Náðu í appið
51
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Night at the Museum 2 2009

(Night at the Museum: Battle of the Smithsonian)

Frumsýnd: 20. maí 2009

When the lights go off the battle is on.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Þegar Náttúrusögusafninu sem Larry vinnur á sem næturvörður, er lokað tímabundið vegna lagfæringa og endurnýjunar eru allir safngripirnir settir í geymslu á hin ýmsu söfn í Washington, þar á meðal hið fræga Smithsonian-safn. Fyrir mistök verða Jedediah (Owen Wilson) og Octavius (Steve Coogan) eftir á Smithsoniansafninu þegar gripirnir eru fluttir til baka... Lesa meira

Þegar Náttúrusögusafninu sem Larry vinnur á sem næturvörður, er lokað tímabundið vegna lagfæringa og endurnýjunar eru allir safngripirnir settir í geymslu á hin ýmsu söfn í Washington, þar á meðal hið fræga Smithsonian-safn. Fyrir mistök verða Jedediah (Owen Wilson) og Octavius (Steve Coogan) eftir á Smithsoniansafninu þegar gripirnir eru fluttir til baka og ákveður Larry því að brjótast inn í safnið til að bjarga þeim burt þaðan. Það er þó hægara sagt en gert, því þar er að finna marga af merkilegustu safngripum heims, þar á meðal Ameliu Earhart (Amy Adams) og flugvélina sem hún flaug í þvert yfir Atlantshafið, Al Capone (Jon Bernthal) og sakaskránna hans og jafnvel rauðu skóna hennar Dóróteu í Oz. Og það sem verra er: allir 136 milljón hlutirnir á safninu eru sprelllifandi og alls ekki á þeim buxunum að láta Larry í friði í flóttatilraun sinni. Þarf hann því að kljást við sögupersónur allt frá Napóleon til Genghis Khan og jafnvel Darth Vader, vilji hann bjarga Jedediah og Octaviusi.... minna

Aðalleikarar

Hræðilegt framhald
Þó að fyrri myndinn hafi verið fín var þessi bara hræðilega léleg. Ég var að fara í bíó og gat annað hvort farið á Angels and Demons eða þessa mynd. Ég vildi frekar horfa á eitthvað sem lét mig hlæja svo að ég valdi þessa. Það voru stór mistök. Þessi mynd er alls ekki fyndinn fyrir utan einn Hank Azaria sem var það eina sem hélt myndinni uppi.
Það sem drap þessa mynd eiginlega var Amy Adams (Enchanted, Julie & Julia) sem lék bara ömurlega Ameliu Earhart. Hún var samt ekki sú eina sem lék lélega, Owen Wilson (Wedding Crashers, Starsky & Hutch) og Steve Coogan (Tropic Thunder, Around the World in 80 Days) léku mjög ýkt. Ben Stiller (Along Came Polly, Meet the Fockers) var mjög lélegur sem aðalpersónan Larry.
Ef ykkur fannst fyrsta myndin góð ekki horfa æa þessa, hún mun eyðilegga hana fyrir ykkur.

Quote:
General George Armstrong Custer: We're Americans, we don't plan, we do!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nótt sem ég vil helst gleyma
Ég get nefnt a.m.k. þrjár ástæður af hverju fólk ætti að halda sér frá þessari mynd; Sú fyrsta er einfaldlega sú að fyrri myndin, þrátt fyrir að vera vinsæl, var aldrei neitt sérstök. Hún var ófyndin, ofureinföld hrúga af hamagangi og kjánaskap þar sem Ben Stiller hefur aldrei verið jafn áberandi stirður og áhugalaus. Önnur ástæðan er sú að þessi er nánast nákvæmlega eins, bara verri, og sú þriðja er að Shawn Levy hefur aldrei leikstýrt neinu sem hægt er að kalla góða mynd.

Levy telur sig hafa húmor, en maður getur ómögulega verið sammála því. Big Fat Liar, Just Married og sérstaklega Pink Panther-endurgerðin undirstrika það nokkuð vel að þessi maður eigi hvergi heima í gamanmyndum. Sama gildir um annan handritshöfundinn, Thomas Lennon, sem getur verið sprenghlægilegur sem leikari (sjáið hann t.d. bara í I Love You, Man) en er alveg hreint ógeðfelldur penni þegar kemur að bröndurum. Fyrir þá sem ekki vita þá kom hann m.a. nálægt Taxi-endurgerðinni, The Pacifier, Herbie: Fully Loaded og Balls of Fury. Stórfurðulegt, ég veit.

Night at the Museum 2 (sem ber hið ónauðsynlega langa undirheiti Battle of the Smithsonian) vill vera sniðug, skemmtileg og m.a.s. fræðandi mynd, en hún er svo óbærilega þunn, aulaleg og full hugmyndasnauð til að öðlast eitthvað af þessum lýsingum. Öll bévítans myndin virkar eins og eitt stórt uppfyllingarefni enda ekki minnsti vottur af söguþræði til staðar. Fyrri myndin þjáðist af því sama en hún allavega náði að stefna eitthvert. Í samanburði lítur hún út eins og Christopher Nolan-mynd miðað við þessa, a.m.k. hvað efnisinnihald varðar.

Svo er frekar sérstakt hversu líflaus þessi mynd er, þrátt fyrir að innihalda svona mikinn hamagang. Hér er engin spenna, enginn sjarmur, engin sál og síðast en ekki síst enginn alvöru metnaður. Leikstjórinn hefur líklega bara hugsað "stærra og meira" og haldið að það myndi samstundis gera allt betra. Síðan er reynt að troða eins mörgum frægum andlitum á skjáinn og mögulegt er til að skreyta myndina og e.t.v. til að fela þunnildin. Nice try.

Það er samt ekki fyndið hversu mörgu hæfileikaríku fólki er sóað. Menn á borð við Hank Azaria, Craig Robinson, Jonah Hill, Bill Hader (nánast óþekkjanlegur - snjallt!) og Jay Baruchel eru settir í misstór hlutverk en gera ekki neitt líkt því sem þeir eiga að gera, s.s. vera fyndnir. Ricky Gervais, Steve Coogan, Robin Williams og Owen Wilson nýtast ekkert betur, frekar en áður. Stiller er enn jafn þreytulegur í ábyggilega einu verst skrifaða aðalhlutverki sem hann hefur nokkurn tímann fengið. Botna lítið í því hvað hann sá svona heillandi við að snúa aftur. Það er ekki eins og hann eigi erfitt með að fá hlutverk. Eina manneskjan sem hefur einhverja útgeislun er Amy Adams (í vel þröngum buxum). Hún er pottþétt það eina góða við myndina.

Yfirleitt er hægt að hrósa svona myndum fyrir að bjóða upp á ágætis brellur, en hér eru þær hálf glataðar. Ég held að jafnvel brellumönnunum hafi verið skítsama um myndina. Alan Silvestri leggur heldur enga vinnu í tónlistina. Hann endurtekur bara gömlu stefin úr fyrri myndinni aftur og aftur.

Night at the Museum 2 er fullkomið dæmi um blóðmjólkaða hugmynd. Hugmynd sem var ekki einu sinni það góð til að byrja með. Þetta er einhæf og grútleiðinleg tjara sem sóar leikurum sem eiga betra skilið. Já, ég skal meira að segja telja Ben Stiller þar með. Ég hugga sjálfan mig við þá tilhugsun að ég eyddi aðeins 100 mínútum í myndina, meðan að aðstandendur töpuðu mörgum mánuðum.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn