Ég vil taka það fram að ef þú ætlar að lesa þetta án þess að hafa séð myndina þá skaltu sjá hana fyrst eða láta mig spilla fyrir þér þessum yndislega söguþræði sem hú hefur vegna þess að ég ætla mér að tala um hana í mikilli dýpt og finnst það erfitt án þess að minnast á söguþráðinn eitthvað. En ég mun minnast á hvenær ég spilli einhverjum Plot-point.
Til að byrja með skemmti ég mér konunglega í bíóinu og hló hressilega að flestum senum, einn stærsti galli myndarinnar er þessi ofleikur ===SPOILER BYRJAR=== í Nicolas Cage í senuni þegar hann deyr. Kjánalegasta og óþarfasta senan í myndinni === SPOILER ENDAR=== En einhver sá besti punktur myndarinnar eru allar þessar vísarnir í gamlar myndir sem nördar eins og ég elska, það eru vísanir í myndir á borð við Scarface, Batman og Il Buono, Il Brutto Il, cattivo(The Good, The Bad And The Ugly).
Leikurinn er yfir höfuð frábær og ég elska í senunum með Big Daddy þegar Nicolas Cage leikur línurnar sínar í Adam West stíl þar sem hann líkist batman ekki lítið. Aaron Johnson var góður og persónan viðkunnanleg, man að mér fannst leiðinlegt ===SPOILER BYRJAR=== þegar hann er stunginn af 2 rugludöllum með hnífa === SPOILER ENDAR=== en það eru nokkrar senur þar sem hann lætur eins og algjör fábjáni og mér finnst stundum skrítið hvernig hann labbbar bara á götunni í búningnum eins og ekkert sé, en ég ætla ekki að nitpicka á svoleiðis smáatriði. Eini leikarinn sem mér fannst ekki gera neitt var Mark Strong, hann hefur leikið "The Villain" nógu oft, hann var ágætur í Sherlock Holmes en hér er hann búinn með kvótann. Hins vegar fílaði ég Cristopher Mintz-Plasse í tætlur þótt hann hafi átt frekar fáar senur.
En senuþjófurinn hér er hinn 11 ára Chloe Moretz. Hún stelur ölum atriðum sem hún kemur í og er svo frábærlega klikkuð persóna. Handritið er tær snilld og skemmtilegar línur koma ávallt. Hinsvegar fannst mér ótrúlegt að svona góður stemmari gæti komið af sama manni og gerði hina hálf-slöppu Stardust sem hafði lítið annað en satírskt atriði með Robert De Niro í kjól. Matthew Vaughn er búinn að sanna sig fyrir mér og mér hlakkar til að sjá hvort hann geti toppað þessa snilld. Annars vegar verð ég að taka það fram að ég ELSKA hvernig þessi mynd er siðferðilega röng og alltaf svo "Over-the-top".... en það er ekki fyrir alla.
Gef henni sterka 9/10 og mæli með henni ef þú ert með steiktann húmor, fílar vísanir í gamlar myndir eða vilt bara skemmta þér í tæpa 2 tíma. Besta mynd sem ég hef séð á árinu.... hingað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei