The Fighter
2010
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 28. janúar 2011
Every dream deserves a fighting chance.
116 MÍNEnska
91% Critics
89% Audience
79
/100 Melissa Leo og Christian Bale fengu bæði Óskarsverðlaunin og Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni.
7 tilnefningar til Óskarsverðlauna.
The Fighter er sannsöguleg mynd og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward og hálfbróður hans Dicky. Micky var alltaf kallaður "Sá írski" og stefndi lengi að því að verða heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Þrátt fyrir að vera gæddur miklum líkamlegum hæfileikum var leiðin hvorki bein né greið.
Dicky hafði ungur náð langt á hnefaleikabrautinni,... Lesa meira
The Fighter er sannsöguleg mynd og segir frá hinum fræga boxara Micky Ward og hálfbróður hans Dicky. Micky var alltaf kallaður "Sá írski" og stefndi lengi að því að verða heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Þrátt fyrir að vera gæddur miklum líkamlegum hæfileikum var leiðin hvorki bein né greið.
Dicky hafði ungur náð langt á hnefaleikabrautinni, og varð stjarna heimabæjarins þegar hann sló sjálfan Sugar Ray Leonard niður í bardaga, en náði þó aldrei að verða meistari. Hann lenti ungur á glæpabrautinni, sem hafði einnig dópneyslu í för með sér sem dró hann næstum til dauða.
Eftir að Dicky hafði losað sig undan fíkniefnunum reyndist hann Micky mikilvægur á leið hans á toppinn. ... minna