Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Taking Woodstock 2009

(Motel Woodstock)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. janúar 2010

"A Generation Began In His Backyard."

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Taking Woodstock segir sanna sögu Elliots Tiber, sem árið 1969 var ungur innanhússarkitekt á uppleið í Greenwich Village í New York. Foreldrar hans eiga niðurnítt mótel í bænum Bethel og leigir lítið hippaleikfélag hlöðu í eigu þeirra. Reksturinn á mótelinu gengur illa og sýnist Elliot að þau muni þurfa að loka því fyrr en síðar. Elliot fær þá hugmynd... Lesa meira

Taking Woodstock segir sanna sögu Elliots Tiber, sem árið 1969 var ungur innanhússarkitekt á uppleið í Greenwich Village í New York. Foreldrar hans eiga niðurnítt mótel í bænum Bethel og leigir lítið hippaleikfélag hlöðu í eigu þeirra. Reksturinn á mótelinu gengur illa og sýnist Elliot að þau muni þurfa að loka því fyrr en síðar. Elliot fær þá hugmynd að halda litla tónlistarhátíð og hefur útvegað sér leyfi frá bæjaryfirvöldum í Bethel, sem hann þurfti aðeins að borga einn dollar fyrir. Þegar honum berast fréttir af því að skipuleggjendur Woodstock-tónlistarhátíðarinnar séu í vandræðum vegna andstöðu við upprunalega staðsetningu hátíðarinnar, býður hann þeim leyfið sitt og gistingu á mótelinu. Nágranni þeirra, Max Yasgur, leigir þeim landsvæði í sinni leigu, en þegar í ljós kemur að þetta verður eitthvað mun meira en lítil tónlistarhátíð flækjast málin fyrir alla aðila... ... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn