Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dinner for Schmucks 2010

(The Dinner)

Frumsýnd: 1. október 2010

Takes One To Know One.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Þegar hann uppgötvar að yfirmenn hans í vinnunni halda matarboð sérstaklega fyrir heimska gesti, þá er það aðeins spurning um tíma hvenær honum verður sjálfum boðið. Um leið kynnist hann öðrum manni sem yrði kjörinn gestur í boðið.

Aðalleikarar

Frekar óþægileg heldur en fyndin
Maður gerir alls ekki flóknar kröfur til gamanmynda. Markmið þeirra er að skemmta manni nógu mikið til að tímanum sé ekki sóað, og ef maður er heppinn þá helst maður hlæjandi og í góðu skapi frá upphafi til enda. Dinner for Schmucks virðist ekki alveg fatta þetta markmið. Hún reynir auðvitað oftast að vera fyndin, en einhvern veginn nær hún að vera meira óþægileg og þegar heildin er skoðuð er erfitt að vita nákvæmlega hvað það er sem amar að henni. Myndin er bara... spes.

Það eru fáein atriði í myndinni sem eru tryllt fyndin og persónulegt uppáhald mitt eru litlir djókar sem Chris O'Dowd eignar sér í hlutverki blinds manns (þetta með ljósarofann var ansi gott). Steve Carrell nær jafnvel að kæta mann þrátt fyrir alveg hættulega mikinn ofleik og meðfylgjandi kjánaskap. Væri þetta önnur mynd myndi þessi karakter hans vera hreint út sagt óþolandi, en það er eitthvað við hann hér sem lætur hann virka. Kannski er það leikstjórinn Jay Roach sem gerir það einhvern veginn að verkum að maður finnur örlítið til með honum. Roach hefur auðvitað ýmsa kosti en því miður er maðurinn bara ekki nógu fyndinn. Hann pínir oftast brandara sína og veit stundum ekki hvenær á að hætta. Einu myndirnar sem hann gerði sem létu mig hlæja oft og lengi voru Austin Powers 1 og Meet the Parents. Framhöldin voru býsna mistæk og þessi mynd virðist heldur ekki gera manninum neina greiða. Roach má samt eiga það að hann reynir að vera með hjartað á réttum stað þegar þörf eru á því, og þessi mynd sýnir það nokkuð vel. Mér hefði samt verið meira annt um persónurnar hefði handritið verið fyndnara og óþægindatilfinningin vægari. Þegar of langur tími líður á milli brandara sem hitta í mark þá er ekkert sem maður gerir annað en að bíða, og ef slík bið tíðkast oft þá er komið stórt vandamál.

Paul Rudd, Jemaine Clement (Flight of the Conchords) og David Williams (Little Britain) voru allir heldur hressir þótt Carrell og sérstaklega O'Dowd skildu mest eftir sig. Allra verstur fannst mér samt vera Zach Galifinakis. Við vitum það náttúrulega öll að maðurinn getur verið drukknandi í traustum húmor á góðum degi en hér er hann bara vandræðalegur og frekar pirrandi því lengur sem hann er á skjánum. Hugmyndin á bakvið persónu hans er skondin en framkvæmdin er hrikaleg. Aðrir leikarar sem poppa upp hér og þar eru sömuleiðis misfyndnir.

Það sem mun samt eflaust fara mest í taugarnar á fólki er hvað biðin eftir þessum blessaða kvöldverði (sem titillinn vísar í) er LÖNG. Hann er ekki fyrr en alveg í lokin, og svo þegar kemur loks að honum er viðburðurinn ekki nærri því jafn fyndinn og hann hefði átt að vera. Það er heldur ekkert skárra að allt sem gerist á undan er frekar tilgangslaust og... tja... teygt. Góð atriði inn á milli, jú jú, en brosið var alltof sjaldgæft út þessar 100 mínútur. Ég minni á það aftur að Carrell hafi átt sína spretti og það voru nokkur atvik þar sem persóna hans náði til mín (köllum það svona "awwww" móment). Rudd er heldur aldrei leiðinlegur. Þetta eru samt kostir sem ættu að fylgja aukalega með húmornum. Það borgar sig enginn inn á svona gamanmynd og ætlast einungis til að fá út úr henni góða persónusköpun, í stað þess að hlæja reglulega og þá mikið út lengdina. Segjum vídeómeðmæli í BESTA falli.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.10.2010

Tengslanetið á toppnum

Nýjasta mynd meistarans David Fincher, The Social Network smellti sér í toppsæti aðsóknarlista nýliðinnar helgar hér á Íslandi og náði fínustu aðsókn. Hafði hún betur en íslenska unglingamyndin Órói, en báðar þ...

04.10.2010

Algjör Sveppi enn vinsælastur á Íslandi

Fjórðu helgina í röð eru Sveppi og félagar vinsælastir meðal íslenskra bíógesta, en það stóð tæpara nú en áður. Tæplega 3.500 manns fóru á Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, en það var aðeins um 500 fle...

27.09.2010

Algjör Sveppi enn vinsælust á Íslandi

Vinsældir þrívíddarævintýramyndarinnar íslensku, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, virðast engan endi ætla að taka. Þriðju helgina í röð er hún aðsóknarmest allra mynda á Íslandi og slær burt keppinautan...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn