Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Klassagrín
The Other Guys er nýjasta mynd Will Ferrels og Adam McKay. Myndin er lögreglumynd með hinnu týpísku pari sem Ferrell og Mark Wahlberg leika vel. The Other Guys er með frekar þunnan söguþráð og stundum veistu ekki alveg hvað er í gangi þótt að myndin sé frekar einföld en að mínu mati dettur hún ekki mikið niður fyrir það. Það sem myndin græðir mest á og gengur út á er grín. Það er eitthvað fyndið á hverri einustu mínútu og nokkur hrikalega fyndin atriði og oft með Micheal Keaton sem stendur sig einstaklega vel og stelur senunum sem Gene ?Lauhm?. Will Ferrell leikur aðeins rólegri týpu en verður stundum ,,venjulegur'' (Bad Cop/Bad Cop). Mark Wahlberg er eiginlega sami karakter og hann var í Departed en er líka með sín kómísk móment.
Myndin er vel tekin upp og hasarinn skemmtilega yfirdrifinn og vel gerður. Myndin var greinilega með hátt budget en hún græðir vel á því í hasarnum. Myndin hefði kannski mátt vera aðeins fyndnari í seinni helmingnum og losað sig við 10 mínútur.
7/10
The Other Guys er nýjasta mynd Will Ferrels og Adam McKay. Myndin er lögreglumynd með hinnu týpísku pari sem Ferrell og Mark Wahlberg leika vel. The Other Guys er með frekar þunnan söguþráð og stundum veistu ekki alveg hvað er í gangi þótt að myndin sé frekar einföld en að mínu mati dettur hún ekki mikið niður fyrir það. Það sem myndin græðir mest á og gengur út á er grín. Það er eitthvað fyndið á hverri einustu mínútu og nokkur hrikalega fyndin atriði og oft með Micheal Keaton sem stendur sig einstaklega vel og stelur senunum sem Gene ?Lauhm?. Will Ferrell leikur aðeins rólegri týpu en verður stundum ,,venjulegur'' (Bad Cop/Bad Cop). Mark Wahlberg er eiginlega sami karakter og hann var í Departed en er líka með sín kómísk móment.
Myndin er vel tekin upp og hasarinn skemmtilega yfirdrifinn og vel gerður. Myndin var greinilega með hátt budget en hún græðir vel á því í hasarnum. Myndin hefði kannski mátt vera aðeins fyndnari í seinni helmingnum og losað sig við 10 mínútur.
7/10
Ferrell og Mckay í flippinu
Ef við hugsum aðeins um Will Ferrell og ferilinn hans, hvað fáum við? Old School, Anchorman, Kicking And Screaming, Talladega Nights, Blades of Glory, Semi Pro, Step Brothers og nú síðast The Other Guys. Þetta eru svona vinsælustu myndirnar hans, hinsvegar eru þær ekkert allar góðar. Síðan skulum við líta á Adam McKay og Will Ferrell saman, af þessum lista fáum við Anchorman, Talladega Nights, Step Brothers og The Other Guys. Allar myndirnar sem þeir gerðu saman finnst mér persónulega hafa verið hápunkturinn í feril Ferrells (og Old School auðvitað, mesta snilldin). Ferrell og Mckay byrjuðu að vinna saman í SNL í kringum árið 2000. Eftir það hafa þeir gert helling af hlutum og útkoman alltaf verið frábær, þeir eiga t.d. Funny Or Die vefsíðuna sem gefur frá sér helling af efni á hverri viku (sketcharnir eru samt ekki alltaf frábærir). En þegar þeir 2 koma saman þá er auðveldlega hægt að sjá að mikil vinna fór í að gera verkefnið eins skemmtilegt og hægt er, bæði fyrir áhorfendur og þá sjálfa.
Allan Gamble (Will Ferrell) er lögregla sem elskar ekkert meira en að sitja við skrifborðið sitt og vinna pappírsvinnu, hann hefur hinsvegar engan áhuga á að fara út á götu og fanga glæpamenn. Félagi hans, Terry Hoitz (Mark Wahlberg), hefur engan áhuga á því að sitja við skrifborðið og vil bara vera á götunni og fanga sem flesta. Þegar ofur-löggurnar, leiknar af Samma L og The Rock, deyja vantar 2 menn til að fylla stöðuna þeirra. Terry sér loksins tækifærið til að láta drauminn rætast, enda búinn að bíða eftir þessu tækifæri í alltof langan tíma. Gamble hinsvegar hefur engan áhuga á því að taka þátt í þessum draum, en þegar Terry neyðir hann til að koma með sér í útkall lenda þeir í stærra máli en þeir hefðu nokkurn tíman getað ímyndað sér. Saman þarf þetta ólíklega par að vinna saman til að geta leyst málið.
Will Ferrell og Mark Wahlberg standa sig ótrúlega vel hér sem ólíklega parið. Aldrei hefði maður getað hugsað sér Mark Wahlberg að leika í grínmynd en hann kemur hér sterkur inn, þó að hann leiki ágætlega þunglynda persónu sem er alveg ótrúlega bitur út í allan heiminn fyrir það sem hefur komið fyrir hann, þá gerir hann það vel. Will Ferrel sýnir hér nýja hlið í gríninu og leikur alveg ótrúlega rólega persónu, hann sem oftast leikur ofvirkustu manneskjuna í myndinni. Útkoman er spreng hlægileg og stelur hann oft senunni með ruglinu sem kemur út úr honum. Micheal Keaton kemur einnig sterkur inn og á gjörsamlega allar senur sem hann er í. Karakterinn hans er svo furðulega steiktur að maður veit aldrei hvað gæti gerst næst, hann á svo sannarlega hrós skilið hér. Hinsvegar er húmorinn í myndinni voðalega mikill hit/miss, annaðhvort er brandarinn alveg stórkostlega fyndinn eða alveg hræðilega misheppnaður. Sem betur fer var ekki mikið af því síðarnefnda.
Adam McKay kom skemmtilega á óvart í leikstjórn og var t.d. byrjunar atriðið eitthvað sem ég bjóst aldrei við að sjá frá leikstjóra eins og honum. Mig grunar að hann hafi bara viljað flippa algjörlega og taka upp alveg óeðlilega ruglaða senu. Kvikmyndatakan var einnig mjög flott, ég vil benda sérstaklega á atriðið í barnum. Tónlistarvalið kom mér líka mjög á óvart og þó að þetta hafi ekkert verið frábær tónlist þá passaði hún einstaklega vel inní andrúmsloftið á myndinni (PIMPS DONT CRY!!). Handritið hans var hinsvegar voðalega útum allt og fattaði ég stundum ekkert hvað var í gangi, þó að plottið hafi verið voðalega einfalt. En myndin skilar samt sínu með góðum húmor, góðum leikurum og tekur sjálfa sig alls ekki of alvarlega.
Einkunn : 7
Ef við hugsum aðeins um Will Ferrell og ferilinn hans, hvað fáum við? Old School, Anchorman, Kicking And Screaming, Talladega Nights, Blades of Glory, Semi Pro, Step Brothers og nú síðast The Other Guys. Þetta eru svona vinsælustu myndirnar hans, hinsvegar eru þær ekkert allar góðar. Síðan skulum við líta á Adam McKay og Will Ferrell saman, af þessum lista fáum við Anchorman, Talladega Nights, Step Brothers og The Other Guys. Allar myndirnar sem þeir gerðu saman finnst mér persónulega hafa verið hápunkturinn í feril Ferrells (og Old School auðvitað, mesta snilldin). Ferrell og Mckay byrjuðu að vinna saman í SNL í kringum árið 2000. Eftir það hafa þeir gert helling af hlutum og útkoman alltaf verið frábær, þeir eiga t.d. Funny Or Die vefsíðuna sem gefur frá sér helling af efni á hverri viku (sketcharnir eru samt ekki alltaf frábærir). En þegar þeir 2 koma saman þá er auðveldlega hægt að sjá að mikil vinna fór í að gera verkefnið eins skemmtilegt og hægt er, bæði fyrir áhorfendur og þá sjálfa.
Allan Gamble (Will Ferrell) er lögregla sem elskar ekkert meira en að sitja við skrifborðið sitt og vinna pappírsvinnu, hann hefur hinsvegar engan áhuga á að fara út á götu og fanga glæpamenn. Félagi hans, Terry Hoitz (Mark Wahlberg), hefur engan áhuga á því að sitja við skrifborðið og vil bara vera á götunni og fanga sem flesta. Þegar ofur-löggurnar, leiknar af Samma L og The Rock, deyja vantar 2 menn til að fylla stöðuna þeirra. Terry sér loksins tækifærið til að láta drauminn rætast, enda búinn að bíða eftir þessu tækifæri í alltof langan tíma. Gamble hinsvegar hefur engan áhuga á því að taka þátt í þessum draum, en þegar Terry neyðir hann til að koma með sér í útkall lenda þeir í stærra máli en þeir hefðu nokkurn tíman getað ímyndað sér. Saman þarf þetta ólíklega par að vinna saman til að geta leyst málið.
Will Ferrell og Mark Wahlberg standa sig ótrúlega vel hér sem ólíklega parið. Aldrei hefði maður getað hugsað sér Mark Wahlberg að leika í grínmynd en hann kemur hér sterkur inn, þó að hann leiki ágætlega þunglynda persónu sem er alveg ótrúlega bitur út í allan heiminn fyrir það sem hefur komið fyrir hann, þá gerir hann það vel. Will Ferrel sýnir hér nýja hlið í gríninu og leikur alveg ótrúlega rólega persónu, hann sem oftast leikur ofvirkustu manneskjuna í myndinni. Útkoman er spreng hlægileg og stelur hann oft senunni með ruglinu sem kemur út úr honum. Micheal Keaton kemur einnig sterkur inn og á gjörsamlega allar senur sem hann er í. Karakterinn hans er svo furðulega steiktur að maður veit aldrei hvað gæti gerst næst, hann á svo sannarlega hrós skilið hér. Hinsvegar er húmorinn í myndinni voðalega mikill hit/miss, annaðhvort er brandarinn alveg stórkostlega fyndinn eða alveg hræðilega misheppnaður. Sem betur fer var ekki mikið af því síðarnefnda.
Adam McKay kom skemmtilega á óvart í leikstjórn og var t.d. byrjunar atriðið eitthvað sem ég bjóst aldrei við að sjá frá leikstjóra eins og honum. Mig grunar að hann hafi bara viljað flippa algjörlega og taka upp alveg óeðlilega ruglaða senu. Kvikmyndatakan var einnig mjög flott, ég vil benda sérstaklega á atriðið í barnum. Tónlistarvalið kom mér líka mjög á óvart og þó að þetta hafi ekkert verið frábær tónlist þá passaði hún einstaklega vel inní andrúmsloftið á myndinni (PIMPS DONT CRY!!). Handritið hans var hinsvegar voðalega útum allt og fattaði ég stundum ekkert hvað var í gangi, þó að plottið hafi verið voðalega einfalt. En myndin skilar samt sínu með góðum húmor, góðum leikurum og tekur sjálfa sig alls ekki of alvarlega.
Einkunn : 7
Góðir gaurar
The Other Guys er ekki bíómynd. Hún er rándýrt vinaflipp á milli leikstjórans Adams McKay og þeirra Will Ferrell og Mark Wahlberg. Síðan bætist allt annað bara við og tekur þátt í gríninu með þeim. Það er eins og Ferrell hafi ákveðið að taka persónu sína úr Stranger than Fiction og ákveðið að skella henni í steikta löggugrínmynd ásamt Mark Wahlberg, sem virðist leika karakter sem er óvenjulega líkur þeim sem hann lék í The Departed. McKay hefur hingað til verið gríðarlega mistækur fyrir mér, alveg eins og Ferrell, sem hefur ávallt fylgt honum. Anchorman stóð auðvitað fyrir sínu og hefur reynst vera einhver minnisstæðasta rugl-gamanmynd síðasta áratugs. Síðan ollu McKay og Ferrell miklum vonbrigðum með Talladega Nights og Step Brothers. Kannski voru væntingar mínar gagnvart þessari mynd svo lágar vegna þess að mér líkaði ekki við þær myndir, en The Other Guys kom mér furðu mikið á óvart og er bæði einhver freðnasta og fyndnasta mynd sem ég hef séð í marga mánuði.
Hún er reyndar ekki alveg Scott Pilgrim-fyndin, en hún rétt snertir Get Him to the Greek í húmor (og sú mynd var ruddalega fyndin), sem þýðir að hún sé þarnæstfyndnasta mynd sumarsins, ef ekki ársins. The Others Guys hefur samt virkilega sérstaka brandara, og eitt eða jafnvel tvö atriði munu lengi standa úr mínu minni sem eitthvað það besta sem ég hef lengi séð. Annað tengist hetjustælum þeirra Samuels Jackson og Dwayne Johnsson og hitt gengur út á ótrúlega súran mónólog hjá Ferrell um túnfiska. Ég var nánast dottinn í gólfið af hlátri. Verst er samt að það er stutt á milli þessara sena og þær eiga sér stað áður en myndin er liðin um hálftíma. Samt er ég alls ekki að segja að afgangurinn sé ófyndinn, hann er bara ekki *eins* fyndinn og hann hefði átt að vera. Flæði myndarinnar er einnig mjög hægfara í kringum lokahlutann og er jafnvel hægt að nota orðið langdregið. Það hefði léttilega verið hægt að skera 10-15 mínútur af lengdinni. Þá hefði hún jafnvel hækkað um einkunn hjá mér.
Brandararnir eru oftast ferskir og skemmtilegir. Þeir sem ekki virka eru síðan áberandi þurrir og vandræðalegir. Annars er spuninn hér margfalt betur heppnaðri en í Talladega Nights og Step Brothers. Ferrell hefur ekki verið svona góður í grínmynd síðan einmitt Anchorman. Það er gaman að sjá hann minnka barnastælana í sér og jafnvel bregða sér - meðvitað eða ómeðvitað - í gervi Harolds Crick (úr Fiction), sem er hans langbesta hlutverk. Samspil hans við Wahlberg er geysilega eftirminnilegt en senuþjófurinn er hins vegar Michael Keaton, sem kemur með lúmskt flippaða takta á milli alvarleikans. Bíósumarið 2010 hefur gert massagóða hluti fyrir þennan mann (hann náttúrulega BRILLERAÐI sem Ken í Toy Story 3), og ég vona að hann láti sig ekki aftur hverfa eftir að hafa legið í felum í einhvern áratug.
En mæli ég með The Other Guys? Ekki spurning! Ég tel samt ekki ólíklegt að haugur fólks muni bara ekki fatta steikta grínið. En áður en ég klára verð ég að minnast á það hvað myndin er undarlega vel gerð og metnaðarfull í framleiðslugildi sínu. Hasarinn er þ.a.l. ansi töff og klipping ásamt myndatöku er býsna góð.
7/10 – Haltu þessu áfram, Ferrell. Þú ert aftur kominn í rétta átt.
The Other Guys er ekki bíómynd. Hún er rándýrt vinaflipp á milli leikstjórans Adams McKay og þeirra Will Ferrell og Mark Wahlberg. Síðan bætist allt annað bara við og tekur þátt í gríninu með þeim. Það er eins og Ferrell hafi ákveðið að taka persónu sína úr Stranger than Fiction og ákveðið að skella henni í steikta löggugrínmynd ásamt Mark Wahlberg, sem virðist leika karakter sem er óvenjulega líkur þeim sem hann lék í The Departed. McKay hefur hingað til verið gríðarlega mistækur fyrir mér, alveg eins og Ferrell, sem hefur ávallt fylgt honum. Anchorman stóð auðvitað fyrir sínu og hefur reynst vera einhver minnisstæðasta rugl-gamanmynd síðasta áratugs. Síðan ollu McKay og Ferrell miklum vonbrigðum með Talladega Nights og Step Brothers. Kannski voru væntingar mínar gagnvart þessari mynd svo lágar vegna þess að mér líkaði ekki við þær myndir, en The Other Guys kom mér furðu mikið á óvart og er bæði einhver freðnasta og fyndnasta mynd sem ég hef séð í marga mánuði.
Hún er reyndar ekki alveg Scott Pilgrim-fyndin, en hún rétt snertir Get Him to the Greek í húmor (og sú mynd var ruddalega fyndin), sem þýðir að hún sé þarnæstfyndnasta mynd sumarsins, ef ekki ársins. The Others Guys hefur samt virkilega sérstaka brandara, og eitt eða jafnvel tvö atriði munu lengi standa úr mínu minni sem eitthvað það besta sem ég hef lengi séð. Annað tengist hetjustælum þeirra Samuels Jackson og Dwayne Johnsson og hitt gengur út á ótrúlega súran mónólog hjá Ferrell um túnfiska. Ég var nánast dottinn í gólfið af hlátri. Verst er samt að það er stutt á milli þessara sena og þær eiga sér stað áður en myndin er liðin um hálftíma. Samt er ég alls ekki að segja að afgangurinn sé ófyndinn, hann er bara ekki *eins* fyndinn og hann hefði átt að vera. Flæði myndarinnar er einnig mjög hægfara í kringum lokahlutann og er jafnvel hægt að nota orðið langdregið. Það hefði léttilega verið hægt að skera 10-15 mínútur af lengdinni. Þá hefði hún jafnvel hækkað um einkunn hjá mér.
Brandararnir eru oftast ferskir og skemmtilegir. Þeir sem ekki virka eru síðan áberandi þurrir og vandræðalegir. Annars er spuninn hér margfalt betur heppnaðri en í Talladega Nights og Step Brothers. Ferrell hefur ekki verið svona góður í grínmynd síðan einmitt Anchorman. Það er gaman að sjá hann minnka barnastælana í sér og jafnvel bregða sér - meðvitað eða ómeðvitað - í gervi Harolds Crick (úr Fiction), sem er hans langbesta hlutverk. Samspil hans við Wahlberg er geysilega eftirminnilegt en senuþjófurinn er hins vegar Michael Keaton, sem kemur með lúmskt flippaða takta á milli alvarleikans. Bíósumarið 2010 hefur gert massagóða hluti fyrir þennan mann (hann náttúrulega BRILLERAÐI sem Ken í Toy Story 3), og ég vona að hann láti sig ekki aftur hverfa eftir að hafa legið í felum í einhvern áratug.
En mæli ég með The Other Guys? Ekki spurning! Ég tel samt ekki ólíklegt að haugur fólks muni bara ekki fatta steikta grínið. En áður en ég klára verð ég að minnast á það hvað myndin er undarlega vel gerð og metnaðarfull í framleiðslugildi sínu. Hasarinn er þ.a.l. ansi töff og klipping ásamt myndatöku er býsna góð.
7/10 – Haltu þessu áfram, Ferrell. Þú ert aftur kominn í rétta átt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$100.000.000
Tekjur
$170.432.927
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
3. september 2010
Útgefin:
9. desember 2010
Bluray:
9. desember 2010