Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Disturbing Behavior 1998

Frumsýnd: 17. febrúar 1999

You'll never be the same.

84 MÍNEnska
Katie Holmes vann MTV verðlaunin fyrir Best Breakthrough Female Performance

Eftir sjálfsmorð unglingsins Allen Clark, ákveður fjölskylda hans að flytja frá Chicago til hinnar friðsælu Cradle Bay eyjar, þar sem systkini Allen, Steve og Lindsey, geta átt rólegt og gott líf. Þegar Steve fer í gagnfræðaskólann á staðnum, þá verður hinn utanveltu Gavin vinur Steve og kynnir hann einnig fyrir vinkonu sinni Rachel Wagner, sem einnig er... Lesa meira

Eftir sjálfsmorð unglingsins Allen Clark, ákveður fjölskylda hans að flytja frá Chicago til hinnar friðsælu Cradle Bay eyjar, þar sem systkini Allen, Steve og Lindsey, geta átt rólegt og gott líf. Þegar Steve fer í gagnfræðaskólann á staðnum, þá verður hinn utanveltu Gavin vinur Steve og kynnir hann einnig fyrir vinkonu sinni Rachel Wagner, sem einnig er hálf utanvelta í nemendahópnum. Gavin kynnir Steve fyrir hinum ýmsum hópum í matsalnum, pönkurunum, nördunum og svo auðvitað fullkomnu íþróttastrákunum í Blue Ribbons genginu, sem klæðast jökkum í stíl. Gavin segir Steve að hann hafi orðið vitni að því að einn úr Blue Ribbon, Andy Efkin, hafi orðið skólasystur þeirra, Mary Jo, að bana, en hennar hefur verið saknað um tíma. Steve trúir ekki Gavin, en það á eftir að breytast....... minna

Aðalleikarar


Þokkaleg spennumynd sem segir frá náunga sem flytur ásamt fjölskyldu sinni til smábæjar þar sem þau ætla að hefja nýtt líf eftir ákveðna fjölskylduerfðleika. Það fer þó ekki eins og gert var ráð fyrir því að á staðnum er klíka af nokkurs konar ofurkrökkum sem heitir Blái borðinn, fljótlega kemur í ljós að ekki er þarna allt með felldu. Annars standa leikararnir standa sig þokkalega, en handritið er reyndar bara miðlungs. Það byggir á hugmynd sem hefði mátt útfæra á meira spennandi hátt. Þetta er langt frá því að vera eitthvað meistaraverk en ef maður er í réttu hugarástandi og býst ekki við meira en afþreyingu þá er þetta prýðileg skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.10.2018

Strákurinn hrellir á ný

Kvikmyndasíðan Movieweb greinir frá því að framhald verði gert af hrollvekjunni The Boy frá árinu 2016. Myndin fjallaði um mjög óhugnanlega dúkku sem líktist óþægilega mikið lifandi strák. Í framhaldsmyndin...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn