Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

How to Train Your Dragon 2010

(Að temja drekann sinn)

Frumsýnd: 31. mars 2010

One adventure will change two worlds

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 99% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Víkingaunglingurinn Hiccup býr á lítilli eyju sem nefnist Berk. Þar eru bardagar við dreka daglegt brauð og á Hiccup að verða aðaldrekabani eyjunnar einn daginn. Hins vegar gengur húmor og hugsunarháttur Hiccups illa ofan í aðra íbúa á eyjunni, og þá sér í lagi foringjann, Stock hinn mikla, en það vill svo til að hann er einnig faðir Hiccups. Þegar Hiccup... Lesa meira

Víkingaunglingurinn Hiccup býr á lítilli eyju sem nefnist Berk. Þar eru bardagar við dreka daglegt brauð og á Hiccup að verða aðaldrekabani eyjunnar einn daginn. Hins vegar gengur húmor og hugsunarháttur Hiccups illa ofan í aðra íbúa á eyjunni, og þá sér í lagi foringjann, Stock hinn mikla, en það vill svo til að hann er einnig faðir Hiccups. Þegar Hiccup er sendur í drekaþjálfunartíma með jafnöldrum sínum sér hann hins vegar loks tækifæri til að sanna sig fyrir föður sínum. Hann nær að tjóðra einn dreka, en sér umsvifalaust að það er engin ástæða til að drepa hann og þeir verða fljótt vinir. Í stað þess að verða næsti aðaldrekabani lendir Hiccup því í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að sanna fyrir blóðheitum félögum sínum að það þurfi ekki að drepa dreka til að lifa af á eyunni, en það á eftir að þurfa mikinn sanfæringarkraft til þess ....... minna

Aðalleikarar


Ég algjörlega elska þessa mynd útaf lífinu!!!!! Ég er 14 ára stelpa sem er mest fyrir hasar, ráðgátu og spennutrillamyndir. en samt var einhvað sem ég algjörlega elskaði við þessa mynd, hef séð hana 3 sinnum og var alltaf jafn góð, fyrir utan það að tónlistin var á algjöru overdrive allan tímann. Allir karakterararnir voru góðir, þó sérstaklega drekinn Toothless og víkingastrákurinn Hickup. Allir drekarnir höfðu mismunandi eiginleika, allar persónurnar voru awesome og eftirminnilegar, flugsenurnar flottar osf góð mynd fyrir alla aldurshópa.

9/10 stjörnum

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fyndnasta teiknimynd seinni ára
Ég fór á How To Train your Dragon(3D) í algjöru flippi, valið stóð á milli hennar eða Hot Tub Time machine og að þeirri seinni ólastaðri þá sé ég engan veginn eftir því að hafa farið á HTTYD.

Á blaði þá lítur myndin út eins og algjör krakkamynd, sagan fjallar um víkingastrák sem býr í bæ sem er ofsóttur af drekum, sem er ekki eins og allir hinir í bænum, hann er ómögulegur í því að berjast, er mjór og veiklulegur og hefur gaman af uppfinningum.

Hann nær að skjóta niður dreka með einni uppfinningu sinni og þaðan byrjar sagan af viti.

Ef sögu mætti kalla, plottið í myndinni er frekar krúttlegt og væmið en er bjargað algjörlega fyrir höfn með ótrúlega hnittnum húmor og skemmtilegri persónusköpun, t.d aðaldrekin er óendanlega krúttlegur án þess að fara yfir strikið.

Þrívíddin í myndinni var ekkert kickass, en allt annað varðandi myndina var alveg til fyrirmyndar, raddirnar bakvið andlitn voru alveg spot on, animationið mjög flott og í heild alveg dúndur skemmtileg upplifun sem að keyrir hart á góðum húmor, það er fáránlega langt síðan að ég hef hlegið jafn vel og á þessari mynd, og ég mæli með henni fyrir hvern sem er!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Avatar fyrir krakka?
Þetta er einmitt það sem DreamWorks-teiknimyndir mættu gera oftar! Oftast hafa þær lagt meira púður í brandara og pop-culture tilvísanir heldur en að segja góða sögu sem grípur athygli manns út alla lengdina, með persónum sem hægt er að þykja vænt um og halda með. How to Train Your Dragon (eða The Dragon Whisperer, eins og ég kalla hana í gríni) er ekkert síðri heldur en margar Pixar-myndir að mínu mati. Hún er ekki eins notalega fersk og sumar þeirra en almennt séð er þetta frábær fjölskylduafþreying sem hefur bæði húmorinn og hjartað á réttum stað.

Stundum líður mér eins og að stúdíó séu stundum að hlaða teiknimyndir með frægum nöfnum bara til þess að selja þær betur. Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því hvers vegna ég virði Pixar-menn, því þeir leggja mikla vinnu í að finna *rétta* fólkið, en ekki bara það fræga. Leikararnir sem lána raddir sínar fyrir How to Train your Dragon eru samt nærri því allir vel valdir, og virðast langflestir smellpassa í sína karaktera (Craig Ferguson ber samt hiklaust af. Frábær sá gaur). Ég kann sérstaklega vel við það hvað persónurnar eru langflestar minnisstæðar þrátt fyrir að vera voða einfaldar. Sagan gengur samt meginlega út á vinasamband stráks við drekann sinn (sem hagar sér þó meira eins og stór köttur, að mínu mati), og það kemur gríðarlega vel út sem uppbygging að traustum boðskap ásamt endi sem tekur eina eða tvær óvæntar stefnur varðandi aðalpersónu myndarinnar. Verð að segja að leikstjórarnir tóku býsna djarfa ákvörðun þar.

Svo fáum við mjög flotta grafík sem nýtur sín best í flugsenum og hasar (athugavert hvað mikið af innihaldi myndarinnar minnir lauslega á Avatar - sérstaklega þegar maður horfir á hana í 3D). Einnig er vert að minnast á skepnuhönnunina. Drekarnir eru allir skemmtilega fjölbreyttir og súrrealískir í útliti. Ekkert Reign of Fire kjaftæði hérna!

Burtséð frá því að vera ótrúlega vel unnin þá er handritið traust, og þrátt fyrir að sagan sjálf sé á marga vegu formúlubundin þá helst hún uppi vegna þess að hún nær að snerta við manni og vera skemmtileg á sama tíma. Persónurnar eru líka flestar litríkar og húmorinn er á pari með því besta frá DreamWorks (já, Shrek 2 og Kung Fu Panda taldar með). En nú er ég farinn að endurtaka sjálfan mig. Ég segi: Grípið í krakkana og hafið það gaman. Og það besta við þessa bíóferð er að allir fá eitthvað skemmtilegt út úr henni, sama hvað þeir eru gamlir.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.08.2022

Allir geta verið hetjur eins og Hank

Hundurinn Hank í klóm kattarins, eða Paws of Fury: The Legend of Hank, sem byggð er á kúrekagrínmynd Mel Brooks frá árinu 1974, hefur margvíslegan boðskap fram að færa. Eins og Movieweb bendir á þá er auðvitað ekke...

15.01.2020

Hildur og Newman sigurstranglegust

Kvikmyndatónskáldið Veigar Margeirsson, sem hefur starfað í Hollywood um árabil, segir að Hildur Guðnadóttir, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrr í vikunni fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, og Thomas Newman, ...

25.03.2019

Captain Marvel sigraði Us

Enn á ný, þriðju vikuna í röð, nær ofurhetjusmellurinn Captain Marvel efsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Það er vel af sér vikið því ný mynd Get Out leikstjórans Jordan Peel, Us, var frumsýnd um helgina, ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn