Náðu í appið
66
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ghostbusters 1984

(Ghost Busters )

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. desember 1984

They're here to save the world.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Þrír háskólakennarar í dulsálarfræðum missa rannsóknarstyrk og trúverðugleika þegar rektorinn ákveður að kenningar þeirra og aðferðir eigi ekki lengur heima í virðulegu stofnuninni sem hann rekur. Atvinnuleysið knýr þá út í eigin rekstur sem fagaðilar í útrýmingu drauga og annarra yfirnáttúrulegra krafta. Þeir hefjast handa og koma sér upp aðsetri... Lesa meira

Þrír háskólakennarar í dulsálarfræðum missa rannsóknarstyrk og trúverðugleika þegar rektorinn ákveður að kenningar þeirra og aðferðir eigi ekki lengur heima í virðulegu stofnuninni sem hann rekur. Atvinnuleysið knýr þá út í eigin rekstur sem fagaðilar í útrýmingu drauga og annarra yfirnáttúrulegra krafta. Þeir hefjast handa og koma sér upp aðsetri í gamalli slökkviliðsstöð og með úr sér genginn sjúkrabíl til afnota. En skjótt skipast veður í lofti þegar Draugabanarnir verða hetjur borgarinnar er þeir takast á við ótrúlega aukningu í yfirnáttúrulegum atburðum.... minna

Aðalleikarar

Frábær klassík
Þessi mynd er bara klassík. Kom út árið 1984, sem er sama ár sem gullmolarnir Indiana Jones and the Temple of Doom og Police Academy komu út.
Snillingurinn Bill Murray (Lost in Translation, Tootsie) er bestur hér sem einn af bestu kvikmyndapersónum kvikmyndasögunnar Dr. Peter Venkman, hinn ávallt fyndni Dan Aykroyd (The Blues Brothers myndirnar, 50 First Dates) leikur Dr. Raymond Stantz ,Harold Ramis (Love Affair, Baby Boom) leikur Dr. Egon Spengler og Ernie Hudson (Shark Attack, Mr. Magoo) leika Ghostbusterana og gera það snilldarlega. Sigourney Weaver (Alien, Working Girl) leikur aðalkonuna Dana Barrett og Rick Moranis (Spaceballs, Little Shop of Horrors) leikur hinn pirrandi Louis Tully.
Ivan Reitman (Junior, My Super Ex-Girlfriend) leikstýrir þessari mynd og er þetta besta myndin hans. Aykroyd og Ramis skrifiðu handritið af þessari mynd sem er rosalegt miðað við hinar sem þeir hafa skrifað.
Þetta er frábær Sci-Fi grín mynd sem allir ætta að sjá.

Quote:
Dr. Peter Venkman: We came, we saw, we kicked its ass!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ágætis skemmtun
Ghostbusters fjallar um nokkra ,,vísindamenn" sem hafa áhuga á draugum og að rannsaka þá og eftir að hafa verið reknir úr gömlu vinnunum í háskólum ákveða þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki sem finnur og eyðir draugum. Það gengur ofboðslega vel hjá þeim að ná litlu pirrandi draugunum og fá mennirnir á sig gott orð og takast á við marga drauga. Ein þeirra sem er leikin af Bill Murray verður hrifin af fyrsta kúnnanum leikin af Sigourney Weaver og fylgjist áhorfandi við eltingaleik þeirra á milli. Allt gengur vel þar til rosalegur draugur fer að taka yfir New York borg og þurfa þá Ghostbusters að sameina krafta sína og bjarga deginum. Þetta er bráðfyndin gamanmynd og fer Bill Murray á kostum í hlutverki sínu, einnig er mjög gaman að sjá tæknibrellurnar frá 1984 og hlæja af þeim í leiðinni. Góð mynd fyrir unga sem aldra sem hægt er að horfa á aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd frá Ivan Reitman um vinina Peter(Bill Murray), Ray(Dan Aykroyd) og Egon(Harold Ramis)sem starfa sem vísindamenn í dulspeki þegar þeim er hent út af háskólanum sem þeir starfa hjá. Þeir stofna eigið fyrirtæki og titillinn útskýrir starf þeirra. Hið forna goð Gozer(veit ekki hvað leikkonan heitir en make up-ið hennar er geðveikt) kemur síðan eins og þruma úr heiðskíru lofti til að útrýma heiminum og inn í þetta blandast Dana Barrett(Sigourney Weaver) sem á þann heiður að vera fyrsti(en ekki síðasti) viðskiptavinur okkar manna. Skemmtileg mynd á margan hátt en því miður er hún talsvert gölluð. Hún er ekki eins ýkt og hún hefði getað orðið og alltof sjaldan fyndin. Einnig eru atriðin þar sem er sýndur ástarneisti á milli Peter og Dana formúlukennd, þreytt og jafnvel draga myndina niður. En að jákvæðu punktunum; tónlistin er þvílíkt góð, titillagið er að vísu alveg óbærilega leiðinlegt en annars er soundtrackið mjög gott. Murray og Weaver eru bæði fín þegar þau eru ekki að leika hvort á móti öðru og Aykroyd og Ramis eru báði þéttir og halda myndinni uppi. Ernie Hudson og Rick Moranis eru þarna líka en hlutverkin eru ekkert spes. Nú tel ég mig vera búinn að skrifa nóg um Ghostbusters en ég smelli á hana tveimur og hálfri stjörnu. Ekki frábær mynd en vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ghostbusters er frábær gamanmynd og ég fæ aldrei leið á henni. Myndin er smekkfull af frábærum leikurum og allar aðalpersónurnar eru frábærlega vel úr garði gerðar og tæknibrellurnar eru frábærar miðað við hún er gerð 1984.

Myndin er frábær og allir ættu að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

GhostBusters


Ghostbusters er grín/spennumynd sem fjallar um menn sem reyna að útrýma draugum. Byrjaði þetta á því að hringt var frá bókasafni og sagt að fundist hafi draugur, fara þeir félagar að athuga málið og viti menn finna þeir ekki draug sem er að lesa bók og vill ekki að það sé verið að trufla sig. Eftir að Dr. Peter Venkman er rekinn úr háskólanum ákveða þeir félagar að stofna fyrirtæki að nafni GhostBusters og áttu þeir að fjarlæga drauga þó það fyrirtækið byrjaði í fjárhagslegum erfiðleikum.

Eftir nokkurn tíma þá virðist allt ætla að ganga upp hjá þeim, þeir voru á forsíðum allra tímarita og þeir voru meðal annars í sjónvarpinu. Ekki ætlaði hann Walter Peck að leyfa þeim félugum að halda áfram með þetta fyrirtæki, en kom hann inn á skrifstofu þeirra, fór með lögreglumanni og rafvirkja niðri kjallara þar sem þeir geymdu draugana og slepptu þeir þeim út, og þá varð fjandinn laus en þurftu þeir í GhostBusters að fara að bjarga málunum.


Leikstjóranum Ivan Reitman tókst vel upp með þessa mynd en eru tæknibrellurnar í hæsta gæðaflokki miðað við það að myndin sé frá 1984. Leikarinn Bill Murray leikur mjög skemmtilega persónu í þessarri mynd en leikur hann heimskan “vísindamann” sem er aðallega að reyna að heilla eina stúlku þegar hann er ekki á eftir draugum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn