Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hot Tub Time Machine 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. mars 2010

Kick Some Past

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Fjórir vinir sem allir eru orðnir hundleiðir á sínu tilbreytingarsnauða lífi, uppgötva að þeir geta ferðast aftur í tímann í heitum potti. Þetta nýta þeir sér óspart til að ferðast til níunda áratugarins þegar þeir voru upp á sitt besta.

Aðalleikarar

Partýmynd sem heldur dampi
Alveg sama hvað aðrir hefðu sagt við mig um Hot Tub Time Machine þá hefði ég samt farið á hana bara útaf nafninu, sem minnir á eitthvað úr óborganlegri C-mynd. Sem betur fer tókst mér að hafa aulalega gaman að allri vitleysunni, og það er einungis hægt ef menn gera sér grein fyrir því hvað heildin er mikil steypa. Myndinni er samt svo nett sama um það hvað hún er oft kjánaleg og yfirdrifin í bæði gríni og smekkleysu. Hún er bara þannig, og ánægð með það. Sjálfsöryggið er algjörlega í botni og með hjálp frá góðum húmor og þrælskemmtilegu samspili leikaranna verður hún að ljómandi góðri kvöldskemmtun, sem á þó líklegast meira erindi til þeirra sem þekkja betur til '80s tímabilsins heldur en flestir unglingar gera í dag.

Ef Back to the Future myndi eignast barn með The Hangover (þrátt fyrir 24 ára aldursmun... skammist ykkar!), þá yrði þessi mynd afraksturinn. Húmorinn setur sér samt ekki þroskuð markmið, og það kemur oft fyrir að manni finnst barnalætin vera fulláberandi. Samt er nógu mikið af góðum einkahúmor og asnaskap til að halda manni vakandi og með glottið límt við varirnar allan tímann. Leikararnir fjórir hjálpa líka heilmikið til. John Cusack haltrar samt örlítið á eftir öllum hinum. Hann er fínn en bara ekki nærri því jafn hress og félagar hans. Craig Robinson, Rob Corddry og Clark Duke eru allir þrír einmitt dúndurskemmtilegir, saman og í sitthvoru lagi. Corddry nýtur sín klárlega mest en Robinson fær að mínu mati langbestu senuna. Vil helst ekki segja neitt um hana, en hún viðkemur ákveðnu símtali. Tilvísun hans í titil myndarinnar var líka mögnuð. Mér finnst einnig heldur skondið hvað Duke er lágstemmdur og vandræðalegur þrátt fyrir að vera yngstur. Síðan höfum við þá Crispin Glover og Chevy Chase (hann er semsagt enn á lífi??), sem gera ekkert rosalega mikið og fá í rauninni bara einn brandara á mann til að endast út alla myndina. Maður fattar samt fljótt '80s tenginguna þeirra og þess vegna er fínt að hafa þá.

Annars geta menn sagt hvað sem þeir vilja um þennan áratug. Ég ætla að hrósa honum sterkt fyrir að bjóða upp á minnisstætt hlaðborð af mörgum hættulega grípandi lögum, og aðstandendur myndarinnar virðast vera sammála mér. Tónlistin í Hot Tub er nefnilega asskoti lífleg og vel valin.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.01.2016

Versta kvikmyndin valin í febrúar

Fimm rándýrar Hollywood myndir keppa um titilinn Versta mynd ársins 2015 á 36. árlegu Razzie verðlaunahátíðinni í febrúar nk.,  en tilnefningar til verðlaunanna voru birtar í dag. Á meðal mynda sem tilnefndar eru sem versta mynd eru Fifty Shades of ...

21.02.2015

Erótíkin tryllir enn

Hin erótíska BDSM ástarsaga Fifty Shades of Grey , eða Fimmtíu gráir skuggar, heldur sigurgöngu sinni áfram í bandarískum bíóhúsum, og virðist ekki ætla að láta nýfrumsýndar myndir velgja sér neitt undir uggum sv...

17.02.2015

'Hot Tub Time Machine 2' frumsýnd á föstudaginn

Það muna sjálfsagt flestir eftir grínfarsanum Hot Tub Time Machine sem var frumsýndur sumarið 2010 og naut mikilla vinsælda, en hann fjallaði um þá félaga Lou, Nick, Jacob og Adam sem komust að því að heiti potturin...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn