Náðu í appið
132
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Ace Ventura 1994

(Ace Ventura: Pet Detective)

He's the best there is! (Actually, he's the only one there is.)

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 37
/100
Jim Carrey fékk Blimp verðlaunin á Kids Choice Awards fyrir besta gamanleik. Carrey einnig tilnefndur til MTV verðlauna, og einnig til Razzie verðlauna fyrir verstu frumraun.

Það er búið að ræna höfrungnum Snowflake, gæludýri Miami Dolphin-ruðningsliðsins. Niðurstaða markaðsdeildar fótboltaliðsins er sú að aðeins einn maður geti leyst málið; maður sem sérhæfir sig í að hafa upp á horfnum gæludýrum og þekkir í sundur höfrung og hnísu. Einkaspæjarinn Ace Ventura er maðurinn. Hann er sá alfærasti á þessu sviði og... Lesa meira

Það er búið að ræna höfrungnum Snowflake, gæludýri Miami Dolphin-ruðningsliðsins. Niðurstaða markaðsdeildar fótboltaliðsins er sú að aðeins einn maður geti leyst málið; maður sem sérhæfir sig í að hafa upp á horfnum gæludýrum og þekkir í sundur höfrung og hnísu. Einkaspæjarinn Ace Ventura er maðurinn. Hann er sá alfærasti á þessu sviði og raunar sá eini svo vitað sé. Höfrungsrán eru alvörumál og markaðsstjóra Miami Dolphins finnst spæjarinn ekki mjög traustvekjandi loksins þegar hún hefur upp á honum. Maðurinn lifir á fuglafóðri, er greiddur eins og páfagaukur og lítur út eins og hann klæði sig með lokuð augun. En hann er sá eini sem völ er á og því fær hann starfið. Ace hefst handa og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hann finnur strax sönnunargagn sem lögreglunni hafði yfirsést; stein úr hring sem aðeins leikmenn meistaraliðs Miami Dolphins bera. En hann gerir sig og markaðsstjórann Melissu Robinson (Courtney Cox) jafnharðan að fífli þegar hann reynir árangurslaust að bendla frægan milljónamæring við ránið. Rannsóknaraðferðir Ace Ventura eru óvenjulegar. Þegar forseti ruðningsliðsins er myrtur mætir hann á svæðið til að leita að vísbendingum og hleypur hnusandi eins og blóðhundur um svæðið. Fólk er farið að halda að hann sé ekki í lagi og ekki batnar það þegar hann eltir leikmennina út um allan bæ og inn í sturtu til þess að reyna að sjá út hver þeirra hafi tapað steininum úr hringnum sínum. Málið verður dularfyllra og dularfyllra og ekki batnar það þegar stjörnu Miami Dolphin-liðsins Dan Marino (sem leikur sjálfan sig) er rænt. Nú vandast málið því nú eru það tvö spendýr sem Ace Ventura þarf að finna, tíminn líður og úrslitaleikurinn nálgast. Að lokum kemur þó í ljós að Ace Ventura var réttur maður á réttum stað og að það er engin goðgá að nefna hann í sömu setningu og spæjara á borð við Sherlock Holmes og Inspector Clousseau. Enginn annar en hann komst að því að höfrungsránið tengdist úrslitaleiknum árið 1984 og enginn annar en hann gat uppgötvaði að ýmsir þeir sem reyndu að leggja stein í götu rannsóknar hans höfðu óhreint mjöl í pokahorninu. Enginn annar en Ace Ventura gæludýraspæjari reynist að lokum fær um að upplýsa morðið, bjarga höfrungnum, finna Dan Marino og koma honum heilum á völlinn áður en úrslitaleikurinn er búinn. Þegar allt kemur til alls stendur Ace Ventura uppi sem sigurvegari, með pálmann í höndunum og markaðsstjórann í fanginu.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er ein besta mynd sem gerð hefur verið jim carrey fer á kostum sem pet detectivin Ace ventura þessi er miklu betri en seinni myndin. Þetta hlutverk er bara búið til fyrir jim því eingin annar í heiminum gæti leikið Ace ventura betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ace Ventura er algjör snilld, þetta er fyrri myndin af tveim og myndin sem gerði Jim Carrey frægan, ég gef myndinni sjálfri fjórar stjörnur. Aðalhlutverk í myndinni eru: Jim Carrey(The Mask) og Courtney Cox(3000 Miles To Craceland). Í myndinni segir frá Ace Ventura(Jim Carrey) sem er Pet Detective eða Gæludýra Lögregla. Hann fréttir af því að höfrungnum Snjókorn væri rænt tveim vikum áður enn að höfrungurinn ætti að sýna listir sýnar í hálfleik á Super Bowl. Hann fer og ransóknar málið og hittir konu að nafni Melissa Robinson(Courtney Cox). Þeir sem vilja ekki vita um þess mynd meira HÆTTIÐI NÚNA. Hann finnur gimstein úr hring sem allir leikmenn í liðinu Miami Dolphins fengu. Þannig að hann kíkjir á alla hringana sem liðsmennirnir eru með. Enn enginn af þeim eru með engann gimstein í hringnum, þá sér hann á eldri mynd að það vantar einn. Sá maður var Ray Finkle, hann fór heim til hans enn Ray hafi strokið þaðan. Foreldrar hans sögðu að hann hafi strokið af Geðveikrahæli. Þá fór Ace á þetta geðveikrahæli dulbúinn sem geðveikur maður og leitaði í geymsluni eftir hlutunum sem hann hafi skilið eftir. Þar fann hann upplýsingar um einn leikmannana Dan Marino. Hann fór til Dan Marino þegar hann var að taka upp auglýsingu, þá tóku menn Dan Marino og Ace elti þá. Hann elti hann að bryggju, þá fattaði hann að yfirmaðurinn hans Ace sem er kona var Ray Frinkle en fór í kynskiptiaðgerð.Þá ætlaði hún að drepa Dan Marino, þá kom Ace þangað og sá þá að Snjókorn var þarna við bryggjuna. Þannig að það var bjargað höfrungnum og höfrungurinn sýndi þetta listir sínar í hálfleik á Super Bowl, takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mig langaði mest að þvo augun á mér uppúr sápu eftir að hafa byrjað að horfa á þessa mynd. Ofleikur Jim Carrey átti þó ágætlega við þetta afspyrnu slæma handrit, sem segir líklegast meira um handritið en leik Jim Carrey. Myndin lendir örlítið neðar á shitlistanum en The Postman með Kevin Costner.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ace Ventura er örugglega besta mynd Jim Carreys fyrir utan Cable Guy en þessi hefur mjög mikinn aulahúmor sem enginn þarf að skammast sín fyrir en ég hvet alla aulahúmorista til að sjá þessa mynd. Ace Ventura (Jim Carrey) er mjög góður í fagi sínu en hann vinnur sem maður sem hjálpar fólki að finna týnd gæludýr (!). Hann fær verkefni frá frægu ruðningsliði en stór keppni er framundan og það vantar höfrung sem hvetur liðið áfram (!!). En margt óvænt kemur í ljós og margt fyndið kemur líka í ljós. Sjáið þessa mynd. Ég segi ekki fleira. But if i'm not back in five minutes then just wait longer.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi ein sú besta gamanmynd sem ég hef séð. Myndin fjallar um gæludýraspæjarann Ace Ventura sem er vægast sagt sérstakur, hann þarf að finna týndan höfrung sem er lukkudýr ruðningsliðs. Í leit sinni lendir hann í mörgum undarlegum og sprenghlægilegum aðstæðum og þarf að kljást við löggur, miljarðamæringa og ruðningslið. Ace Ventura er án efa flottasta persóna sem Jim Carrey hefur leikið og í þessari mynd nýtur hann aðstoðar Courtney Cox og Dan Marino sem eru líka mjög góð í sínum hlutverkum. Sem sagt, frábær mynd með frábærum bröndurum og frábærum leikurum.

LLLLLIKE A GLOVE!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn