Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

The Men Who Stare at Goats 2009

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 26. mars 2010

No goats. No glory.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 54
/100

Fréttamaður í Írak gæti verið búinn að komast á snoðir um stærstu frétt á ferli sínum þegar hann hittir Lyn Cassady, mann sem segist vera fyrrum meðlimur í sérstakri deild í Bandaríkjaher sem heitir New Earth Army, herdeild sem sér um að ráða yfirskilvitlegar verur í sérverkefni fyrir herinn.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Meðalgott flipp
Hér höfum við tilvalið dæmi um bíómynd sem lítur út fyrir að vera miklu ferskari en hún er. Það er ýmislegt gott í boði en á endanum skilur heildin ekkert eftir sig, sem er fúlt miðað við skondna titilinn (sem gefur áberandi til kynna að ræman tekur sig hvergi alvarlega), sniðugu hugmyndina, leikarahlaðborðið og steikta húmorinn. Með svona flippaðan efnivið er erfitt að trúa því að hér hefði ekki verið hægt að gera eitthvað aðeins meira "edgy," innihaldsríkara og skemmtilegra.

Maður tekur strax eftir því hvað leikararnir nutu sín mikið við gerð myndarinnar, og í örfáum tilfellum verða hreint sprenghlægilegar senur til úr samspili þeirra. George Clooney, Ewan McGregor, Kevin Spacey, Jeff Bridges og ýmsir aðrir í minni hlutverkum eru svakalega hressir en í stað þess að lífga meira upp á gott handrit þá eru þeir í staðinn bara að bjarga óvandaðri froðu sem þykist allan tímann vera miklu sniðugri en hún er, og egóið skín svo mikið í gegn. Það eru jú, nokkrar frábærar senur til staðar, en ég verð því miður að leggja áherslu á orðið *nokkrar.* Afgangurinn er annaðhvort fínn eða furðu óathyglisverður. Miðkaflinn er alveg einstaklega dauður, og mér fannst stundum eins og handritið hafi glatast á þeim tímapunkti og öll myndin breyst í spuna.

Þótt mér finnist ávallt gaman að sjá góða leikara gera sig viljandi að hálfgerðum fíflum þá er býsna erfitt að kalla það næga ástæðu til að skella einhverjum meðmælum á allan pakkann. Mér tókst að brosa ansi oft, en (og þetta er risastórt "EN") það vantaði meira bit í satíruna, lokahnykkinn í suma brandaranna og aðeins meira fjör í atburðarásina.

5/10

PS. Takið eftir hvað leikurunum finnst gaman að ofnota orðið "Jedi." Giskið af hverju...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn