Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Sin City: A Dame to Kill For 2014

(Sin City 2)

Frumsýnd: 5. september 2014

There Is No Justice Without Sin

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Íbúarnir í syndaborginni Basin City þar sem glæpatíðnin er í hæstu hæðum þurfa að hafa sig alla við í baráttunni fyrir lífi sínu og limum. Harðsoðnustu íbúar bæjarins mæta nokkrum af þeim úthrópuðustu. Marv er meðvitundarlaus úti á vegi, umkringdur líkum. Þegar hann vaknar, þá man hann ekki neitt og reynir að rifja upp hvað gerðist frá því... Lesa meira

Íbúarnir í syndaborginni Basin City þar sem glæpatíðnin er í hæstu hæðum þurfa að hafa sig alla við í baráttunni fyrir lífi sínu og limum. Harðsoðnustu íbúar bæjarins mæta nokkrum af þeim úthrópuðustu. Marv er meðvitundarlaus úti á vegi, umkringdur líkum. Þegar hann vaknar, þá man hann ekki neitt og reynir að rifja upp hvað gerðist frá því hann var á bar Kadie´s á laugardagskvöldið. Hann man að hann kom að fjórum gaurum sem voru að brenna heimilislausan mann lifandi og kom manninum til varnar. Marv eltir þá uppi og drepur þá alla. Hinn sjálfsöruggi fjárhættuspilari Johnny vinnur stóra vinninginn í spilakössum á Kadie´s barnum, og býður gengilbeinunni Marcie að fara með sér að spila póker á móti hinum valdamikla Roark þingmanni. Hann vinnur spilið og tekur afleiðingum þess að vera hrokafullur á móti svo valdamiklum spilara. Ava Lord hefur samband við fyrrum ástmann sinn og einkaspækjara Dwight McCarthy, og biður hann að hitta sig á Kadie´s. Ava biður hann að fyrirgefa sér það að hafa yfirgefið hann til að giftast hinum auðuga Damian Lord. Hinn stóri og sterki lífvörður hennar Manute fer síðan með hana heim. Dwight rannsakar málið í kringum heimili Ava en Manute og aðrir lífverðir finna hann og berja hann. Þegar hann kemur heim, þá bíður Ava eftir honum allsnakin í rúminu og tælir hann til samlags við sig á ný. Þá segir hún honum að Damian og Manute kvelji hana og ætli sér að drepa hana. Aftur fer Manute með hana heim. Dwight biður Marv að hjálpa sér við að bjarga Ava. Damian neitar ásökununum, en Dwight ber hann til dauða á meðan Marv krækir auga úr Manute. Fljótlega uppgötvar Dwight að Ava var að notfæra sér hann, og hún skýtur hann. Marv bjargar Dwight og fer með hann í gamla bæinn þar sem Dwight hittir fyrrum ástkonu sína Gail sem hjálpar honum að ná aftur heilsu, og á meðan upphugsar hann hvernig hann getur hefnt sín á Ava. ... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn