Nixon
1995
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
He changed a world. But lost a nation.
192 MÍNEnska
75% Critics
74% Audience
66
/100 Pólitísk kvikmynd sem fjallar um æviskeið Bandaríkjaforseta Richard Nixon og Watergate hneykslið.
Oliver Stone fjallar hér um stíft kvekara uppeldi forsetans fyrrverandi, hvernig hans pólitísku skoðanir byrjuðu að mótast í lagaskóla, og hina undarlegu hlédrægni sem einkenndi tilhugalíf hans og Pat eiginkonu hans. Mótsagnirnar í persónuleikanum koma snemma... Lesa meira
Pólitísk kvikmynd sem fjallar um æviskeið Bandaríkjaforseta Richard Nixon og Watergate hneykslið.
Oliver Stone fjallar hér um stíft kvekara uppeldi forsetans fyrrverandi, hvernig hans pólitísku skoðanir byrjuðu að mótast í lagaskóla, og hina undarlegu hlédrægni sem einkenndi tilhugalíf hans og Pat eiginkonu hans. Mótsagnirnar í persónuleikanum koma snemma fram, í harðvítugri kosningabaráttu hans gegn Helen Gahagan Douglas og í hinni furðulega masókísku Chekers ræðu. Allt benti til að tap Nixons fyrir hinum hataða og mjög svo öfundaða John F. Kennedy í forsetakosningunum árið 1960, og svo tap aftur árið 1962 í ríkisstjórakosningum, markaði endalok stjórnmálaferils hans. En, þrátt fyrir algjöran skort á persónutöfrum, þá er Nixon bráðsnjall pólitíkus, og grípur tækifæri sem gefst í kjölfar þess að bakslag kemur í baráttunna gegn Víetnamstríðinu, sem endar með því að hann er kjörinn forseti árið 1968. Það er ekki fyrr en þegar hann er búinn að koma sér vel fyrir í forsetastólnum og er með öruggt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar 1972, að vaxandi vænisýki hans fer á flug, sem svo aftur setur af stað Watergate hneykslið.... minna