þurfi að brjóta lögin til þess. Hinn nýi lífstíll Stevens inniheldur lygar, fjársvik... Lesa meira

Steven Russell er hamingjusamlega giftur lögreglumaður í smábæ sem neyðist til að endurmeta allt líf sitt eftir afdrifaríkt bílslys. Hann uppgötvar skyndilega að hann er samkynhneigður og ákveður að lifa lífinu til hins ýtrasta, og skiptir þá litlu máli hvort það þurfi að brjóta lögin til þess. Hinn nýi lífstíll Stevens inniheldur lygar, fjársvik og á endanum fría gistingu í fangelsi, þar sem hann hittir hinn mjúkmála Phillip Morris. Steven verður umsvifalaust ástfanginn af Phillip og einbeitir sér nú að því með öllum ráðum að losa Phillip með einhverju móti úr fangelsinu og eignast hið fullkomna líf með honum. Það verður hinsvegar fljótt ansi flókið , því til þess notar hann hver svikin og lygina á eftir annarri. ... minna

Aðalleikarar

Vel leikin, fyndin en á sama tíma alvarleg
I Love You Phillip Morris er að mínu mati ein af bestu myndum ársins. Einu myndirnar sem mér finnst betri eru Toy Story 3 og Shutter Island en þessi er ekki langt á eftir.

Draman í myndinni er mjög vel leikin og sömuleiðis er húmorinn góður, þó hvorugt af því sé afgerandi mikið í myndinni. Mesti hluti myndarinnar er samt meira um að sjá líf Steven Russel (Jim Carrey) með því fólki sem hann þekkir, sem er samt sem áður skemmtilegur hluti myndarinnar.

Jim Carrey er frábær í þessari mynd. Ég geng það langt að segja að eina frammistaðan frá honum sem er betri en þessi sé úr Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Karakterinn hans er líka mjög vel skrifaður. Ég var hissa að þetta var byggt á raunverulegum atburðum miðað við hversu langt Russel fer til að sleppa við fangelsi og vera með ástinni sinni, Phillip Morris (Ewan McGregor). McGregor kemur áreiðanlega með bestu frammistöðu sem ég hef séð með honum. Hvernig hann lætur og hljómar var nær gallalaust út myndina.
Einu aðrir karakterar sem koma soldið fram í myndinni eru Leslie Mann og Rodrigo Santoro en þau skila sínu. Síðasta atriðið milli Carrey og Santoro var mjög snertandi, en ekki eins mikið síðustu atriðin milli Carrey og McGregor.

Ef þessi mynd fær ekki eina einustu tilnefningu á Óskarinn verð ég verulega pirraður. Þetta er einfaldlega mjög vel gerð mynd þegar kemur að leik, handriti og kvikmyndatöku.
Vel mælanleg mynd frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.03.2015

Smith og Robbie halda fókus

Sambíóin frumsýna kvikmyndina Focus þann 6.mars. Myndin fór beint á toppinn í USA en Will Smith leikur reyndan svikahrapp sem ákveður að að æfa unga konu og leyfa henni um leið að vera með í næsta verkefni. Hér er á fer...

16.10.2012

Bless Ricky Gervais

Þegar Ricky Gervais var kynnir á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2010 sagði hann: "Þetta er allt í lagi, ég mun ekki gera þetta aftur," nokkrum sinnum, sem reyndist ekki alveg rétt, því hann átti eftir að mæta tvisvar ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn