Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Scott Pilgrim vs. the World 2010

Frumsýnd: 25. ágúst 2010

An epic of epic epicness.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Scott Pilgrim er 22 ára bassaleikari í bílskúrsbandinu Sex Bob-omb og hefur aldrei átt í vandræðum með að ná sér í kærustur, vandamálið hefur frekar verið að losna við þær. En þegar hann hittir loks draumastúlkuna, Ramonu, hefur hún fortíðarbagga sem veldur Scott talsverðum vandræðum, 7 fyrrverandi kærastar sem ætla að drepa hann. Nú verður Scott... Lesa meira

Scott Pilgrim er 22 ára bassaleikari í bílskúrsbandinu Sex Bob-omb og hefur aldrei átt í vandræðum með að ná sér í kærustur, vandamálið hefur frekar verið að losna við þær. En þegar hann hittir loks draumastúlkuna, Ramonu, hefur hún fortíðarbagga sem veldur Scott talsverðum vandræðum, 7 fyrrverandi kærastar sem ætla að drepa hann. Nú verður Scott að losa sig við þá alla til að geta verið með Ramonu sinni.... minna

Aðalleikarar

Æ ég veit það ekki.....
Þetta er unglinga gamandramamynd með Michael Cera sem óöruggur náungi með kvennavandamál og byggð á samnefndum myndasögum sem hafa farið framhjá mér. Mér fannst Scott Pilgrim vs. The World heldur slöpp, hún lítur vel út en er frekar leiðinleg. Persónurnar eru óáhugaverðar og allar í einum hrærigraut og dialogurinn alveg hræðilegur. Slagsmálaatriðin eru kannski ágæt en tölvuleikjastíllinn verður hálf öfgakenndur og truflandi. Scott Pilgrim vs. The World fær þó smá kredit fyrir flotta og skrautlega myndatöku en það hífir hana ekki lengra upp en í eina stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blanda af awesome og epicness
Kvikmyndárið er ekki búið að ganga mjög vel upp á síðkastið. Við erum að tala um graut af drasli. Ég get sagt svona tugi mynda sem eru annaðhvort semí eða thumbs niður, way niður (Step Up, The Last Airbender, Predators, Grown Ups, Marmaduke og Vampire Suck). Svo koma bara ein og ein semað eru Skemmtilegar eða snilld (A-Team, Daybreakers, Hot Tub Time Machine, Kick-Ass, Shutter Island og INCEPTION !). En svo kemur en ein snilldin, þessi geðveiki, þessi uppskrift af awesomness.

Ég las teiknimyndasöguna og horfði svo á myndina og ég verð að segja að myndin sé hiklaust skemmtilegri. En ekki misskilja mig ég dýrka teiknimyndasögurnar. Myndin er líka updatuð í drasl. Þá er ég að tala um húmorinn, bardagaatriðin og stílbrögðin. Og btw, ef það er eitthvað sem gerir Scott Pilgrim VSTW einstaka brjálæðið. Mjög erfitt að útskýra en þetta er bara ein af þeim klikkuðustu myndum sem ég hef séð.

Talandi um brjálæði, leikararnir voru bestir..og klikkaðir, þá meina ég fokking brjálæði...og klikkaðir. Ég elska Sex Bob-omb, 7 Evil X-is og believe or not, ég dýrkaði Michael Cera. Án djóks, hann var actully fyndin, var eiginlega ekkert akward (hann er bestur í því, of bestur, oft leiðinlegur) og frekar mikill douche. Ramona Flowers var (heit) þessi leiðinlega steríó-týpa sem að þú hatar í raunveruleikanum, en mjög love-able í myndinni. Ójá fkn love-able.

Sex Bob-omb voru ekki bara skemmtilegar persónur, heldur stór skemmtilegt band. Ég hafði gaman af því sem þau spiluðu í myndinni. Eftir allt það góða sem að ég er búin að segja um þessa mynd, allt þetta awesomness, the epic þá er það eitt, stórt. Myndin er Bara 112 mínútur. Ég verð að vera dáldið frekur á þessu, því að svona mikið awesome á minnstakosti að vera 150 mín. En ef guð leyfir, þá verður að vera Extended - Unrated - Director's - Uncut - Fuck Edition (plííz).

Annars, awesome mynd, allir eiga að horfa á hana og já, have a greeaat life :D:D

9/10 - 9 tölur af Awesomness !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gjörsamlega ótrúleg!
Micheal Cera leikur vandræðalegan ungling sem sleppur frá geðveikrarhæli og verður ennþá vandræðalegri í kringum vandræðalegu vini sína... Er það sem ég myndi skrifa ef þessi mynd myndi algjörlega sjúga, en þar sem hún sýgur ekkert nema awesomeness, þá verð ég að byrja á þessari setningu hér : „GUÐ MINN EINI HVAÐ VAR ÉG AÐ HORFA Á! ÞETTA...VAR...ÓTRÚLEGT!“ Eruð þið orðin spennt núna? Ættuð að vera það. Scott Pilgrim VS The World tekur allt sem við elskum, slagsmál, gellur, létt steiktar persónur og mjög svo sýrðan húmor, síðan margfaldar hún það með 7. Ég bjóst alltaf við góðri mynd, sérstaklega þar sem ég er einn af þeim sem hefur ekki látið Micheal Cera fara í taugarnar á mér fyrir að leika sama karakterinn aftur og aftur, en það sem ég fékk var veisla fyrir augað, hláturtaugarnar og þessa litlu geðbilun sem er grafin innan í mér sem öskraði „MEIRA!“ í hvert sinn sem eitthvað brjálað gerðist í myndinni. Það var oft.

Scott Pilgrim VS The World segir frá Scott Pilgrim (Micheal Cera) sem hittir stelpu að nafni Ramona Flowers (Mary Elizabeth Winstead) og er alveg viss um að þetta sé ást lífs hans. En til að lifa hamingjusöm að endalokum þarf Scott að berjast við, og vinna, 7 illu fyrrverandi kærasta Ramona. Með andlegan stuðning frá hljómsveitinni sinni Sex Bob-omb (Mario einhver?) og samkynhneiðga félaga sínum Wallace Wells (Kieran Culkin) ákveður Scott að gefast ekki svo auðveldlega upp heldur berjast fyrir ástinni. Það er hinsvegar ekki eins auðvelt og það hljómar og þarf Scott að berjast gegn lítríkum hóp eins og brjáluðum leikara og grænmetisætu sem borðar hvorki egg né mjólk. Útkoman verður mjög svo skemmtileg.

Aðal spurningin er, hvernig er Micheal Cera. Ég veit sem staðreynd að margir eru að horfa framhjá þessari mynd einfaldlega vegna þess að Micheal Cera sé að leika í henni. Ég ætla byðja þessa geðsjúklinga að hætta þessari þvælu. Það gæti vel verið að hann hafi leikið vandræðilegan ungling aðeins of oft, en í þessari mynd er hann ekki vandræðalegur heldur vandræðalega fyndinn. Það skiptir sem ekki svo miklu máli þar sem allir aukaleikararnir stela gjörsamlega senunni, sérstaklega samkynhneigði félagi hans. Ég veit ekki hversu oft salurinn sprakk úr hlátri þegar hann var á skjánum. Illu X-in eru líka alveg fáranlega skrautlegur hópur og býður maður oft spenntur eftir því að sjá hvernig næsti bardagi verður, ekki það að atriðin á milli séu eitthvað leiðinleg. Allir aukaleikarar fá sinn tíma á skjánum, þrátt fyrir það að myndin sé ekkert svaðalega löng og aukakarakterarnir eru mjög margir, og eru þeir nánast allir bráðfyndnir. Leikaraliðið í heild sinni stendur sig alveg ótrúlega vel, hefði ekki getað séð aðrar manneskjur gera þetta betur.

Edgar Wright skapar hér eitt annað meistaraverkið, síðustu myndirnar hans Shaun of The Dead og Hot Fuzz voru líka frábærar, sem er eins og eitt stórt sýrutripp. Ef fleiri myndir væru svona þá væri ég í paradís. Ég elska svona fáranlega steiktar myndir og get oft verið eina manneskjan sem hlær að mörgum myndum. Edgar heldur sig sannur sögunni, þó svo að ég hafi ekkert lesið hana bara lesið um hana og myndina bornar saman, og er myndin þessvegna stútfull af tölvuleikja og kvikmynda tilvitnunum. Mest augljósa er auðvitað að óvinir breytast í peninga þegar þeir eru sigraðir. Síðan kemur líka eitt atriði sem minnir alveg fáranlega mikið á einn gamlan og góðan sjónvarpsþátt, ætla ekki að spoila fyrir ykkur, og það er alveg fáranlega fyndið. Klippingin og myndatakan kemur auðvitað beint úr æðum Edgars, hraðar og stuttar tökur sem einkennast af því að skotin sýna bara síðustu sek. Af gjörðum sínum. Hann gerir meiraðsegja grín af því sjálfur þegar Scott er að klæða sig í eitt sinn. Þessi klipping kemur ótrúlega vel út og fellur beint inní þennan yfirdrifna og skemmtilega dúr sem myndin setur sjálfa sig í. Edgar Wright var alveg tilvalinn í þetta.

Bíó sumarið endar með style og þó að margir bjuggust við því að The Expandebles myndi klára sumarið þá stelur Scott Pilgrim algerlega senunni, og er meiraðsegja betri! Ég ætla að ganga svo langt að segja að hún sé betri en Kick-Ass sem ég talaði svo vel um í gagnrýni minni hér fyrr á árinu. SP VS The World hefur bara þessa brjáluðu tilfiningu og brjáluðu sál sem gerir hana að þessu meistaraverki. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig myndin er...Gleymdu bara öllu því sem þú varst að lesa og horfðu sjálfur á myndina, ég veit að mig dauðlangar til að sjá hana aftur.
Einkunn : 9.5
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Betri en Kick-Ass
Vá!, stórskemmtilegur söguþráður ,æðislegir karakterar, frábær leikstjórn, fáranlega vel tekin upp OG heldur sig sannri(næstum því) við bækurnar.

Þessi mynd um strák sem byrjar með stelpu en kemst fljótt að að hann verður að slást og vinna bardaga við 7 illir fyrrverandi kærustum til þess að vera "opinberlega" með henni(hver kannast ekki við það) gæti ekki verið gerð betri.
Myndinn var byggð upp eftir 7 bókum sem voru skrifaðar í Manga stíll nema aðeins bandarískalegri, húmorinn kom oft fyrir í þessum bókum allveg eins og hann kemur oft fyrir í þessari bíomynd, þar sem að bækurnar tóku sér líka meiri tíma í að kynna karakterina betur(og hafa nokkra auka) var ekki til nægur tími í myndinni til þess að gera það.
*Smá Spoiler*Sem er kannski ekki það slæmt en það hefði verið meira gamann að hafa Envy(fyrrverandi kærasta Scott Pilgrim) lengra á skjánum, ein af ástæðunum útaf því að hún varð miklu mikilvægari í bókunum en í myndinna þar sem hún er sýnd í það sem mér fannst vera semí stuttur tími, og svo var önnur fyrrverandi kærasta sem var bara allveg tekin úr sögunni**
Hinsvegar voru allir stærstu karakterar þar og þeir voru kynntir nógu vel til þess að maður myndi ná "tengsl" við þá.

Leikarahópurinn fyrir þessari mynd fannst mér vera sérstaklega vel valinn og nokkrir litu út fyrir að hafa komið beint úr myndasöguni..Michael Cera þjónaði tilgangnum sínum vel enda karakter sem hann er vanur að leika,SAMT var hann ekki nógu "Scott Pilgrim"legur fyrir mig, í bækurnar var Scott Pilgrim miklu meira að "overreact"-a yfir dóti á meðan Michael Cera skilaði öllum "overreaction" atriðunum í svona hvísli sem mér fannst fyndið en ekki eins fyndið í bókunum þar sem hvernig Scott Pilgrim brást við öllu á fyndnari hátt
Hinsvegar varð Mary Elizabeth bara mjög fín í hlutverkinu sínu bara vel.og mér fannst hún passa mjög vel í hlutverkinu.Fyrrverandi kærusturnir í myndinna voru samt allir mjög vel leiknir og mér fannst þeim allveg fara vel með karakterana.Hinsvegar voru líka vélmenni að berjast með Scott Pilgrim í bækurnar, það hefði verið gamann að sjá...

Myndinn fylgdi allveg semí söguþráðinum úr bókunum fyrir utan nokkrir karakterar sem vöntuðu(Pabbi Knives t.d.)Stíll þessara myndar var frábær og með bæði svona "Manga" og tölvuleikjafíling í honum sem smellpassaði myndinni og gerði hana ennþá betri.Annars var eitt sem ég elskaði líka við þessa bíomynd vera tónlistin.Algjör unun að hlusta á hljómsveitirnar í myndinna spila þessi frábæru lög.

Þetta er æðislega góð mynd sem er eins full af svölum hasar og hún er af húmori
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Epic Of Epic Epicness
Í fyrsta lagi, myndin er AWESOME! Tónlistin er geeeðveik! Brandarnir eru geðveikir og stemningin í salnum (sem kemur sjálfri myndinni semi við) var sjúk. Ég þakka fyrir mig!

Micheal Cera stendur sig mjög vel og sýnir í hasaratriðunum að hann er hörkugóður slagsmálahundur. Elizabeth-Winstead er mjög góð sem Ramona og allir evil exes eru góðir, sérstaklega Brandon Routh, Chris Pine og Jason Schwarztmann (stóru nöfnin) en hinir detta ekki í skugga þeirra, nema kannski tvíburarnir sem fá minnsta skjátímann.

Bardagaatriðin eru vel chereographed (sletta) og gefa manni góðan skammt af... AWESOMENESS. Allt við þessa mynd öskrar epic og myndin nær að vera Epic. Eins og taglinið: The Epic Of Epic Epicness. Það er nákvæmlega það sem þú færð. Cool bardagaatriði, drepfyndnir brandarar og tónlist sem nýtur sín í botn í bíói eða með heimabíó í botni!

10/10
Mjög erfitt að velja 9 eða 10 en þessi mynd á skilið að fá tíuna. Besta Wright-myndin, auðvitað nokkrir pínulitlir gallar en annars, fullkominn mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.08.2022

Allir geta verið hetjur eins og Hank

Hundurinn Hank í klóm kattarins, eða Paws of Fury: The Legend of Hank, sem byggð er á kúrekagrínmynd Mel Brooks frá árinu 1974, hefur margvíslegan boðskap fram að færa. Eins og Movieweb bendir á þá er auðvitað ekke...

22.09.2020

Bestu „gervimyndir“ kvikmyndasögunnar

Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express? Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduð...

04.07.2016

Nýtt í bíó - Mike and Dave Need Wedding Dates

Sena frumsýndir gamanmyndina Mike and Dave Need Wedding Dates nú á miðvikudaginn 6. júlí í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíó og Borgarbíói Akureyri. Foreldrar bræðranna Mike og Dave hafa fengið nóg af partístan...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn